Morgunblaðið - 18.12.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019VIÐTAL
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
eiginfjárkröfur til bankanna og
mun það gera verkefni stjórnenda
þeirra enn vandasamara. Mætti
endurskoða þessa nálgun, ekki síst
nú þegar starfsemi Fjármálaeft-
irlitsins færist undir hatt Seðla-
bankans innan skamms?
„Það eru tvær nefndir sem koma
að þessum ákvörðunum. Það er
annars vegar peningastefnunefndin
og hjá henni er markmiðið skýrt,
þ.e. að örva hagkerfið. Hins vegar
er það kerfisáhættunefnd, sem
reyndar er verið að leggja af, og
hún hugar að kerfisáhættu og
fjármálastöðugleika. Hún telur að
við núverandi aðstæður sé rétt að
halda fast við þá ákvörðun sem tek-
in var fyrir ári að hækka eiginfjár-
aukann.“
Í reiptogi við sjálfan sig
Ertu sammála því mati við þess-
ar aðstæður þar sem Seðlabankinn
stefnir í að verða í reiptogi við sjálf-
an sig?
„Það fer eftir því við hvað er mið-
að. Frá fjármálastöðugleikasjónar-
miði skiptir máli að bankarnir hafi
nægilegt eigið fé til þess að geta
brugðist við útlánatöpum. Það sjón-
armið getur vel átt við þó peninga-
pólitíkin miði að því að örva hag-
kerfið. Ég vil einnig nefna að
eiginfjárkvaðir bankanna eru að
fara að lækka á næsta ári vegna
nýrra reglna frá Evrópu er varða
afslátt til lítilla og meðalstórra
fyrirtækja.“
En eiginfjárkröfurnar eru ein
ástæðan fyrir því að menn eru að
minnka lánabækur hjá sér, þeir ná
ekki ávöxtun á þetta mikla eigið fé
og vaxtalækkunin gerir það jafnvel
enn erfiðara. Útlánamarkaðurinn
minnkar. Þarf þá ekki að gera
drastískar breytingar á eiginfjár-
kröfunum?
„Ekki núna. Að einhverju leyti
tosast þetta á en verkefnin sem ver-
ið er að fást við eru ólík. Peninga-
stefnan miðar að því að örva hag-
kerfið, hitt snýst um að bankarnir
séu vel fjármagnaðir þegar við
komum að niðursveiflunni og að ör-
yggi þeirra sé tryggt. Þetta kann að
vega gegn peningastefnunni en við
verðum að finna rétt jafnvægi þarna
á milli.“
Aukin áhersla á
fjármálastöðugleika
Nú vinnur Seðlabankinn eftir
verðbólgumarkmiði. Kann að vera
að ofuráhersla hafi verið lögð á fjár-
málastöðugleikann í kerfinu undan-
farin ár?
„Það er góð spurning. Í lögunum
um Seðlabankann frá 2001 var ekki
minnst á fjármálastöðugleika. Svo
var ekki einn aðili sem bar ábyrgð á
honum. Það var vandinn, bankinn
hafði ekki raunverulegt umboð til
þess að gera neitt jafnvel þótt hann
hafi varað við þróun mála á sínum
tíma. Fjármálastöðugleikinn hefur
verið tekinn mun alvarlegar eftir
hrunið. Og með sameiningu Fjár-
málaeftirlitsins og Seðlabankans
verður einn aðili í ábyrgð fyrir fjár-
málastöðugleika. Þá leiðir það óhjá-
kvæmilega til meiri samhæfingar
milli þjóðhagsvarúðar og peninga-
stefnunnar. Hér áður var peninga-
stefnan framkvæmd á kostnað fjár-
málastöðugleika, sem hinn mikli
vaxtamunur við útlönd vitnar um á
árunum á eftir hrun.“
Má skilja aukna áherslu á fjár-
málastöðugleikann þannig að Seðla-
bankinn muni gera hvað sem er til
þess að halda bankastofnunum á
lífi, jafnvel þegar í óefni er komið?
„Nú er verið að setja í fastar
skorður með lagasetningu svokallað
skilavald Seðlabankans. Það gefur
bankanum skýrar heimildir til að
grípa inn í starfsemi bankanna. Það
er alveg klárt að við munum beita
þeim heimildum ef þörf krefur.
Helsta vandamálið fyrir hrun voru
eigendur þeirra, hin skuldsettu
eignarhaldsfélög sem fengu lánað
fé hjá bönkunum. Þau mistök verða
aldrei gerð aftur að leyfa slíku
ástandi að magnast upp. En ef ríkið
selur bankana, sem er æskilegt
enda óheppilegt að ríkið sé með alla
þessa fjármuni bundna í banka-
stofnunum, þá munum við ekki
sýna neina linkind. Það er lærdóm-
ur sem við höfum dregið, að miklu
fyrr yrði gripið inn í en reyndin var
áður.“
Í þessu sambandi rifjar Ásgeir
upp að hann var aðalhagfræðingur
Kaupþings á sínum tíma. Hefur það
raunar verið dregið upp í um-
ræðunni í kjölfar skipunar hans í
stól seðlabankastjóra.
