Morgunblaðið - 18.12.2019, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 11SJÁVARÚTVEGUR
Hjá Fiskbúð Fúsa í Skipholti 70 er desember
töluvert frábrugðinn öðrum mánuðum ársins.
„Í venjulegum mánuði gengur salan best
fyrstu tvær vikurnar en hægir svo á seinni
helming mánaðarins. Í desember er þessu öf-
ugt farið; mánuðurinn byrjar rólega en salan
eykst svo jafnt og þétt allt fram á síðustu
viku,“ segir Sigfús Sigurðsson fisksali og
handboltakempa með meiru.
Hefðbundnu fisktegundirnar seljast ágæt-
lega í mánuðinum en áberandi aukning er í
tegundum eins og laxi og bleikju og margir
sem vilja elda risarækju og humar í kringum
jól og áramót. „Skatan og saltfiskurinn eru
ráðandi í aðdraganda Þorláksmessu, en fólk
kaupir gjarnan saltfiskinn með skötunni þegar
halda skal matarboð handa þeim sem hafa tak-
markaða lyst á kæstum fiski,“ útskýrir Sigfús.
„Þá eru margir sem kaupa lax og bleikju til að
grafa eða reykja fyrir jólaveislurnar og fer
ekki mill mála að mörgum þykir mjög gott að
borða hollan og fljótlegan fiskrétt til að bæði
spara sér tíma við matseldina í jólaösinni og
auka hollustuna í mataræðinu til mótvægis við
allt reykta og saltaða kjötið sem fylgir þessum
árstíma.“
Ætlaði ekki að hafa langa viðdvöl
Sigfús eignaðist fiskbúðina í Skipholti fyrir
rétt rúmu ári og hafði þá starfað sem fisksali
frá 2013. „Haustið það ár var ég að leita mér að
vinnu í kjölfar ýmissa persónulegra erfiðleika
og uppákoma og gekk leitin illa. Ég var þó svo
heppinn að vera boðið starf hjá Fiskikóng-
inum, en ætlaði mér ekki að hafa langa viðdvöl
í þessum bransa. Fljótlega fann ég samt hvað
starfið átti vel við mig og ánægjulegt að verja
deginum bak við afgreiðsluborðið, spjalla við
viðskiptavinina og vera innan um fiskinn.“
Fjórum árum síðar skipti Sigfús um vinnu-
stað, en hafði stutta viðdvöl á nýja staðnum og
fór að leiða hugann að því að hefja eigin rekst-
ur. Vildi svo heppilega til að fiskbúðin í Skip-
holti var þá boðin til sölu og keypti Sigfús
reksturinn í félagi við systur sína og mág.
Fiskbúðin Hafrún var á sama stað frá miðjum
7. áratugnum allt fram til ársins 2006 en þá hóf
Fiskisaga rekstur í sama rými í nokkur ár og
frá 2015 var þar Hafið fiskverslun. „Við þreif-
uðum fyrir okkur, og að loknum samninga-
viðræðum var gengið frá kaupunum þann 9.
nóvember í fyrra.“
Sigfús sér um daglegan rekstur búðarinnar
en lætur systur sína halda utan um fjárhags-
hliðina. Hér um bil hálfa vikuna nýtur hann að-
stoðar fyrrverandi múrara á sjötugsaldri og
eru starfsmennirnir þar með upp taldir. Fisk-
inn fær Sigfús afhentan flakaðan og fínan og
segir hann að þrátt fyrir hærra kílóverð hafi
útreikningar leitt í ljós að það væri ekki hag-
kvæmara að ætla að flaka og snyrta fiskinn
innanhúss. „Með þessu móti fæ ég alltaf þá
vöru sem mig vantar, sama hvað, og þarf ekki
að halda utan um viðbótarstarfsfólk með öllum
þeim ófyrirsjáanlegu uppákomum sem því
fylgja,“ segir Sigfús og bætir við að fyrir vikið
þurfi hann ekki heldur að byrja vinnudaginn
fyrir allar aldir með ferð á fiskmarkaðinn.
