Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Eftir að hafa komið víða við í fag-
inu og starfað við stefnumörkun
samtakanna í Brussel undanfarin
þrjú ár hefur Reynir Sigurðsson
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Borealis Alliance með aðsetur í
Reykjavík. Borealis Alliance eru
samtök níu flugleiðsöguveitenda í
N-Evrópu og er Isavia þeirra á
meðal. Krefjandi verkefni eru
fram undan.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Helstu árskoranir flug-
leiðsöguveitenda er að gerðar eru
miklar kröfur til afkastagetu og
hagkvæmni. Mikil pressa er frá
flugfélögum, almenningi og fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins og jafnvel kröfur um samein-
ingu. Í stað þess að hvert
fyrirtæki vinni að þessum mark-
miðum í sínu horni er ákveðin
hagkvæmni í því að vinna saman.
Það getur hins vegar verið áskor-
un í sjálfu sér að fá fyrirtækin til
að sjá þá lausn og koma sér sam-
an um aðferð eða leiðir til þess.
Helsta áskorunin fyrir Borealis
Alliance er að reyna að sjá fyrir
hvernig umhverfið muni breytast
á næstu fimm til fimmtán árum,
gera ráðstafanir, hrinda verk-
efnum í gang og jafnvel leiða þá
breytingu.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Rowan Atkinson, því við erum
nafnar; Rowan þýðir Reynir, og
hann er rafmagnsverkfræðingur
að uppruna eins og ég.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég reyni það og spila enn
körfubolta með félögum í Old-
Boys í Ármanni. Undanfarin þrjú
ár hef ég verið starfandi í Brussel
og komst þar í hóp félaga frá
Grikklandi sem spila körfubolta.
Það verður hins vegar að segjast
eins og er að í umhverfi eins og
Brussel getur verið ansi erfitt að
hugsa vel um líkamann. Það er
mikið um að farið sé út að borða
og að skyndibiti sé á boðstólum í
hádeginu. Ég segi það stundum að
í Brussel þá eru kvöldverðir og
kokteilboð atvinnutengd hætta
sem getur valdið heilsutjóni. Þetta
SVIPMYND Reynir Sigurðsson framkvæmdastjóri Borealis Alliance
Varasöm kokteilboðin í Brussel
NÁM: Háskóli Íslands, B.Sc í rafmagnsverkfræði, 1988; Danmarks
Tekniske Höjskole, M.Sc. í rafmagnsverkfræði, 1990; Endur-
menntun Háskóla Íslands, viðskipta- og rekstrarnám, 2000; Vlerick
Business School, stjórnendaþjálfun „Transformation to Lead-
ership“, 2018.
STÖRF: RARIK, verkfræðingur, 1988-1988; Póstur og sími, verk-
fræðingur 1990-1991; Flugmálastjórn Íslands, verkefnastjóri, 1991-
1999; Kögun hf., verkefnastjóri og ráðgjafi, 2000-001; Integra Con-
sult A/S, ráðgjafi í flugmálum, 2001-2006; Gagnaveita Reykjavíkur,
verkefnastjóri, 2006-2008; Flugmálastjórn Íslands, framkvæmda-
stjóri flugleiðsögu- og flugvallasviðs, 2008-013; Samgöngustofa,
framkvæmdastjóri mannvirkja- og leiðsögusviðs, 2013-2016; Bo-
realis Alliance, framkvæmdastjóri stefnumörkunar og regluverks,
2017-2019 og framkvæmdastjóri frá 2019.
ÁHUGAMÁL: Leiklist, körfubolti og golf.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Þórrúnu Sigríði Þorsteinsdóttur
kennara og eigum við börnin Þórdísi, Helgu Maríu og Reyni Tómas.
HIN HLIÐIN
ÁHUGAMÁLIÐ
ViðskiptaMogginn hefur fylgst vand-
lega með uppátækjum Bentley á 100
ára afmæli lúxusbílaframleiðandans.
Þannig fjallaði blaðið um forláta
Bentley-golfkylfusett sem kom á
markað fyrr á árinu, og var vitaskuld
bæði rándýrt og í takmörkuðu upp-
lagi.
Nú voru að bætast við Bentley-
skíði, smíðuð af bandaríska fyrir-
tækinu Bomber. Settið kostar 3.750
dali sem er gjafverð miðað við golf-
kylfurnar sem mátti eignast fyrir
fjórfalt hærri upphæð. Aðeins verða
smíðuð 100 eintök, og vitaskuld eru
þau skreytt að utan með 24 karata
gullhúð. Mynstrið og lögunin sækja
innblástur til hugmyndabílsins EXP
100 GT.
Skíðin eru ekki bara til þess gerð að
hanga uppi á vegg til skrauts, heldur
hafa þau verið smíðuð úr bestu fáan-
legu efnum og hönnuð þannig að upp-
lifun sé að renna sér á þeim. ai@mbl.is
Brunað niður
brekkurnar
á Bentley
FARARTÆKIÐ
Greinilegt er að miklir áhugamenn
um Star Wars vinna hjá hönnunar-
deild Porsche. Í tilefni þess að nýj-
asta Star Wars-kvikmyndin er á leið
í sýningar hönnuðu þeir nýja orr-
ustuvél í anda ævintýraheimsins
sem George Lucas skapaði. Allt var
það gert í góðu samstarfi við hönn-
unarteymi Lucasfilm og útkoman er
orrustuvélin S-91 Pegasus Star-
fighter.
Ef að er gáð má sjá eitt og annað í
hönnuninni sem minnir á Porsche
911-sportbílinn, s.s. kúpt flugmanns-
rýmið og afturljósin. Framljósin eru
síðan fengin að láni frá Taycan-
rafbílnum. Flugmaðurinn situr fyrir
miðju, fremst í vélinni, en fyrir aftan
hann eru sæti fyrir tvo farþega.
S-91 Pegasus kemur ekki við sögu
í nýju Star Wars-myndinni, en það
er aldrei að vita nema að í seinni
kvikmyndum og þáttum muni ein-
hver hetjan eða skúrkurinn úr fjar-
lægri stjörnuþoku sjást þjóta yfir
skjáinn á þessu farartæki. ai@mbl.is
Mátturinn er
með Porsche
stendur hins vegar allt til bóta.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri
gráðu?
Ef ég ætti að bæta við mig
gráðu myndi ég taka áhættu-
stjórnun. Ég hef verið verk-
efnastjóri í mörg ár og séð það
að of oft er áherslan á að fram-
kvæma verkefnin skv. áætlun og
hafa stjórn á kostnaði. En öll
verkefni eru breytingum háð,
umhverfið breytist og oft á tíð-
um er hægt að sjá þetta fyrir
með einfaldri greiningu. Þannig
ætti hugsanlega fókusinn ekki
að vera bara á hvað við erum að
gera heldur hvað gæti farið úr-
skeiðis og hvaða ráðstafanir við
ætlum að gera til að koma í veg
fyrir að það gerist.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Mér líður best í faðmi fjöl-
skyldunnar og vil helst hafa alla
í kringum mig, sérstaklega ef ég
hef verið mikið fjarverandi. Þá
er stundum gott að vera saman
og gera ekki neitt.
Reynir segir þrýst
á flugleiðsöguveit-
endur að hagræða
í rekstrinum.