Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 1
MIKIL PRESSA FRÁ FLUGFÉLÖGUMASTRALIS Á MARKAÐ
un að renna sér á 24 karata skíðum frá Bentley 4
Besta rafíþróttalið í heimi er metið á
6,3 milljarða íslenskra króna. Vaxtar-
möguleikar í greininni eru miklir. 6
VIÐSKIPTA
4
Krefjandi verkefni eru fram undan hjá Borealis Alliance,
samtökum níu flugleiðsöguveitenda í Norður-
Evrópu, segir Reynir Sigurðsson.
Upplif
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf
Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík
ey.is
Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta
Er áhyggjuefni fyrir okkur öll
Tölur Hagstofu Íslands um fjölda
launþega í landinu benda til þess
að launþegum hins opinbera sé að
fjölga á meðan fækkað hefur á al-
mennum vinnumarkaði samkvæmt
upplýsingum stofnunarinnar.
Fjöldi launþega í öllum atvinnu-
greinum á landinu hefur dregist
saman um 1,8% sé októbermán-
uður árið 2019 borinn saman við
október 2018 samkvæmt tölum frá
Hagstofunni en gögn stofnunar-
innar byggjast á staðgreiðslukerfi
ríkisskattsjóra. Sé litið á flokk
Hagstofunnar, sem nær til
fræðslustarfsemi og opinberrar
stjórnsýslu, og þann flokk sem
nær til heilbrigðis- og félags-
þjónustu, sem eru báðir einkenn-
andi fyrir opinbera geirann, sést
að fjölgun launþega í þessum
tveimur flokkum nemur 4,1% ann-
ars vegar og 4,2% hins vegar.
Sé litið til viðskiptahagkerfisins,
sem er einn mælikvarði Hagstof-
unnar á heildarfjölda starfa í
einkageiranum, sést að samdrátt-
urinn nemur 4,4%, en samkvæmt
skilgreiningu eru áðurnefndir tveir
flokkar, auk fyrirtækja í landbún-
aði, ekki taldir með í tölum um
viðskiptahagkerfið. Aðrar tölur um
þessi mál sem Hagstofan birtir
benda einnig í sömu átt.
Ekki hagrætt með sama hætti
Að sögn Halldórs Benjamíns
Þorbergssonar, framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins, renna áð-
urnefndar tölur stoðum undir þann
grun sem samtökin hafa haft. „Það
er mikil hagræðing að eiga sér
stað í íslensku atvinnulífi sem er
sársaukafull á meðan á henni
stendur en á sama tíma virðist
sem hið opinbera sé ekki að hag-
ræða með sama hætti. Það er
áhyggjuefni fyrir okkur öll,“ segir
Halldór.
Hann segir að opinberi geirinn
þurfi að endurspegla undirliggj-
andi gang hagkerfisins þar sem
ekki sé sjálfbært að hið opinbera
haldi áfram að vaxa á sama tíma
og einkageirinn dregst saman. Að
sama skapi sé það áhyggjuefni og
veki furðu að enn sé ósamið á
vinnumarkaði við meginþorra opin-
berra starfsmanna þar sem kjara-
samningar á almennum vinnu-
markaði voru undirritaðir í apríl.
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Samkvæmt upplýsingum
Hagstofu Íslands benda
gögn til þess að opinber-
um starfsmönnum sé að
fjölga á sama tíma og
einkageirinn dregst saman.
Morgunblaðið/Eggert
Tölur frá Hagstofunni benda til þess að opinberum launþegum hafi fjölgað.
EUR/ISK
18.6.‘19 17.12.‘19
145
140
135
130
125
141,35
136,85
Úrvalsvísitalan
2.200
2.100
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
18.6.‘19 17.12.‘19
2.024,95
2.139,83
„Tími til að lækka skatta er í niður-
sveiflu,“ segir Ásgeir Jónsson, nýr
seðlabankastjóri, í viðtali á miðopnu í
dag en bætir við: „en Seðlabankinn
hefur ekki skoðun á því hvaða farveg
ríkisfjármálastefnan velur sér.“
Hann segir fagnaðarefni að á síðustu
árum hafi skilningur aukist á því með
hvaða hætti ríkisfjármálin geti unnið
gegn neikvæðri þróun í hagkerfinu og
með því ýtt undir jákvæða þróun þeg-
ar þörf krefur. Hann fagnar því aukn-
um slaka í ríkisfjármálunum og segir
þjóðina í raun standa frammi fyrir
sögulegu tækifæri.
„Aðgengi hins opinbera að fjár-
magni er mjög hagstætt um þessar
mundir og vaxtastigið gerir það að
verkum að við stöndum frammi fyrir
sögulegu tækifæri til að byggja upp
innviði. Það er engu líkara en við
séum að fá eins konar „kreppu-
niðurgreiðslu“ á innviðum þar sem
vextir ytra eru í sögulegu lágmarki.“
Hann telur því að nú eigi að ráðast í
viðamiklar framkvæmdir, m.a. á
vegakerfinu sem fyrir löngu sé
sprungið.
„Ef við berum gæfu til þess að hefja
þessa uppbyggingu núna munum við
njóta þess mjög á komandi árum og
áratugum.“ Í viðtalinu bendir Ásgeir á
að meiri líkur séu á því en minni að
horfurnar í hagkerfinu muni versna
frekar en hitt. Hann telur þó að ríkis-
valdið og Seðlabankinn hafi ýmis
verkfæri til að bregðast við þeirri
stöðu ef hún kemur upp. Þar skipti
ekki síst máli að stýrivextir eru enn
með því móti að þá megi lækka, ólíkt
því sem gerist í mörgum ná-
grannaríkjum okkar.
Skatta á að lækka í niðursveiflu
Morgunblaðið/Hari
Dr. Ásgeir Jónsson hefur nú
setið í embætti í fjóra mánuði.
Nýr seðlabankastjóri segir
skattalækkanir eina leið af
mörgum til að bregðast við
versnandi hagvaxtarhorfum.
8