Fréttablaðið - 13.12.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 13.12.2002, Síða 2
2 13. desember 2002 FÖSTUDAGUR ERLENT Magnús Þór Hafsteinsson fréttamaður íhugar að fara í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn. Elín Hirst, nýráðinn fréttastjóri sjónvarps, segir að frétta- mennska og pólitík fari ekki saman, „Ég myndi segja að pólitík og frétta- mennska fari ekki saman. Fréttamenn geta hins vegar haft skoðanir. En þeir mega ekki rugla þeim saman við fréttastarfið.“ SPURNING DAGSINS Fara fréttamennska og pólitík ekki saman? Örn Arnarson: Evrópumeistari í fjórða sinn SUND Örn Arnarson varð Evrópu- meistari í 200 metra baksundi í 25 metra laug á Evrópumeistaramót- inu í Riesa í Þýsklandi í gær. Örn synti á tímanum 1.54,00 mínútum, sem er rétt rúmri sekúndu frá Ís- lands- og Norðurlandameti hans. Þetta er í fjórða sinn sem Örn verður Evrópumeistari í greininni á síðustu fimm árum. Fyrstu verð- launin vann hann í Sheffield á Englandi árið 1998, ári seinna vann hann í Lissabon í Portúgal og í Val- encia á Spáni fyrir tveimur árum. Örn gat ekki tekið þátt í mótinu í fyrra vegna meiðsla á öxl. Örn keppir í 50 metra baksundi og 100 metra skriðsundi í dag og í 100 metra baksundi á morgun. Örn vann einnig gull í síðasttöldu grein- inni fyrir tveimur árum. ■ Gjaldþrot Nasco er 577 milljónir Gjaldþrot rækjuveldisins Nasco er um 577 milljónir króna. Skiptum á að ljúka í janúar, tveimur árum eftir að Nasco var lýst gjaldþrota. Skipt- um í dótturfyrirtækinu Nasco Bolungarvík er einnig ólokið. GJALDÞROT Stefnt er að því skiptum í þrotabúi Nasco ehf. í Reykjavík ljúki í janúar. Gjaldþrotið verður um 577 milljónir króna. Samþykktar forgangskröfur upp á 22,4 miljónir króna hafa þegar verið greiddar. Reiknað er með að um það bil 20 millj- ónir til viðbótar verði greiddar upp í almennar kröfur. Lýstar kröfur í þrotabúið námu alls um 780 milljónum króna en samþykkt- ar kröfur 629 millj- ónum. Að sögn annars tveggja skipta- stjóra í þrotabúinu hefur málið verið mjög umfangsmik- ið. Það tengist fjölda annarra fyrir- tækja hérlendis og erlendis sem voru alla vega stödd, flest mjög illa. „Orsakirnar eru að ýmsu leyti skýrðar með því að það varð mikið verðfall á rækju og aflabrestur líka. Rækjuviðskipti hafa verið mjög sveiflukennd í gegnum árin. Þarna kom mikil niðursveifla. Skuldsetn- ingin var það mikil að fyrirtækið gat ekki mætt þessu,“ segir skipta- stjórinn. Stærstu kröfuhafar í þrotabúið eru Byggðastofnun með 145 millj- ónir króna, Eimskip með 75 milljón- ir og Búnaðarbankinn með 64 millj- ónir. Þessir aðilar mega búast við að fá rúm 3% af kröfum sínum greidd. Þess má geta að 103 milljóna kröfu frá Íslandsbanka-FBA var hafnað þar sem um var að ræða skuld dótturfyrirtækisins Nasco Bolungarvíkur ehf. Nasco var með umfangsmikinn rekstur á sviði umboðssölu með fullunna rækju. Fyrirtækið hasl- aði sér einnig völl í ýmissi hliðar- starfsemi, bæði útgerð og vinnslu. Það átti meðal annars hlut í togur- um sem gerðir voru út frá Rúss- landi og Lettlandi á rækju við Ný- fundnaland. Þá átti Nasco allt hlutafé í Nasco Bolungarvík, sem stofnað var 1998. Það var rækjuvinnsla sem tekin var til gjaldþrotaskipta fyrir tveimur árum eins og móður- fyrirtækið í Reykjavík. Áðurnefnd krafa Byggðastofnunar á Nasco ehf. er einmitt vegna ábyrgðar sem fyrirtækið gekkst í fyrir dótt- urfyrirtækið á Vestfjörðum. Skiptum í því búi er einnig ólokið. Einnig má nefna að dótturfyrir- tækin Nasco UK í Bretlandi og Nasco Canada hafa verið úrskurð- uð gjaldþrota. gar@frettabladid.is INNBROT Lögreglunni í Reykjavík bárust sex tilkynningar um inn- brot í gær. Maður var handtekinn í gærmorgun eftir að hann braust inn í heilsuvöruverslun í Vestur- bænum. Vaktmaður sá til þjófsins og kallaði til lögreglu. Þegar hún kom á staðinn hafði þjófurinn sóp- að saman vítamínum og öðrum heilsuvarningi. Hann var fluttur í fangageymslur. Að sögn lögregl- unnar var maðurinn vel búinn tækjum. Hann hafði notað borvél til að losa útidyrahurð verslunar- innar. Brotist var inn í bíl í miðborg- inni og þaðan stolið hljómtækjum. Innbrotstilraun var gerð í fyrir- tæki í Ármúla. Þjófarnir höfðu brotið rúðu en einhver styggð kom í þá og flúðu þeir af vett- vangi. Brotist var