Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 13SJÓNARHÓLL
Scangrip vinnuljósin
eiga heima í FossbergBÓKIN
Það er ekki að ástæðulausu að finna
má sögur í öllum helstu trúar-
brögðum um mikilvægi gestrisn-
innar. Grikkir áttu söguna um fá-
tæklingana Bacuis og Philemon sem
sýndu dulbúnum guð-
unum Seifi og Her-
mesi samt alla þá
gestrisni sem þau
gátu og var fyrir vik-
ið hlíft á meðan
ruddalegum sam-
borgurum þeirra var
tortímt. Gestrisnin er
líka ein af undir-
stöðum búddismans,
þökk sé sögunni um
fýluferð Búdda til
bæjarins Pancasala.
„Gestur var ég, og
þér hýstuð mig“, segir í Matteus-
arguðspjallinu.
Breski rithöfundurinn Priya Basil
hefur sent frá sér áhugaverða bók
þar sem hún skoðar gildi gestrisn-
innar, og tengir við sum þau vanda-
mál sem heimsbyggðin glímir við í
dag allt frá brexit og matarsóun til
loftslags- og innflytjendamála. Bókin
heitir Be My Guest: Reflections on
Food, Community and the Meaning
of Generosity.
Basil bendir á að margt af því sem
plagar mannkynið má í raun rekja til
skorts á gestrisni. Flest erum við al-
mennileg og rausnarleg við þá sem
standa okkur næst, ættingja, ná-
granna, vinnufélaga
og nærsveitarmenn
en þegar kemur að
fólki í fjarlægum
löndum eða með gjör-
ólíkar skoðanir þá er
gestrisnin af skorn-
um skammti.
Á yfirborðinu gæti
boðskapur Basil virst
barnalegur, og jafn-
vel væminn, en það
leynist samt í honum
sannleikskorn sem
ekki er hægt að
neita. Ef við lítum í eigin barm og yf-
ir farinn veg, sem starfsfólk og
stjórnendur, sem foreldrar, makar,
synir og dætur, og sem manneskjur,
þá sjáum við ef til vill að við höfum
sjaldan tapað á því að sýna öðrum
rausnarskap og gestrisni. Og
kannski getum við gert enn betur
svo að við köllum ekki yfir okkur
bræði Seifs og Hermesar. ai@mbl.is
Vangaveltur um
mikilvægi gestrisni
Ámánudaginn féll dómur Hæstaréttar í máli nr. 40/2019 (Eimskipafélag Íslands hf. gegn Fjármála-eftirlitinu og íslenska ríkinu). Málið varðaði
kröfu Eimskips um ógildingu á ákvörðun Fjármálaeftir-
litsins frá 8. mars. 2017 um að félagið hefði brotið gegn 1.
mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
(vvl.) með því að hafa ekki birt afkomuviðvörun í
tengslum við birtingu á afkomu félagsins á fyrsta árs-
fjórðungi 2016. Var Eimskip gert að greiða 50 milljón
króna stjórnvaldssekt vegna brotsins. Ákvörðun Fjár-
málaeftirlitsins var staðfest bæði af héraðsdómi og
Landsrétti. Þar sem talið var að dómur í málinu kynni að
hafa fordæmisgildi, hvað varðar skýringu á innherjaupp-
lýsingum og hvenær upplýsinga-
skylda samkvæmt lögum um verð-
bréfaviðskipti myndast, var veitt
áfrýjunarleyfi fyrir Hæstarétti. Að
lokum var ákvörðun Fjármála-
eftirlitsins endanlega staðfest með
dómi Hæstaréttar síðastliðinn
mánudag.
