Morgunblaðið - 18.12.2019, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
jólakveðja
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegrar hátíðar
VEFVERSLUN
Verslun Boxins, sem fer einvörð-
ungu fram á netinu, hefur legið
niðri undanfarna 10 daga. Að sögn
Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar,
eiganda fyrirtækisins, sem einnig á
Super1-verslunina, stendur endur-
skipulagning yfir hjá Boxinu. „Við
opnun fljótlega eftir áramót. Við er-
um að taka nýja tækni í notkun. Það
verður spennandi að kynna hana,“
segir Sigurður Pálmi. Að hans sögn
snúa breytingarnar einnig að
birgðakerfi vefverslunarinnar. „Við
erum að samræma betur birgða-
kerfin. Þetta hefur verið aðskilið frá
Super 1 en við erum að reyna að
tengja betur saman sölukerfin og
birgðakerfið og reyna að samræma
reksturinn,“ segir Sigurður Pálmi.
„Þetta er erfiður bransi. Við er-
um að reyna að gera þetta hag-
kvæmara svo þetta verði arðbært.
Það er ekki feitan gölt að flá,“ segir
hann.
Vefverslun Boxins hefur verið lokuð í 10 daga en verður opnuð á nýju ári.
Boxið lokað en verð-
ur opnað eftir áramót
Sögulegur atburður átti sér stað í
síðustu viku í First North-kaup-
höllinni, „litlu dönsku kauphöllinni“,
eins og hún er jafnan kölluð í Dan-
mörku, er fyrirtækið Astralis
Group, sem m.a. á besta lið heims í
tölvuleiknum Counter-Strike, var
skráð á markað, fyrst slíkra félaga.
Skráningin þótti vel heppnuð en
heildarfjárhæð útboðsins nam 150
milljónum danskra króna, um 2,8
milljörðum króna. Samtals voru
gefnir út tæplega 17 milljón nýir
hlutir á genginu 8,95 DKK en nú-
verandi eigendur munu áfram eiga
40 milljónir bréfa og þar með
stærstan hluta í fyrirtækinu. Fyrstu
dagana var gengi bréfanna nokkuð
stöðugt en í gær féll það um tæp
18% og nam markaðsvirði félagsins
við lokun markaða 6,3 milljörðum
króna. Að sögn Nikolajs Nyholm,
framkvæmdastjóra og eins stofn-
anda félagsins, horfir fyrirtækið til
langs tíma og því var ekki farið í
hefðbundnari fjármögnun fyrir félag
á borð við Astralis Group. „Okkar
ferðalag mun vara lengur en líftími
venjulegra sjóða leyfir,“ sagði Ny-
holm í samtali við Berlingske fyrir
skráninguna. „Við vorum til dæmis
að fjárfesta í 80 milljónum (danskra)
króna til þess að tryggja varanlega
þátttöku í League of Legends-deild,
sem við munum ávaxta á næstu, 10,
20 eða 30 árum. Það er langt úr fyrir
líftíma vísisjóða (d. venturekapital
fond) sem venjulega varir í fimm
ár,“ segir Nyholm. Astralis á nú lið í
ýmsum leikjum en samhliða skrán-
ingunni gaf fyrirtækið einnig út að
það hefði hafið samstarf við ítalska
knattspyrnuliðið Juventus sem teflir
fram öflugu liði í knattspyrnutölvu-
leiknum Pro Evolution Soccer.
Einstakt tækifæri
Í samtali við ViðskiptaMoggann
segir Ólafur Hrafn Steinarsson,
stjórnarformaður Rafíþrótta-
samtaka Íslands,
að fjárfestar horfi
á mikla vaxt-
armöguleika inn-
an rafíþróttageir-
ans. „Menn sjá
fram á að fjölga
aðdáendum og að
ná til fleira fólks.
Það eru marg-
vísleg vaxtatæki-
færi á markaðnum. Við munum
bæði sjá fleiri venjulega tölvu-
leikjaspilara verða að keppnis-
spilurum og í heild mun keppni í
tölvuleikjum verða almennari. Það
er enn þá mikill vöxtur sem getur
átt sér stað þrátt fyrir að rafíþróttir
hafi orðið mjög stórar á stuttum
tíma,“ segir Ólafur Hrafn en um 450
milljónir manna taka reglulega þátt
eða fylgjast með rafíþróttum á
heimsvísu.