inn í fyrirtæki í Fenjunum og stálu þjófarnir nokkur hundruð krónum. Brotist var inn í geymsluskúr í miðborg- inni og þaðan stolið veiðistöngum og ýmsum útilegubúnaði. Einnig var brotist inn í geymslu í Breið- holti í gær og þaðan stolið tölvu. Að sögn lögreglunnar virðist innbrotsfaraldur geisa nú í Reykjavík og er tilkynnt um fimm Slys í Skógarhlíðar- brekku: Lítið meidd- ur eftir veltu SLYS Maður um þrítugt var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi eftir bílveltu í Skógarhlíðabrekku, á Þrengslavegi, um átta leytið í gær- morgun. Maðurinn, sem var einn í bílnum, hugðist aka fram úr annarri bifreið en ók út af með þeim afleiðingum að bíll hans valt. Maðurinn var fluttur á Heilsugæsluna í Þorlákshöfn til rannsóknar en þaðan á slysadeild Landspítalans. Maðurinn er ekki alvarlega slas- aður en tognaði þó. Bíllinn er óöku- fær. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var engin hálka á veginum þegar slysið varð. ■ KARL SIGURBJÖRNSSON Messar í beinni útsendingu að ári. Aðfangadagskvöld: Biskupinn ekki í beinni MESSA Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun ekki flytja jóla- messu sína í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu eins og ráðgert hafði verið. Hafði dagskrárstjórn Sjónvarpsins lagt mikla áherslu á að biskupinn messaði í beinni útsend- ingu á aðfangadagskvöld en vegna ófyrirséðra tæknilegra ástæðna getur ekki orðið af því í ár. Hins vegar er stefnt að því að biskupinn messi á aðfangadagskvöld í beinni útsendingu á næsta ári. Er undir- búningur þess þegar hafin. ■ Vaxtalækkun Seðlabanka: Stýrivextir í 5,8% PENINGASTJÓRN Seðlabankinn lækk- aði vexti um 0,5% í gær. Ástæðan er að nýjar hagtölur benda til þess að verðbólga verði undir viðmiðunarmörkum bank- ans. Seðlabankinn telur stýrivexti komna nálægt því sem telja mætti jafnvægisvexti til lengri tíma. Horfur um hagvöxt hafa lítið breyst hér á landi. Seðlabankar nágrannalandanna hafa verið að lækka vexti í ljósi minnkandi hagvaxtar. Miðað við að núverandi vextir séu nálægt jafn- vægi gætu stóriðjuframkvæmdir kallað á hækkun síðar, verði ekki aðrar breytingar á hagkerfinu. ■ Viðskiptin við útlönd: Loksins stefnir í plús UTANRÍKISVERSLUN Ef fer fram sem horfir verður afgangur af við- skiptum við útlönd á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan árið 1995. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður verði jákvæður um 23 milljarða. Þegar viðskiptin við útlönd eru gerð upp þarf að taka tillit til þáttatekna. Það eru þær tekjur sem Íslendingar hafa erlendis og útlendingar hér, jafnt launa- sem vaxtatekjur. Gert er ráð fyrir að þar halli á Íslendinga. Samt ekki meira en svo að nú stefnir í af- gang af viðskiptum við útlönd. ■ VILJA BJARGA PRESTIGE Hollenska björgunarfyrirtækið Smit Salvage segist geta lyft olíuskipinu Prestige af hafsbotni fyrir 50 milljón evrur. Skipið sökk 19. nóvember úti af Spáni með meira en 60 þúsund tonn af olíu innanborðs. Björgunarfyrir- tækið náði rússneska kafbátnum Kursk upp af hafsbotni fyrir 65 milljón evrur fyrir rúmu ári. SÍMAVARGUR HANDTEKINN Nítján ára Norðmaður var handtekinn í gær fyrir að hafa verið með upp- lognar hryðjuverkahótanir. Hann hafði hringt í að minnsta kosti tíu lögreglustöðvar og þóst vera yfir- maður leyniþjónustu lögreglunnar í Bergen. Ekki komst upp að þetta var gabb eitt fyrr en sprengjuleit- armenn og sérsveitir lögreglunnar voru komin af stað. ÖRN ARNARSON Virðist vera að ná sínu fyrra formi eftir að hafa átt við meiðsli að stríða á öxl. REYKJAVÍK Lögreglan segir innbrotafaraldur geisa um þessar mundir. EINN TOGARA NASCO „Orsakirnar eru að ýmsu leyti skýrðar með því að það varð mikið verðfall á rækju og afla- brestur líka,“ segir skiptastjóri í búi rækjuveldisins Nasco, sem nú verður endanlega gert upp. Gjaldþrotið nemur 577 milljónum. Stærstu kröfu- hafar í þrota- bú Nasco eru Byggðastofn- un með 145 milljónir króna, Eim- skip með 75 milljónir og Búnaðarbank- inn með 64 milljónir. Innbrotsfaraldur í Reykjavík: Sex innbrot á sólarhring FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S M E SEÐLABANKI ÍSLANDS Seðlabankinn telur stýrivexti komna nálægt því sem telja megi jafnvægisvexti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.