Málsatvik voru í stuttu máli þau að árshlutauppgjör
Eimskips fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2016 lá fyrir í
meginatriðum hinn 20. maí 2016. Ljóst var að rekstrar-
afkoma fjórðungsins var töluvert betri en árið áður en
EBITDA félagsins jókst um 66,5% á milli ára. Þó hafði
komið fram í tilkynningum félagsins að fyrsti ársfjórð-
ungur ársins áður hefði verið óvenju slæmur, m.a. vegna
aðstæðna í Noregi. Þá hækkaði Eimskip EBITDA spá
fyrir árið úr 46-50 milljónum evra í 49-53 milljónir evra
samhliða endanlegri birtingu uppgjörsins hinn 26. maí
2016. Samkvæmt málsástæðum Eimskips í málinu má þó
rekja hækkun afkomuspárinnar fyrst og fremst til af-
komu aprílmánaðar og þróunar í maímánuði, sem kynnt
var á stjórnarfundi félagsins hinn 26. maí 2016, fremur
en til rekstrarbata á fyrsta ársfjórðungi á milli ára.
Ljóst er að sú túlkun sem fram kemur á 1. mgr. 122.
gr. vvl. í dómi Hæstaréttar er nokkuð ströng og markar
skráðum hlutafélögum þröngt svigrúm varðandi töku
ákvarðana um það hvort birta skuli afkomuviðvörun. Al-
mennt hefur verið talið að afkoma tiltekinna fjórðunga,
samanborið við fyrra ár, gefi ekki sérstakt tilefni til af-
komuviðvarana svo lengi sem endanleg afkoma ársins
verði nokkurn veginn innan ramma afkomuspár sem birt
hefur verið á markaði. Þá hefur jafnframt verið álitamál
hversu miklar breytingar afkomuspár þurfi að vera til
þess að birta þurfi afkomuviðvörun í tengslum við slíkar
breytingar. Í tilviki Eimskips voru breytingar á vik-
mörkun útgefinnar afkomuspár 6-6,5% en oft þurfa ekki
miklar breytingar í rekstri að eiga sér stað til þess að
slíkar sveiflur verði á afkomu og þá sérstaklega svo
snemma árs. Í dómi Hæstaréttar virðist þó einblínt á
bætta rekstrarafkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi
2016 frekar en breytingu á afkomuspá félagsins og virð-
ist þá hafa verið lagt til grundvallar að breyting afkomu-
spárinnar hafi byggt á rekstrar-
tölum úr apríl- og maímánuði líkt
og félagið hafði haldið fram við
rekstur málsins.
Annað sem vekur athygli í dómi
Hæstaréttar er að fram kemur að
Eimskip hafi borið að birta upp-
lýsingar um bætta rekstrar-
afkomu á fyrsta ársfjórðungi þegar þær lágu fyrir hinn
20. maí 2016 eða fresta birtingu þeirra. Almennt hefur
ekki verið talið heimilt að fresta birtingu fjárhagsupplýs-
inga, sem teljast til innherjaupplýsinga, þar sem ekki
hefur verið talið að skilyrði frestunar skv. 4. mgr. 122.
gr. vvl. séu uppfyllt í þeim tilfellum. Þannig hafa útgef-
endur almennt ekki talið stætt að fresta birtingu inn-
herjaupplýsinga í slíkum tilfellum.
Það er mikilvægt að skýrar reglur gildi um upp-
lýsingaskyldu útgefenda fjármálagerninga til þess að
tryggja jafnræði fjárfesta og virka verðmyndun á hluta-
bréfamarkaði. Það er samt mikilvægt að útgefendum hér
á landi verði ekki of þröngur stakkur sniðinn þegar kem-
ur að upplýsingaskyldu enda kynnu strangari reglur og
strangari framkvæmd þeirra að skaða samkeppnishæfni
íslensks hlutabréfamarkaðar og fækka þeim fyrir-
tækjum sem vilja skrá sig á markað. Mörg skráð félög
hérlendis eru í alþjóðlegri samkeppni við erlend skráð
félög á EES-svæðinu og væri því eðlilegt að regluverk
um upplýsingagjöf og framkvæmd þess væri sem sam-
ræmdast.
Upplýsingaskylda útgefenda
á hlutabréfamarkaði
LÖGFRÆÐI
Ari Guðjónsson
lögmaður og yfirlögfræðingur
Icelandair Group.
”
Var Eimskip gert að
greiða 50 milljón króna
stjórnvaldssekt vegna
brotsins.