Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 8
8 30. desember 2002 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. HORNAFJÖRÐUR Tíminn er eins og óð fluga; þýt-ur áfram án hugmyndar um hvert hann stefnir. Þegar skamm- ur tími er skoðað- ur virðist hann beinn. En þegar horft er til lengri tíma koma í ljós hlykkir og sveigir; hringir og spíralar. Þess vegna höld- um við upp á ára- mót. Ekki vegna þess að við séum einu ári nær lausninni heldur vegna þess að við lifðum af einn hringinn og fáum að byrja þann næsta. Það er útbreiddur misskilning- ur að tíminn sé fastur og samur; jafnvel að það megi byggja á hon- um. Að ár eftir ár aukum við þekkingu okkar, getu og kunnáttu. Uppgötvanir gærdagsins duga okkur ekki í dag. Ungum manni gagnast ekki afstaða gamals manns við lok ævi sinnar. Né gömlum manni sjónarhorn hins unga. Það er ekki svo að tíminn vinni gegn okkur eða skreppi frá okkur, heldur getur almanakið blekkt okkur. Það mælir línulegan tíma en við lifum einnig í tíma sem stekkur og skreppur. Ekkert er nýtt undir sólinni. Allt sem er hefur verið og allt sem verður er þegar til. Þetta eru ein- kunnarorð augnabliksins sem varðveitir allan tíma en mælist ekki með klukku eða almanaki. Allar ár renna til sjávar en sjórinn verður aldrei fullur. Sólin hnígur til þess eins að rísa aftur. Náttúr- an er síkvik; sístritandi; líf og dauði; hrörnun, hnignun, endur- fæðing og endurreisn. Þannig er mannfélagið einnig. Við höfum ekki fyrr fundið lausn vandans en lausnin er orðin að vanda sem kallar á nýja lausn. Mikil sannindi steinrenna á vörum okkar. Gömul speki sem endurnærði hugsun okkar verður lífvana en önnur sem við töldum dauða lifnar við. Ekkert getum við kveðið niður. Við enda sögunnar springur hún í andlit okkar. Ekki heldur haldið neinu kyrru. Sigurinn er upphaf endalokanna. Þegar skynsemin hafði lagt undir sig heiminn varð til kjörlendi upphafinna tilfinn- inga og dulhyggju. Maðurinn vitkast aldrei. Viska erfist ekki. Öll þekking mannsins rúmast á einni ævi. Og deyr með manninum. Áramót eru hátíð tímans. Fögnuður yfir hringferð hans og því að auga okkar verði aldrei satt af að sjá né eyra okkar mett af að heyra hina sífelldu sköpun endurtekningarinnar. Ávinning- ur okkar er lífið – ekki afrakstur þess. ■ Gömul speki sem endur- nærði hugsun okkar verður lífvana en önn- ur sem við töldum dauða lifnar við. Allt sem er hefur verið skrifar um tímann sem sífellt líður og þann sem stekkur. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Ég er viss um að flestir finnastundum hjá sér þörf til þess að breyta til. Breytingarnar geta auðvitað verið mismiklar, frá því til dæmis að færa til húsgögn í stofunni hjá sér eða skipta um bíl og í það að skipta um starfsvett- vang. Ég fæ þannig tilfinningu á nokkurra ára millibili; ég hóf kennslu í Ölduselsskóla fyrir 20 árum og kenndi þar í 7 ár, kenndi í Laugalækjarskóla í 5 ár en starf- aði fyrir Kennarasambandið í hálfu og síðan fullu starfi í um áratug. Haustið 2001 fann ég fyrir óþoli og settist á skólabekk í Há- skóla Íslands en venti mínu kvæði í kross og sit núna mitt fyrsta kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavíkur. Já, ég er nýliði í pólitík og mér finnst allt í lagi að geta þess að ég er miðaldra kona sem kannski hefur ýtt einhverjum mun yngri og af gagnstæðu kyni aftar á framboðslistann. Barátta kynjanna, hvar svo sem hún er ennþá háð, er þó ekki sérstakt um- fjöllunarefni þessa pistils. Rétt eins og mér finnst ekkert óeðlilegt við það að vilja tilbreyt- ingu, tel ég afar mikilvægt að menn setji sér markmið, helst nokkuð háleit, og