Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 4
4 30. desember 2002 MÁNUDAGUR ERLENT Handmáluð, munnblásin glös www.konunglegt.is s:561 3478 og 891 7657 NAÍRÓBÍ, AP Mwai Kibaki og kosn- ingabandalag stjórnarandstöð- unnar vann yfirburðasigur í kosningunum í Kenýa. Hann hlaut rúmlega 62 prósent at- kvæða. Uhuru Kenyatta, sem bauð sig fram fyrir stjórnarflokkinn KANU, hlaut tæplega 30 prósent atkvæða. Þar með lýkur 39 ára valdatíma KANU í landinu. Dani- el arap Moi forseti, sem hafði valið Uhuru Kenyatta til að taka við af sér, lætur nú af embætti eftir að hafa setið í aldarfjórðung á forsetastóli. Kibaki er rúmlega sjötugur hagfræðingur og enginn nýgræð- ingur í stjórnmálum. Hann var varaforseti frá 1978 þangað til Moi rak hann árið 1988. Kibaki var auk þess fjármálaráðherra landsins árin 1969-88, bæði undir forsæti Mois og forvera hans Jomo Kenyatta. „Hann nýtur virðingar sem snjall hagfræðingur og tæknikrati. Meðan hann var fjár- málaráðherra var efnahagsleg uppsveifla í Kenýa og landinu var vel stjórnað,“ segir stjórn- málafræðingurinn Francois Grignon, sem hefur skrifað þrjár bækur um stjórnmál í Kenýa. Hann segir að Kibaki muni koma lagi á efnahagsmálin og „veita fólki frama af sanngirni, ekki á grundvelli fjölskyldu- eða þjóð- flokkatengsla.“ Kibaki hefur tvisvar reynt að fella Moi í forsetakosningum. Að þessu sinni stóðu hins vegar að baki honum allir helstu ættbálkar landsins, sem höfðu myndað kosn- ingabandalag gegn stjórninni. ■ Bandalag stjórnarandstöðunnar fagnar sigri í Kenýa: Fjörutíu ára valdatíma stjórnarflokksins lýkur FÖGNUÐUR Í KENÝA Kirkjugestir í Kenýa fögnuðu ákaft þegar þeir fréttu að stjórnarandstaðan hefði sigrað í kosningunum. LANDBÚNAÐUR Kjötverð hefur aldrei verið lægra en nú og er ástæða þess fyrst og fremst gríð- arleg offramleiðsla. Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að verð á svína- og fuglakjöti hafi verið óraunhæft nú fyrir jólin og það hafi komið niður á sölu á kinda- kjötinu. „Við vitum að það er tap á allri kjötframleiðslu í dag og einhver þarf að borga þann brúsa,“ segir Sigurgeir. „Hvort það bitnar síð- an á lánastofnunum, birgjum eða einhverjum öðrum get ég ekki sagt um. Ég held að óhætt sé að segja að kjöt hafi aldrei verið ódýrara, að minnsta kosti ekki í seinni tíð. Skýringarnar eru margháttaðar. Það er enginn vafi á því að það er gríðarlegt offram- boð af kjöti, sérstaklega var mik- ið offramboð af svínakjöti og fuglakjöti núna í haust. Einnig hefur samkeppni í verslun valdið því að kjötverð hefur farið lækk- andi.“ Sigurgeir segir að verslanir hafi í mörgum tilfellum selt kjöt með mjög lítilli eða nánast engri álagningu fyrir jólin. Það og sú staðreynd að smásalar hafi sjald- an fengið kjötið ódýrara frá fram- leiðandanum hafi leitt til þessa lága kjötverðs sem nú sé. Aðspurður segist Sigurgeir ekki geta svarað því hvort versl- anir hafi einfaldlega borgað með kjötinu. Hann segist hafa heyrt slíkar sögur en það hafi ekki ver- ið rannsakað eða skoðað neitt sér- staklega. Sala á kindakjöti hefur dregist saman um 9,6% hérlendis á síð- ustu 12 mánuðum þótt framleiðsl- an milli áranna 2001 og 2002 hafi verið óbreytt. Sigurgeir segir að mikil framleiðsluaukning á svína- og fuglakjöti skýri þetta að hluta sem og sú staðreynd að ungt fólk borði minna af kindakjöti en áður. Hann segir ekki raunhæft að ætla að kindakjöt muni lækka í verði því vel rekin stór sauðfjárbú skili nú þegar tiltölulega litlum tekj- um. „Kindakjötið á erfitt í sam- keppni við hitt kjötið og því miður er afskaplega mikil hætta á því að það verði enn frekari samdráttur í neyslu á kindakjöti á næstunni og mismunurinn verði að fara úr landi.