Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 1
ÁRAMÓT Fatnaður og fylgihlutir bls. 14 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 29. desember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 10 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD LEIKHÚS Á Litla sviði Borgarleik- hússins verður sýning á hinni ný- stárlegri sirkusuppfærslu á leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, kl. 20 í kvöld. Sýningin hefur vakið at- hygli bæði vegna þess að hún fer að stórum hluta fram í lofti og vegna nýrrar þýðingar Hallgríms Helgasonar á leikritinu. Rómeó og Júlía TÓNLEIKAR Salonhljómsveitin L’amo- ur fou heldur tónleika í Iðnó kl. 21 í kvöld. Tónleikar við tjörnina TÓNLEIKAR Hljómsveitin hreinskilna The Funerals tappar af samvisku sinni á efri hæð Grand Rokks í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. Sveitin stefnir á útgáfu ann- arrar breiðskífu sinnar í vor. The Funerals á Grand Rokk ÍÞRÓTTIR Íþróttamaður Hafnarfjarð- ar 2002 verður krýndur kl. 18 á við- urkenningarhátíð sem haldin verð- ur í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Einnig verða veittar viðurkenning- ar til allra hafnfirskra íþrótta- manna sem unnið hafa til meist- aratitla á árinu 2002. Íþróttamaður Hafnarfjarðar AFMÆLI Vinnan og fjölskyldan togast á MÁNUDAGUR 263. tölublað – 2. árgangur bls. 6 VIÐTAL Gullin augnablik bls. 30 STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri segir að sér hafi ekki lengur verið stætt á því að sitja í stóli borgarstjóra þó hún hafi sjálf haft fullan hug á því. „Ég er þeirrar skoðunar að ég hafi staðið andspænis tveimur kostum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Mér var stillt upp við vegg í þessu máli og ég varð að velja annan hvorn kostinn. Ég gef ekki eftir þau sjálfsögðu réttindi sem ég hef eins og aðrir til að setjast á lista og fylgja minni pólitísku sannfæringu og vel því frekar að standa upp úr stóli borgarstjóra þar sem mér er svo þröngur stakkur búinn.“ Hún segist finna til vissra sár- inda vegna viðbragða Vinstri- grænna og Framsóknarmanna sem kröfðust þess að hún viki úr stóli borgarstjóra vegna framboðs síns í fimmta sæti Samfylkingar. Að- spurð um hvort forysta flokkanna kynni að hafa ráðið úrslitum frek- ar en borgarstjórnarfulltrúar þeir- ra sagðist Ingibjörg Sólrún ekki geta svarað því. „Ég veit bara það að ótti og reiði eru aldrei góðir fylgifiskar þegar menn taka af- drifaríkar ákvarðanir og bregðast við.“ Ingibjörg Sólrún segist hafa fengið þau svör við umleitunum sínum að ef hún segði ekki af sér sem borgarstjóri færu Fram- sóknarmenn í samstarf við Sjálf- stæðismenn. Fráfarandi borgarstjóri segist fara af fullri hörku í landsmálin eftir að henni hafi verið gert ókleift að standa við loforð sitt við kjósendur í Reykjavík um að sitja sem borgarstjóri út þetta kjörtíma- bil. ■ Úr stóli borgarstjóra eftir átta og hálft ár: Mér var stillt upp við vegg bls. 10 FÓLK Hittir Demi Moore á laun ÍÞRÓTTIR Kvæntist í laumi bls. 23 TÍVOLÍBOMBUR Í ÖSKJUHLÍÐ Flugeldasýning Slysavarnafélagins Landsbjargar var í Öskjuhlíð í gær. 650 tívolíbombur sprungu í loft upp eftir hálfs mánaðar undirbúning björgunarsveitarmanna. Að sögn söluaðila gengur sala flugelda vel í ár og er síst minni en í fyrra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T REYKJAVÍK Austan 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti kringum frostmark. