Morgunblaðið - 18.12.2019, Qupperneq 8
„Ef það hægir mjög á hagkerfinu, og ég
óttast persónulega að áhættan sé frekar
niður á við með versnandi efnahagshorfum
en hitt, þá á ríkið að bregðast við með því að
setja kraft í innviðafjárfestingu.“
Hagkerfið tekur miklum breytingum
Þótt nýr seðlabankastjóri telji hagkerfið hafa
staðist áskoranir ársins 2019 segir hann ljóst að
við séum ekki komin fyrir vind. Þannig sé það
ekki aðeins hagsveiflan sem hafi áhrif á efna-
hagslífið. Stærri breytingar séu óhjákvæmi-
legar á uppbyggingu hagkerfisins og að þær séu
nú þegar teknar að koma fram.
„Ég tala í raun um tvenns konar strúktúr-
vanda í kerfinu sem ég tel að við þurfum að hafa
augun á þegar nýtt ár gengur í garð. Í fyrsta
lagi held ég að ferðaþjónustan geti ekki haldið
áfram að leiða hagvöxtinn líkt og verið hefur
síðustu sjö ár. Það gengur ekki til lengdar að
fjölga ferðamönnum um nokkur hundruð þús-
und milli ára og að það kalli á að flytja þurfi þús-
undir erlendra ríkisborgara til landsins til þess
að þjónusta þá. Það er hvorki eftirsóknarvert né
höfum við innviði til þess. Við þurfum að miða
meira við vöxt á grundvelli menntunar og mann-
auðs.
Í öðru lagi erum við að sjá miklar breytingar í
fjármálakerfinu. Vægi bankanna hefur minnkað
verulega og mun halda áfram að gera það. Þeir
eru núna háðir innlánafjármögnun. Innlánin eru
hins vegar að minnka sem hlutfall af landsfram-
anna sem síðan taka fjármagnið til ávöxtunar.
Lífeyrissjóðirnir ráðstafa þessum fjármunum
með allt öðrum hætti en einstaklingarnir myndu
sjálfir gera ef þeir færu með sinn sparnað. Við
myndum alltaf spara í gegnum bankakerfið,
leggja fjármagnið inn á reikninga eða kaupa
hlutabréf þar sem bankar hefðu milligöngu. Líf-
eyrissjóðirnir gera þetta sjálfir og nota ekki
bankana sem millilið. Þetta veldur því að Ísland
sem var mjög bankamiðað kerfi er það ekki
lengur,“ segir Ásgeir og segir að afleiðing sömu
þróunar sé að innlendir markaðir séu að þorna
upp.
„Hlutabréfa- og skuldabréfamarkaðirnir eru
miklu minni en þeir voru og reyndar gjaldeyris-
markaðurinn einnig. Þetta eru hliðarverkanir af
því að fjárfestum hefur mjög fækkað á Íslandi
og nokkrir stórir lífeyrissjóðir bera höfuð og
herðar yfir fjármálakerfið.“
Harkaleg gagnrýni á vaxtaákvörðun
Í liðinni viku kynnti Seðlabankinn að hann
hygðist halda stýrivöxtum óbreyttum fram á
nýtt ár. Markaðurinn brást harkalega við frétt-
inni og greinilegt að margir vonuðust til þess að
bankinn tæki vextina niður fyrir 3% fyrir árs-
lok. Samtök atvinnulífsins gengu svo langt að
Hann tekur sjálfur á móti blaðamanni í anddyri
bankans. Formlegheit sem löngum hafa ein-
kennt samskipti við stofnunina eru fokin út í
veður og vind. Þau gerðu það ekki í vonskuveðri
liðinnar viku. Sennilegra er að Ásgeir Jónsson
sem fæddist 1970 sé farinn að setja mark sitt á
bankann að þessu leyti eins og ýmsu öðru.
Eftir almennt spjall um landsins gagn og
nauðsynjar setjum við okkur í stellingar enda
margt sem er nauðsynlegt að bera undir nýjan
bankastjóra. En fyrst er rétt að spyrja hvernig
staða hagkerfisins horfir við honum nú, þegar
hann er horfinn úr starfi fræðimannsins við Há-
skóla Íslands og orðinn æðsti maður peninga-
mála í landinu.
„Nú hefur tekið að hægja á efnahags-
umsvifum. Það hlaut að gerast á einhverjum
tímapunkti, enda gengur hagsveiflan upp og
niður. Ferðaþjónustan hefur leitt vöxtinn síð-
ustu sjö ár en hefur verið að gefa eftir. Sú þróun
hófst raunar áður en WOW varð gjaldþrota og
Max-vélar Icelandair voru kyrrsettar. En
hækkun gengis krónunnar og launa hefur gert
Ísland að dýrum áfangastað sem var farinn að
hafa hamlandi áhrif á fjölgun ferðafólks –
nokkru áður en flugfélög landsins lentu í
hremmingum.
