Morgunblaðið - 13.12.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2019 Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis legt að nota húmorinn til þess að komast í gegnum erfiðar til- finningar sem fylgja drykkju foreldra, meðvirkni og annarri disfunksjón í fjölskyldum. „Já, húmor og umburðarlyndi. Umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér auðvitað og sérstaklega öðru fólki. Og ég er að vinna í því. Reyndar hefur mér gengið vel að vera umburð- arlyndur gagnvart öðrum en er oft minn harðasti gagnrýnandi. Ég reyni að vera góður við mig í dag og veita mér pínu slaka en það tók mig mörg ár að komast á þann stað sem ég er á í dag. Reyndar er ég enn svolítið að vinna í því að hafa húmor fyrir sjálfum mér. Það er svolítið erfitt ef maður vill láta taka sig al- varlega og stutt í húmorsleysið finnst mér stundum. Já, ég er sem sagt strax byrjaður að berja mig niður og viðtalið varla byrjað,“ segir hann og hlær. Þegar fólk les þessar þrjár bækur, Týnd í Paradís, Synda- fallið og Bréf til mömmu, skín í gegn að það getur engin mann- eskja skrifað svona texta nema vinna í sjálfri sér. Þegar ég spyr Mikael út í sína sjálfsvinnu kemur í ljós að hann hefur notað skrifin til þess að sættast við lífið. „Mamma stakk upp á fyrsta þerapistanum mínum fyrir tutt- ugu og fimm árum þegar hún var nýbyrjuð að vinna í sér þrátt fyrir mótmæli öldunga Votta Jehóva sem vildu bara að hún bæði Jehóva um hjálp og væri ekki að þvælast þetta til sálfræð- inga. Ég fór og hitti yndislega konu sem hjálpaði mér mjög að M ín fyrstu kynni af Mikael Torfasyni voru árið 2004 þegar hann var ritstjóri DV og bauð mér vinnu. Þegar ég mætti í atvinnuviðtalið var mér vísað á skrif- stofu ritstjórans, eftir að hafa gengið í gegnum mjög svo þungt loft þar sem hópur karlmanna sat saman í opnu rými með lokaða glugga. Þar sat hann í stól með lappirnar uppi á borði, í hermannaklossum, og veifaði leikfangabyssu. Hann horfði aldrei í augun á mér og ég verð að játa að ég var skíthrædd við hann og líka alla karlana sem sátu þarna í opna rýminu og bakkaði út. Það var í raun ekki fyrr en ég las bókina Týnd í Paradís, sem kom út 2015, að ég skildi hvers vegna Mikael hefði verið eins og hann var. Fjölskylda Mikaels er engin hefðbundin vísitölu- fjölskylda og faðir hans var sannarlega enginn „bonus pater familias“. Sögu og örlögum hjónanna Torfa Geirmundssonar heitins og Huldu Fríðu Berndsen eru gerð góð skil í Týnd í Paradís en tveimur árum síðar kom út bókin Syndafallið, sem fjallar um föður hans og öll hans ævintýri. Nú er hins vegar komið að frú Huldu Fríðu Berndsen og ákvað Mikael að skrifa henni í bókinni Bréf til mömmu, sem er sorgleg, átakanleg og líka dálítið kómísk. Það fyrsta sem mig langar að vita er hvort það sé nauðsyn- finna farveg fyrir reiðina sem ég setti alla í að skrifa mínar bækur og auðvitað síðar í blaðamennskuna. Þannig að þetta eru orðin 25 ár af sjálfsvinnu og af nógu að taka, ég er hvergi nærri hættur,“ segir hann. – Út á hvað gengur þerapían? „Það er nú svo misjafnt. Ég hef náttúrlega verið að sulla í for- tíðinni en svo hef ég líka bara leitað að innri friði. Einu sinni fór ég og var í „silent retreat“ með bandarískum og dönskum búddistum í viku á eynni Fjóni. Það var yndislegt. Elma, konan mín, gaf mér þetta í fertugsafmælisgjöf og ég hugleiddi í tutt- ugu tíma á sólarhring því ég þurfti varla að sofa á meðan á þessu stóð. Þetta var ótrúlegt ævintýr og kenndi mér þetta sem við í dag köllum upp á íslensku núvitund.“ – Hefur þú verið undir handleiðslu sama aðilans eða hefurðu haft marga sem hafa hjálpað þér? „Síðustu tíu eða ellefu ár hef ég verið að tala við hann Pál Þór Jónsson vin minn sem býr á Englandi og er frábær þerapisti. Hann er æðislegur náungi sem hefur hjálpað ótrúlega mörgum á Íslandi, Englandi og svo er ég alltaf að senda til hans fólk héð- an frá Austurríki og Þýskalandi en ég bý í Vín í dag og fljótlega ef fólk kynnist mér fer ég að tala um Palla vin minn í Kent á Englandi.“ „Það er eflaust margt ósagt enn þá“ Elma Stefanía Ágústsdóttir, Guðni Th. Jóhann- esson, Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael skömmu eftir frumsýningu í Burgtheater. Elma er þarna rétt nýstigin af sviðinu. Rithöfundurinn Mikael Torfason var einu sinni reiður ungur maður sem vann verkamannavinnu, hafði allt á hornum sér og átti varla peninga fyrir mat. Í sinni nýjustu bók, Bréf til mömmu, kafar hann ofan í fortíðina og rifjar upp allt það óþægilega sem gerst hefur á milli þeirra og reyndar líka það góða. Þetta óþægilega er bara fyrirferðarmeira. Mikael er hins vegar búinn að uppskera ríkulega og eftir mikla sjálfsvinnu lifir hann draumalífi í Vín ásamt eiginkonu sinni, Elmu Stefaníu Ágústsdóttur, og börnum. Marta María | mm@mbl.is Ljósmynd/Matthias Horn/Burgtheater Mikael Torfason rit- höfundur gerir upp fortíðina í bókinni Bréf til mömmu. Mikael og Ída litla dóttir hans í Vínarborg. VIÐTAL SMARTLAND  SJÁ SÍÐU 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.