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Léttskýjað 3 Akureyri 0-3 Léttskýjað 5 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 0 Vestmannaeyjar 3-5 Skýjað 3 ➜ ➜ ➜ ➜ - + + - NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 29% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 73% BORGARSTJÓRN Samkomulag náðist um brotthvarf Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótt- ur úr stóli borgarstjóra og ráðningu Þórólfs Árnasonar í hennar stað í gærkvöldi eftir spennuþrunginn dag þar sem Reykjavíkurlista- samstarfið virtist oftar en einu sinni vera við dauðans dyr. Stöðug fundahöld voru í Ráðhúsinu og úti í bæ í gær eftir að Ingibjörg Sólrún kynnti oddvitum flokkanna tilboð sitt um að hætta sem borgarstjóri gegn því að nýr borgarstjóri yrði sóttur út fyrir borgarstjórnarflokk Reykjavíkurlistans. Framsókn- armenn samþykktu tilboðið strax. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri-grænna vildu ekki svara neinu fyrst um sinn og vildu ráð- færa sig við samherja sína. Framsóknarmenn töldu málið þar með úr sögunni og voru að því komnir að slíta samstarfinu. Um kvöldmatarleytið gekk Al- freð Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarmanna, svo á fund borgar- stjóra og oddvita hinna flokkanna og krafðist skýrra svara, annað hvort yrði gengið að tilboðinu eða Reykjavíkurlistasamstarfið væri úr sögunni. Sá fundur stóð skamma stund, tillaga Ingi- bjargar Sólrúnar var sam- þykkt og tryggt að Reykja- víkurlistasamstarfinu yrði haldið áfram. Ingibjörg Sólrún hefur verið formaður borgarráðs samhliða því að gegna störf- um borgarstjóra. Með ráðn- ingu ópólitísks borgarstjóra verður það helsta valda- embættið í borginni. Ingi- björg stígur þar til hliðar en blaðið hefur heimildir fyrir því að hún hafi hugsað sér að halda þeirri stöðu áfram. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við formennsku í borgarráði, núver- andi varaformaður er Árni Þór Sigurðsson, Vinstri-grænn. Eftir er að semja við Þórólf um ráðningartíma og kjör en hann hefur samþykkt að taka við starfinu. brynjolfur@frettabladid.is LANDSBANKINN Samson kaupir ráðandi hlut í bankanum í dag. Landsbankinn: Seldur í dag EINKAVÆÐING Samson kaupir í dag tæplega helming hlutafjár í Landsbanka Íslands. Fulltrúar fyrirtækisins og einkavæðingar- nefnd áttu fund í gær þar sem far- ið var yfir ágreining um verð- mæti einstakra eigna bankans. Ekki var gengið frá samkomulagi, en fullyrt er að það takist fyrir klukkan fjögur í dag, þegar undir- rita á samning um viðskiptin. Verð bankans lækkar ekki, heldur munu greiðslur frá Sam- son koma síðar en gert var ráð fyrir í upphafi. Stjórn bankans er samkvæmt heimildum ekki sátt við niður- stöðu áreiðanleikakönnunar KPMG, endurskoðunarfyrirtækis kaupendanna. Ekki er eininig um greiðslugetu skuldara og verð- mæti veða fyrir lánum en KPMG mun einkum hafa metið lán og fjárfestingar í fjarskipta- og tæknigeira lægri en bankinn sjálfur. ■ Halldór Ásgrímsson: Óþarfa vandræði BORGARSTJÓRN Halldór Ásgrímsson segist sáttur með að lausn sé fundin á deilunni innan Reykja- víkurlistans. Hann er undrandi á að Samfylkingin hafi ekki verið einhuga í gær þegar tillagan um Þórólf Árnason kom fram. Hann segir að ekki hafi verið fært að bíða lengur með lausn. „Kjósend- ur ætlast til að stjórnmálamenn leysi vandamál. Þetta er búið að taka óþarflega langan tíma.“ Halldór segist þekkja til Þór- ólfs Árnasonar og hafa á honum ágætar mætur og geti vel hugsað sér hann sem borgstjóra. ■ Ingibjörg Sólrún hrakin frá völdum Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varð til þess að bjarga Reykjavíkurlistasamstarfinu eftir að framtíð þess hafði hangið á bláþræði. FRÁFARANDI BORGARSTJÓRI Framtíð Reykjavíkurlistans hékk á bláþræði en var bjargað með þvingaðri afsögn Ingibjargar Sólrunar Gísladóttur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.