Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 21
Jón Mýrdal, grínari og útvarps-maður hjá Radíó Reykjavík, þor- ir þessa dagana ekki út úr húsi eft- ir að grínútgáfa hans af lagi Móra, „Atvinnukrimmi“, féll í grýttan jarðveg hjá rapparanum. Útgáfu Jóns er að finna á vefnum null- einn.is og færir hann þar texta Móra yfir á Jólasveininn. Móri á að hafa orðið afar reiður og hafa hótað Jóni öllu illu. Rapparinn, sem segir í lagi sínu: „fokkir þú í mér muntu aldrei fá frið, því ég gef aldrei grið“ meinar greinilega það sem hann segir. Hljómsveitin Daysleeper hristiaf sér óánægju plötugagnrýn- enda og stóð sig ágætlega í jóla- plötuflóðinu. Frumraun þeirra var dreift í rúm- lega þrjú þúsund eintökum, sem telst nokkuð gott. Aðrir nýliðar stóðu sig einnig vel. Hera og “Íslensku dívurnar“ seldu svipað og Daysleeper á meðan Land & synir seldu minna. Plata þeirra fór í tæpum tvö þúsund eintökum, sem er helmingi minna en síðast. Athygli vekur að útgáfur útgáfufyr- irtækisins nýstofnaða „1001 Nótt“, fyrir utan „Frostrósir“, seldust illa. Nýdönsk seldi tæp 1.500 eintök á meðan frumraun Þórunnar Antóníu fór rétt yfir 1.000 eintaka sölu. Leikkonan Kim Cattrall, semleikur Samönthu í „Sex and the City“, var heldur betur óheppin er hún fór á ísknattleik á dögunum. Stúlkan var það óheppin að fá pökkinn í höfuðið er hann skaust út af leikvellinum á ógnarhraða. Leik- konan rauk beinustu leið á spítal- ann en meiðsli hennar voru talin lítilsháttar. Söngkonan Mariah Carey varheldur betur óheppin er hún mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum. Stúlkan var klædd þröngu stuttpilsi og þegar hún sett- ist í sæti sitt varð áhorfendum ljóst að hún var ekki klædd í neinar nærbuxur. Á með- an hún svaraði spurningum þátta- stjórnandans voru gestir sjón- varpssalarins og kvikmyndatöku- mennirnir gapandi yfir því sem þeir sáu. Sem betur fer, fyrir hana, var þátturinn ekki í beinni útsend- ingu og því hægt að laga þetta smá- ræði eftir á. Leikkonunni Lindu Hamilton, semfór með aðalhlutverkið í fyrstu tveimur Terminator-myndunum við hlið Arnold Schwarzenegger, þykir ekki mikið til þriðju myndarinnar koma. Sú er væntanleg í kvik- myndahús á næsta ári. Hún segist hafa neitað þátttöku í myndinni eft- ir að hafa lesið handritið. Hún kall- aði það sálarlaust og segir söguna hafa skort allan tilgang. Þess vegna hafi hún ákveðið að vera ekki með að þessu sinni. Persóna hennar er því látin í upphafi myndarinnar. 21MÁNUDAGUR 30. desember 2002 FRÉTTIR AF FÓLKI SÍMI 553 2075 Sýnd kl. 2.20, 3.30 5.45, 7, 9, 10.30 og 12.30 GULLPLÁNETAN kl. 2,4 og 6 ísl. tal Sýnd kl. 4. 8 og 11.30 VIT 482 b.i. 12 ára Sýnd kl. 7, 9 og 11 VIT 499 Sýnd kl. 2, 3 og 5 m/ísl. tali VIT 498 HARRY POTTER m/ísl. tali 2, 5 og 8 VIT468 GHOSTSHIP 11 og 12.50 VIT487 KNOCKAROUND GUYS kl. 2 EN SANG FOR MARTIN kl. 2 JAMES BOND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2.30, 4.30, 6.30, 8.30 og 10.30 JAMES BOND 8 og 11

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.