„Ég var 33 ára þegar þegar ég
var skipaður aðalhagfræðingur
Kaupþings. Það var mikill skóli. Sú
reynsla herðir mig í þeirri afstöðu
að nýr sameinaður Seðlabanki beiti
afli sínu, sé þess þörf. Við leyfum
ekki ójafnvægi að byggjast upp í
kerfinu aftur. Nú erum við komin
með öll tækin í Seðlabankann til
þess að standa þessa vakt með við-
hlítandi hætti. Ég vil þó ítreka að
bankarnir hafa staðið sig vel síð-
ustu árum. Þeir hafa mikið eigið fé
og skuldsetning einstaklinga og fyr-
irtækja hefur verið nokkuð stöðug
sem hlutfall af landsframleiðslu.
Nýgerðir kjarasamningar, beiting
ríkisfjármálastefnunnar og almenn-
ur verðstöðugleiki munu styðja við
aukinn kaupmátt í landinu og það
mun aftur styðja við efnahags-
umsvifin. Því held ég að það sé ekki
mikil hætta á útlánatöpum vegna
heimilanna. Væntanlega þurfa
bankarnir að afskrifa eitthvað
vegna samdráttar í ákveðnum at-
vinnugeirum en það er ekkert sem
bendir til þess að það verði veru-
legt.“
Fagnar auknum slaka í
ríkisfjármálum
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar
hafa boðað talsverða útgjaldaaukn-
ingu á komandi misserum og Alþingi
hefur lagt blessun sína yfir þau
áform. Ásgeir fagnar þeim áformum
og telur þau síst til marks um að
stjórnvöld séu að missa tökin á stöð-
unni í hagkerfinu.
„Það sem hefur batnað mikið á Ís-
landi er samhæfing ríkisfjármála og
peningamála. Seðlabankinn var á ár-
um áður sífellt að hækka vexti til að
halda aftur af verðbólgu en á sama
tíma jók ríkissjóður útgjöld sín, jafn-
vel þegar engin þörf var á. Það kynti
undir verðbólgunni sem bankinn var
að reyna að halda aftur af. Við fögn-
um því hins vegar núna þegar meiri
slaki kemur á ríkisfjármálin þegar
hægir á hagkerfinu. Slaki í stefnunni
felur ekki í sér að allt verði keyrt um
koll en það þarf vissulega að fara
varlega og þess vegna höfum við
hægt á vaxtalækkunarferlinu.“
Ásgeir segir að aukin áhersla á
innviðauppbyggingu þjóni sem mik-
ilvæg innspýting í kólnandi hagkerfi
en að áhersla á hana hafi fleiri já-
kvæðar afleiðingar í för með sér.
„Innviðina þurfum við til að
tryggja þjóðhagslega hagkvæmni.
Ég held að það hafi verið mistök að
ráðast ekki í miklar framkvæmdir af
þessu tagi strax eftir hrunið. Ef það
hægir mjög á hagkerfinu, og ég ótt-
ast persónulega að áhættan sé frek-
ar niður á við með versnandi efna-
hagshorfum en hitt, þá á ríkið að
bregðast við með því að setja kraft í
innviðafjárfestingu. Samhliða því
getum við í Seðlabankanum létt und-
ir með vaxtalækkunum.“
Skatta á að lækka í niðursveiflu
En eru skattalækkanir ekki góð
leið til þess að örva hagkerfið og
gefa fyrirtækjum og einstaklingum
frekar tækifæri til að keyra hjól
efnahagslífsins í gang að nýju frem-
ur en að fela opinberum aðilum það
verkefni sí og æ?
„Tími til að lækka skatta er í
niðursveiflu en Seðlabankinn hefur
ekki skoðun á því hvaða farveg rík-
isfjármálastefnan velur sér. Íslend-
ingar hafa alltaf haft skilning á mik-
ilvægi ríkisins og við höfum alltaf
skilið að ekki er hægt að reka rík-
issjóð með óvarlegum hætti. Við höf-
um því alltaf rekið ríkissjóð með
skynsamlegum hætti þegar kemur
að skuldsetningunni. En sögulega
séð hefur skort á skilning á því
hvernig ríkisfjármálin geta unnið
gegn neikvæðri þróun í hagkerfinu
og ýtt undir jákvæða þróun þegar
þörf krefur. En núna virðist vera að
verða breyting þar á.“
Og Ásgeir bendir á að vaxtastigið,
bæði hér heima og erlendis, gefi
einnig ástæðu fyrir ríkið til að ráðast
í umfangsmiklar framkvæmdir á
þessum tímapunkti.
„Aðgengi hins opinbera að fjár-
magni er mjög hagstætt um þessar
mundir og vaxtastigið gerir það að
verkum að við stöndum frammi fyrir
sögulegu tækifæri til að byggja upp
innviði. Það er engu líkara en við
séum að fá eins konar „kreppu-
niðurgreiðslu“ á innviðum þar sem
vextir ytra eru í sögulegu lágmarki.
Og það er það sem núna þarf að
gera. Vegakerfið er t.d. nokkrum
númerum of lítið fyrir okkur, ekki
síst þegar litið er til uppbyggingar
ferðaþjónustunnar. Ef við berum
gæfu til þess að hefja þessa upp-
byggingu núna þá munum við njóta
þess mjög á komandi árum og ára-
tugum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á þeim fjórum mánuðum sem Ásgeir hefur gegnt embætti seðlabankastjóra hefur peningastefnunefnd bankans
ákveðið að lækka stýrivexti þrisvar sinnum. Þeir eru nú í sögulegu lágmarki og ekki útilokað að þeir muni lækka enn.