“ Sigurgeir segir að því meira sem verði flutt út, því lægra verði meðalverðið á kjötinu. Þeir mark- aðir þar sem verðið sé hæst séu fullnýttir og því verði að flytja kjötið út á lakari markað. trausti@frettabladid.is Tap á allri kjötframleiðslu Kjötverð hefur aldrei verið lægra. Framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna segir skýringuna meðal annars gríðarlegt offramboð. Verð á svína- og fuglakjöti sé óraunhæft. Neysla kindakjöts hafi þess vegna dregist saman um tæp 10% á árinu. LÍTIL EÐA ENGIN ÁLAGNING Á KJÖTI Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir að verslanir hafi í mörgum tilfellum verið að selja kjöt með mjög lítilli eða nánast engri álagningu fyrir jólin. Það og sú staðreynd að smásalar hafi sjaldan fengið kjötið ódýrara frá fram- leiðandanum hafi leitt til þessa lága kjöt- verðs sem nú sé. TAPAR FYLGI Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, ásamt einum ráðherra sinna. Hneykslismál hafa sett svip sinn á kosningabaráttuna í Ísrael. Ísraelskur aðstoðar- ráðherra: Sakaður um kosn- ingasvindl JERÚSALEM, AP Ísraelska lögreglan yfirheyrði í gær Naomi Blumen- thal, aðstoðarráðherra í stjórn Ariel Sharon, vegna gruns um að hún hafi keypt sér atkvæði í próf- kjöri Likudflokksins fyrir skömmu. Blumenthal er æðsti ráðamaðurinn sem tengdur hefur verið við hneykslismál sem kost- að hefur Likudflokk Sharons nokkuð fylgi undanfarið. Þó er Likud spáð 35 þingsætum í kosningunum í lok janúar. Verka- mannaflokknum er spáð 20 til 22 þingsætum. Likud yrði þá í betri stöðu en Verkamannaflokkurinn til að mynda starfhæfa stjórn á þinginu, þar sem 120 manns eiga sæti. ■ FÉLAGSMÁL Barnabætur byrja að skerðast þegar mánaðartekjur foreldra eru komnar að 59.000 krónum, samkvæmt tölum sem er að finna á vef Ríkisskattstjóra um greiðslur barnabóta á næsta ári. Óskertar barnabætur hjóna eru 120.249 krónur á ári með fyrsta barni og 143.135 krónur með hverju barni umfram það. Einstætt foreldri fær 200.282 krónur með fyrsta barni og 205.447 krónur með hverju barni þar umfram. Þegar tekjur hjóna eru komnar yfir 1,4 milljónir eða einstæðs foreldris yfir 700.000 krónur skerðast barnabætur um 3% ef barnið er eitt, 7% ef um tvö börn er að ræða og 9% ef börnin eru fleiri. Að auki eru greiddar 35.422 krónur með hverju barni undir sjö ára aldri og eru þær bætur ekki tekjutengdar. ■ Barnabætur: Skerðast við 59.000 krónurnar BÖRN Á SKÓLAALDRI Barnabætur eru greiddar með börnum fram að 16 ára aldri. EKKI KOSIÐ AFTUR Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ekki verði kosið aftur um það, hvort Svíþjóð taki sér evruna sem gjaldmiðil, fyrr en í fyrsta lagi árið 2006. Kosningar um evruaðild fara fram í Svíþjóð næsta haust. Kjörtímabil Pers- sons rennur út árið 2006. ERLENT SCHRÖDER Í KÍNA Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kom til Kína í gær. Þar ætlar hann að hitta helstu leiðtoga að máli og vígja nýja segulteinalest í Shanghaí. Þetta er fyrsta lest sinnar tegundar í heiminum sem notuð er til almennra ferða. Seg- ulafl heldur lestinni á svifi rétt fyrir ofan teinana. BANDARÍSKA HERNUM MÓTMÆLT Meðan Bandaríkin hafa í hótunum við Norður-Kóreu mótmæla íbúar í Suður- Kóreu veru bandaríska hersins þar. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna: Vill ræða við Norður- Kóreumenn WASHINGTON, AP Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að bandarísk stjórn- völd vildu gjarnan ræða við stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að reyna að finna lausn á deilum þeirra um kjarnorkuvopnaáform hinna síðarnefndu. Til þessa hafa bandarísk stjórnvöld ekki verið til viðræðu um málið. Hins vegar tók Powell fram að Bandaríkin myndu ekki veita Norður-Kóreu neina aðstoð fyrr en stjórnin þar hefði breytt um stefnu í kjarnorkumálum. Þvert á móti ætli Bandaríkin að beita Norður-Kóreu miklum efnahags- þrýstingi á næstunni. ■ AP/AH N YO U N G -JO O N Ísafjörður: Fannst kald- ur og skorinn LÖGREGLUMÁL Eldri maður fannst kaldur og skorinn á höfði í bíl sínum sem lá á hliðinni í fjöruborðinu við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi í fyrra- dag. Vegfarandi sem fann manninn flutti hann til móts við sjúkrabíl sem síðan færði manninn til að- hlynningar á sjúkrahúsi. Þar er maðurinn enn undir eftirliti en mun ekki vera alvarlega slasaður. Talið er að hálka kunni að eiga sinn þátt í að maðurinn missti bíl sinn út af veginum. Í Öndundarfirði ók maður á saltkassa og skilti. Hvorki hann né þeir sem voru í bílum sem lentu í árekstri í Ísafjarðarbæ í fyrrakvöld slösuðust. ■ KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Kaupir þú flugelda fyrir ára- mótin? Spurning dagsins í dag: Býstu við að árið 2003 verði gott ár? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 34%nei 66% FLESTIR KAUPA FLUGELDA Ríflega þriðjun- gur lesenda á frett.is segjast ekki kaupa rak- ettur. Hinir kaupa. já

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.