leiti leiða til að ná þeim. Óvíst er að þau náist öll og þrátt fyrir óvissa framtíð ligg- ur það fyrir okkur öllum að deyja. Þess vegna verður afi minn bless- aður að hafa talist nokkuð óraun- sær þegar hann ræddi ýmis fram- tíðaráform sín til næstu tuga ára skömmu áður en hann dó á nítugasta og öðru aldursári. Ekki nóg með það, því hann keypti sér úlpu og ný húsgögn fáeinum dög- um áður en dauðinn birtist hon- um. Ég vona bara að hann viti að úlpan fer mér ljómandi vel og húsgögnin prýða stofuna okkar mæðgna! „Ég veit allt og get allt“ eru ágæt einkunnarorð í lífinu ef menn skilgreina hvað átt er við með „öllu“ ásamt því að bera virðingu fyrir öðrum. Ég hef rík- an skilning á því að borgarstjór- inn í Reykjavík finni fyrir ákveðnu óþoli og langi að skipta um starfsvettvang. Ég held reyndar að óþolið hafi látið á sér kræla talsvert mörgum mánuðum fyrir hinn örlagaríka miðvikudag 18. desember síðastliðinn. Ég ætla samt að sitja á mér og rjúka ekki á alla og segja á engilsax- nesku „I told you so“. Það kom mér hins vegar á óvart að hún skyldi ekki bera þá virðingu fyrir samstarfsfólki sínu og samherj- um í borgarstjórninni að gera þeim grein fyrir því áður en hún nánast missti það út úr sér í beinni útsendingu að hún ætlaði í framboð til næstu alþingiskosn- inga. Og það gerir hana ekkert meiri þó að hún geti fundið fyrir- mynd að slíkri framkomu meðal einhverra karla. Það ber hvorki merki um karlmennsku að taka áhættu og ögra umhverfinu né er það séreinkenni kvenna að þora ekki, enda get ég nefnt fjölmörg dæmi um karla sem eru gungur og konur sem þora. Það ber hins vegar merki um ríka siðferðis- kennd og mannlega visku að virða tilfinningar annarra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þorði ekki að segja hvert hugur hennar stefndi síðastliðið vor og hún tók ekki áhættuna í haust með því að fara í prófkjör hjá Samfylkingunni. Má vera að hún sé „valkyrja“ í augum einhverra en ekki mínum. Við áramót er hollt að líta yfir farinn veg og endurskoða mark- miðin í lífinu og setja sér að minnsta kosti í huganum starfs- áætlun fyrir árið 2003. Svo skemmtilega vill til að ég ætla að hefja nýja árið á þeim stað sem ég var fyrir 20 árum og kenna ung- lingum í Ölduselsskóla, að vísu bara í mánuð, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er! Ég óska lesendum farsældar á nýju ári. ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „Ég hef ríkan skilning á því að borgarstjórinn í Reykjavík finni fyrir ákveðnu óþoli og langi að skipta um starfsvettvang.“ skrifar um breytt- an starfsvettvang og borgarstjóra. GUÐRÚN EBBA ÓLAFSDÓTTIR Um daginn og veginn Enginn veit sína ævina... ÓTTAST ATVINNULEYSI Kristín Gestsdóttir, bæjarfulltrúi á Höfn í Hornafirði, sagði á bæjarstjórn- arfundi að atvinnuástandið í sveitarfélaginu væri ógnvekj- andi. Tilefnið var upplýsingar frá atvinnumálanefnd bæjarins um að 41 einstaklingur hefði verið at- vinnulaus í nóvember. Nefndin sagðist hafa áhyggjur af stöð- unni. HEILSA Vélstjórar eru að jafnaði í mun meiri hættu á að verða fyr- ir heyrnarskaða en aðrir laun- þegar á vinnumarkaðnum, sam- kvæmt rannsókn Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar á heyrn vélstjóra. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags Íslands, segir nauð- synlegt að tekið verði höndum saman um að upplýsa atvinnurek- endur og vélstjóra um leiðir til að forða frekari heyrnarskaða. Varnir séu að hluta til staðar, svo sem í formi heyrnarhlífa, en virð- ist ekki nógu mikið notaðar. ■ Vélstjórar: Hættara við heyrnarskaða

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.