Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 32
Tæmdu fríkorti›! Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Frípunktarnir renna út um áramótin - komdu til okkar og nota›u flá upp í sólarlandafer›ina í sumar. SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 A B X / S ÍA 9 0 2 1 8 0 9 Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið á sínu dreifingarsvæði. Á síðasta útgáfudegi Fréttablaðsins árið 2002 viljum við þakka frábærar viðtökur á árinu. Við óskum þér gleðilegs árs og velfarnaðar um ókomna tíð. „...sem fjöður í vindi...“ Bakþankar Þráins Bertelssonar Ítalir skilja konur djúpum skiln-ingi. Einhver frægasta óperuaría Verdis, í Rigoletto nánar tiltekið, fjallar um sálfræði konunnar. En þar segir: „La donna é mobile/Qual piuma al vento...“ sem útleggst: „Konan er hvikul sem fjöður í vindi...“ Og síðar í textanum kemur þessi skuggalega viðvörun: „Þeir menn sem eru svo vitlausir að treysta hjarta konunnar verða van- sælir alla tíð.“ ÆTLUNIN var að hugsa um áramót en ég fór að hugsa um konur, enda var minnisstæðasti atburðurinn á ár- inu kosningasigur R-listans og sigur Ingibjargar á Birni Bjarnasyni. Eða það hélt maður allt þar til þessi bold- angskvensa – eins og „piuma al vento“ (fjöður í vindi) – fleygði höf- uðborginni frá sér og vildi ekki leng- ur vera dekurprinsessa þriggja flokka og ákvað að binda sitt trúss við Samfylkinguna í stað þess að bíða síns vitjunartíma og gera tilkall til ríkiserfða eftir að þjóðin hefur fengið nægju sína af Davíð eða Dav- íð af þjóðinni. BURTSÉÐ frá sálfræðinni fjallar óperan „Rigoletto“ um kynóra, morð og ofbeldi við guðdómlega tónlist og verður ábyggilega bönnuð um leið og lögin um að banna ofbeldi taka gildi. Hvað sem því líður skil ég Ingibjörgu vel að vera orðin hund- leið á að húka í Ráðhúsinu og þrasa við Bíbí og kó. Hins vegar er erfið- ara að skilja þá leiðtogamaníu og foringjadýrkun sem fjölmiðlar og stjórnmálaskýringaskúmar hamast við að troða upp á þjóðina. Þeir tönnlast á því að það vanti „sterka“ leiðtoga eins og þjóðin kunni ekki fótum sínum forráð og sé alltaf að leita að forföllnum valdasjúklingum til að ráðskast með sig. ÞAÐ er fín tilbreyting að fá nýjan borgarstjóra eftir 8 ár með Ingi- björgu og helst ætti enginn að sitja í háu embætti lengur en í mesta lagi tvö kjörtímabil. Vald spillir og gerir besta fólk hrokafullt. Ef mannsævin væri 200 ár væri í fínu lagi að fólk hengi á valdastólum lon og don, en úr því að ævin er svona voðalega stutt og hvert ár fljótt að renna í ald- anna skaut ætti hver maður að þekkja sín takmörk. Það skiptir kannski ekki meginmáli hver stjórn- ar, heldur hvernig er stjórnað. Gleði- legt ár og takk fyrir það liðna! ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.