Hver fiskbúð hefur sínar áherslur og lýsir
Sigfús sinni verslun sem fiskbúð af gamla skól-
anum með smá úrvali af fiskréttum. „Ég reyni
að vera með þetta hefðbundna, s.s. saltfisk,
siginn fisk, gellur, nætursaltað, kinnar og
reykta ýsu, og vitaskuld þorskinn, lax bæði
þverskorinn og í flökum, og bleikjuflök. Til við-
bótar við þetta eru á bilinu fjórir til sex fisk-
réttir í borðinu.“
Framboðið mest í byrjun vikunnar
Meðal þess sem fisksali þarf að gæta vel að
er að ekkert fari til spillis og þarf Sigfús að
vanda sig við að spá fyrir um óskir neytenda
og finna jafnvægi á milli þess að hafa gott
framboð en þó ekki svo mikið að hluti fisksins í
kæliborðinu seljist ekki. „Ég hef opið á virkum
dögum og fæ sendingar af ferskum fiski mánu-
daga, þriðjudaga og miðvikudaga. Svo reyni ég
að kúpla innkaupin niður og getur gerst að
sumar fisktegundir vanti á fimmtudögum og
föstudögum. Ýsuna, þorskinn, laxinn og bleikj-
una vantar aldrei og það sem er í boði á föstu-
dögum reyni ég vitaskuld að hafa sem fersk-
ast. Það litla sem eftir er við lokun á
föstudagskvöldum er ísað fram á mánudag, en
ef ég sé fram á að fiskurinn verði þá kominn á
tíma nota ég hann frekar í bollur eða plokkfisk
sem geymist betur. Með þessu móti fer nánast
ekkert í ruslið,“ útskýrir Sigfús og bætir við að
viðskiptavinirnir hafi fullan skilning á því að
ekki sé hægt að hafa allar fisktegundir í boði
alla daga.
Ekki er annað að heyra á Sigfúsi en að
reksturinn gangi vel og liggur honum ekkert á
að kveðja hvítu gúmmísvuntuna. Hann segir
að því að reka eigin fiskbúð fylgi í senn frelsi
og ófrelsi: „Maður er mikið bundinn við vinn-
una og þarf að vera á staðnum á meðan verið
er að byggja reksturinn upp, en á móti kemur
að ég er að byggja upp fyrir mig og mína en
ekki fyrir aðra. Þá er aldrei leiðinlegt í búðinni
og eftir að hafa verið hér í ár er ég farinn að
þekkja marga viðskiptavinina ágætlega og
gaman að ræða við þá um daginn og veginn á
meðan ég pakka inn fiskinum. Ég er líka viss
um að þeim finnst það mun skemmtilegra en
að fara í stórmarkað og skanna þar fiskpakkn-
ingar á sjálfsafgreiðslukassa.“
Fann fljótt að starfið átti vel við hann
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Eftir að hafa lagt handboltann á
hilluna fann Sigfús Sigurðsson sér
góðan stað á bak við fiskborðið.
Gæta þarf að jafnvæginu á milli
þess að hafa gott framboð af
ferskum fiski en láta samt lítið
sem ekkert fara til spillis.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigfús segir að smekkur yngstu og elstu viðskiptavinanna á fiski sé ekki eins ólíkur í dag og
hann var fyrir aðeins nokkrum árum. Unga fólkið er orðið áhugasamt um að prófa t.d. gellur og
reyktan fisk, en þeir sem eldri eru eru líka til í að smakka fiskinn sem unga fólkið er að kaupa.
Afurðaverð á markaði
17. des. 2019, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 515,74
Þorskur, slægður 407,13
Ýsa, óslægð 356,29
Ýsa, slægð 348,72
Ufsi, óslægður 140,00
Ufsi, slægður 182,05
Gullkarfi 268,63
Blálanga, slægð 170,99
Langa, óslægð 169,83
Langa, slægð 214,03
Keila, óslægð 116,64
Keila, slægð 130,13
Steinbítur, óslægður 429,00
Steinbítur, slægður 489,70
Skötuselur, slægður 421,07
Grálúða, slægð 479,00
Skarkoli, slægður 393,89
Þykkvalúra, slægð 1.067,80
Bleikja, flök 1.600,00
Gellur 461,08
Hlýri, slægður 548,00
Lúða, slægð 571,08
Lýr, óslægður 43,00
Lýsa, slægð 82,22
Náskata, slægð 10,00
Rauðmagi, óslægður 11,00
Skata, slægð 29,35
Stórkjafta, slægð 84,00
Tindaskata, óslægð 6,00
Undirmálsýsa, óslægð 231,00
Undirmálsýsa, slægð 205,56
Undirmálsþorskur, óslægður 264,00
Undirmálsþorskur, slægður 251,30
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Jólaföndur
ÞRÍVÍDDARPÚSL
FYRIR ALLA UM JÓLIN
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið
virka
daga
frá 9-
18
lau fr
á 10-1
6
VERÐ FRÁ 780 KR.
Vefverslu
n
brynja.is