Hins vegar hefur okkur tekist að vinna betur
úr þessum breyttu aðstæðum en margir bjugg-
ust við. Meðaleyðsla hvers ferðamanns hefur
aukist mikið. Þótt ferðamennirnir séu færri þá
skila þeir hver og einn meiri tekjum inn í landið.
Auk þess hefur gengið ágætlega í sjávarútveg-
inum þegar litið er til afurðaverðs.
Á sama tíma höfum við fengið heilbrigða að-
lögun í efnahagslífinu. Innflutningur hefur
dregist saman og það leiðir til þess að við sjáum
enn afgang af vöruskiptum við útlönd. Það
skiptir miklu í þeirri viðleitni að halda jafnvægi
á gjaldeyrismarkaði.“
Bendir hann á að krónan hafi sýnt styrkleika
sinn þegar veðrabrigði urðu í hagkerfinu.
„Seðlabankinn er núna með 800 milljarða
gjaldeyrisforða. Það hefur skotið nýrri tiltrú
undir krónuna. Við sáum það síðastliðinn vetur
þegar kjarasamningar voru opnir og vandræði
WOW komu upp að krónan gaf lítið eftir. Botn-
inn hvarf ekki undan gjaldmiðlinum eins og oft
hefur gerst hérlendis. En það er margreynt lög-
mál að þegar tiltrú hverfur á gjaldmiðlum þá
reyna allir að hlaupa burt með peningana sína.
Það hefur ekki gerst.“
Ásgeir segir einnig að það hafi stuðlað að
vörslu stöðugleikans að samningar hafi tekist á
almennum vinnumarkaði án þess að hleypa af
stað hjaðningavígum og höfrungahlaupi.
„Þetta voru hóflegar hækkanir og þær hafa í
raun lagt sitt af mörkum við að viðhalda stöðug-
leika. Nú sjáum við hilla undir fyrstu niður-
sveifluna frá seinna stríði sem mun ekki koma
niður á kaupmætti almennings. Það stafar af því
að við höfum náð tökum á verðbólgunni sem lét
aðeins á sér kræla eftir samþykkt samninganna
og hóflega gengislækkun. Krónurnar í launa-
umslögum hafa haldið verðmæti sínu. Það
hvernig til tókst í þessu tilliti gerir okkur núna
kleift að lækka vexti til að örva hagkerfið og
skapa ný störf.“
Bankinn mun lækka vex
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Á föstudag verða fjórir mánuðir
liðnir frá því að Ásgeir Jónsson tók
við lyklavöldum í Svörtuloftum. Frá
þeim tíma hefur peningastefnu-
nefnd Seðlabankans þrívegis
lækkað vexti. Þeir eru nú í sögu-
legu lágmarki en stórar áskoranir
bíða nýja bankastjórans. Hagkerfið
stendur á krossgötum og Seðla-
bankinn mun gegna lykilhlutverki í
að leiða íslenskt samfélag upp úr
niðursveiflu sem nýlega hefur tekið
við af sjö ára uppgangi.
”
Tími til að lækka skatta er í
niðursveiflu en Seðlabank-
inn hefur ekki skoðun á því
hvaða farveg ríkisfjármála-
stefnan velur sér.
leiðslu. Það sést af því að peningamagn í umferð
var um 100% af landsframleiðslu fyrir 10 árum
en er nú komið í rúmlega 60%. Bankakerfið
hlýtur því að minnka samhliða. Jafnframt liggur
fyrir að bankarnir hafa ekki í öllum tilfellum
verðlagt útlánaáhættu í samhengi við þær eig-
infjárkvaðir sem á þá eru lagðar. það kemur
fram í endurverðlagningu á áhættu og í
ákveðnum tilvikum eru þeir meðvitað að minnka
útlánasöfnin hjá sér.“
Segir Ásgeir að hin breytta staða bankakerf-
isins komi að auki fram í því sem hann kallar
styrkleikaskipti. Nú hafi lífeyrissjóðirnir mun
meira vægi en áður og séu í raun orðnir ráðandi
aðili á markaðnum.
„Lífeyrissjóðirnir eru að verða yfirgnæfandi á
markaðnum. Venjulegur einstaklingur borgar
15 til 20 prósent af launum sínum til lífeyrissjóð-
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019VIÐTAL