Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 30. desember 2002 FÓLK Leikstjórinn Steven Spielberg hefur snúið baki við skátahreyfingunni í Bandaríkjunum eftir að talsmenn hennar bönnuðu trúleysingjum aðgöngu. Spielberg er fyrrum skáti og var lengi einn helsti stuðningsmaður þeirra á meðal dægurhetja. Hann fjarlægði sig þó frá hreyf- ingunni eftir að samkyn- hneigðum var bannaður að- gangur. Eftir að trúleys- ingjum var einnig bannað- ur aðgangur hefur sneri hann al- farið baki við hreyfingunni. „Það eru öfl innan skátanna sem meina trúleysingjum að- göngu,“ sagði hann í viðtali á dög- unum. „Þetta er gert bara út af nokkrum orðum í mottói skátanna og það finnst mér hræðilegt. Ég sagði mig úr hreyfingunni þegar samkynhneigðum var meinuð innganga. Það var ekki bannað þegar ég var strákur og ég óttast að þeir ætli að taka upp sömu stefnu og er við lýði í hern- um. Þetta rænir marga unga skapandi krakka hlutum sem ég náði með því að vera skáti. Það er að hluta til þeim að þakka hversu langt ég hef náð, en ég get ekki verið meðlimur í samtökum með þessar reglur. Þannig að ég er hættur.“ ■ Leikstjórinn Steven Spielberg: Snýr baki við skátunum STEVEN SPIELBERG Eitt sinn skáti, ávallt skáti? Greinilega ekki. FÓLK Bill Clinton, fyrrverandi for- seti Bandaríkjanna, er samkvæmt nýjustu slúðursögum vestanhafs farinn að hitta leikkonuna Demi Moore á laun. Leikkonan er sögð uppnumin af heillandi silfurrefn- um, hnyttnum bröndurum hans og kynþokka. Parið er sagt hafa hist í þó nokkur skipti. Bruce Willis, fyrrverandi eig- inmaður Demi og barnsfaðir hennar, er að sögn kunnugra ekki ánægður með uppátækið. Hann hefur varað hana við forsetanum fyrrverandi og segir hann vera meiri kvennabósa en sjálfan John F. Kennedy heitinn. Ekki fylgdi sögunni hvað Hillary Clinton þyki upp uppátækið. ■ Bill Clinton samur við sig: Hittir Demi Moore á laun BILL CLINTON Þykir afar kvensamur og hefur oftar en einu sinni komist í vandræðum út af því.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.