„Margir sjá gróðavon í þessum
iðnaði. Síðan er þetta almennt séð
gott tækifæri. Ef þú hefðir fengið
tækifæri til þess að fjárfesta í Man-
chester United á sínum tíma hefðir
þú örugglega stokkið á það. Fólk
horfir fram á við og sér eflaust að
þetta er einstakt tækifæri til þess að
komast inn á mjög hratt vaxandi
markað. Það er mjög rökrétt að
gera þetta í gegnum vörumerki á
borð við Astralis. Flest rafíþróttalið
í heiminum í dag skila ekki hagnaði
á meðan Astralis hefur á tímabili
tekist að standa undir sér,“ segir
Ólafur.
Vinningsformúla
Kasper Hvidt, markvörðurinn
sem gerði garðinn frægan með
handboltalandsliði Dana á árum áð-
ur, starfar sem yfirmaður íþrótta-
mála hjá félaginu en að sögn Ólafs
byggist hugmyndafræði Astralis á
svipaðri hugmyndafræði og Raf-
íþróttaskólinn hér á landi, þar sem
horft er til mikilvægis þess að liðið
sé í góðu formi og hugsi um andlega
og líkamlega heilsu.
„Þú ert ekki bara að fjárfesta í
einhverju liði eða fyrirtæki sem ger-
ir vel í einum leik heldur er þetta
fyrirtæki sem er búið að finna
ákveðna formúlu til þess að ná ár-
angri í mörgum leikjum.“
Að sögn Ólafs grundvallast tekju-
módel Astralis á auglýsingum og
kostunum en að hans sögn eru
tekjur á hvern aðdáanda mjög lágar
í rafíþróttum í samanburði við aðrar
íþróttir og þar liggur vaxtar-
tækifæri.
„Sala á varningi hefur líka verið
stór tekjupóstur. Flest rafíþróttalið
sem komast hvað næst því að skila
hagnaði eru öll með töluverðar
tekjur sem koma frá sölu á varningi.
Tekjumöguleikar fyrir rafíþróttalið
munu aukast mjög á næstu árum og
við munum sjá mikla aukningu í öll-
um leyfishafamálum líka. Í dag eru
allar útsendingar fríar á meðan allir
borga áskrift að enska boltanum.
Fyrir tveimur árum var reiknað út
að tekjur á hvern aðdáanda væru
tólf sinnum hærri í amerískum fót-
bolta en í rafíþróttum. Þar var litið
til sölu á varningi, miða á leiki og út-
sendingar. Og jafnvel þó að það yrði
ekki einn nýr aðdáandi í heiminum
gæti þessi iðnaður vaxið tífalt áður
en þetta fer að verða fjárhagslega
íþyngjandi fyrir fólk miðað við aðrar
íþróttir. Vaxtartækifærin eru því
vissulega mörg,“ segir Ólafur
Hrafn.
Á Íslandi hefur rafíþróttaliðum
fjölgað mjög að undanförnu. En er
hugsanlegt að Íslendingar geti náð
jafn langt og Danirnir í Astralis?
„Ef við náum að halda dampi á Ís-
landi og framþróunin verður á sama
hraða og síðustu ár verðum við búin
að koma okkar í fremstu röð í raf-
íþróttum innan skamms. Við erum
að nálgast Dani sem hafa verið í
þessu í 10-15 ár. Ef þetta heldur
áfram svona næstu 4-5 árin trúi ég
ekki öðru en að við munum eiga Ís-
lendinga í fremstu röð í öllum helstu
leikjum og sennilega íslensk félög
sem hefðu jafnvel tækifæri til þess
að skrá sig á markað. Það er alla-
vega þangað sem við ættum að
stefna. Það háir okkur kannski ekki
eins mikið að vera á eyju í Atlants-
hafinu á internetinu og það getur
gert þegar kemur að hefðbundnum
íþróttum.“
Fyrsta raf-
íþróttaliðið
skráð á markað
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Danska rafíþróttafélagið
Astralis var fyrst slíkra félaga
skráð á markað í síðustu
viku. Markaðsvirðið nemur
6,3 milljörðum króna.
Counter-Strike lið Astralis er flaggskip fyrirtækisins og er efst á styrkleikalista HLTV-fréttasíðunnar.
Ólafur Hrafn
Steinarsson