Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 30.12.2002, Blaðsíða 20
20 30. desember 2002 MÁNUDAGUR 1. Lord of the Rings: The Two Towers Eftirvæntingin eftir fyrstu myndina í Hringadróttinssögu- þríleiknum var gífur- leg. Leikstjórinn Peter Jackson náði að standa undir þeim öllum. Fyrsti hlutinn var besta mynd ársins í fyrra og annar hluti besta mynd ársins í ár. Gollrir er stórkostlegur og bardagasenurnar stórvirki í kvikmyndagerð. Allt stefnir í að hér sé um magnaðasta þríleik kvikmyndasögunnar að ræða. 2. Hable con Ella Spænski leikstjórinn Pedro Almodóvar sendi frá sér eina af sínum betri myndum á árinu. Falleg saga um vináttu, ástina og meðvitundarlausar konur. Besta mynd ársins að mati Þráins Bertelssonar. 3. Mulholland Drive David Lynch mætti með eina undarleg- ustu mynd sína til þessa. Hollywood draumur sem breyt- ist í martröð þegar upphaf hans og end- ir mætast. Lynch nær að vekja upp í áhorf- endum sínum sterkar tilfinningar í gegnum magnað myndmál og spennuþrungna sögu. 4. Spider-Man Tæpum fjörutíu árum eftir að Kóngulóarmaður- inn birtist fyrst í römmum myndasagnanna náði hann að sveifla sér upp hvíta tjaldið með glæsi- brag. Leikstjórinn Sam Raimi er greinilega mikill aðdáandi hetjunnar og virðing fyrir sögunni skein í gegn. 5. A Beautiful Mind Stal Óskarnum af fyrstu Lord of the Rings-myndinni. Hörkugóð og átakan- leg mynd. Leikarinn Russell Crowe náði endanlega að festa sig í sessi sem stjar- na eftir leik sinn í myndinni. Almanak Þjóðvinafélagsins er aðgengilegt upplýsingarit um íslensk málefni. Í almanakinu sjálfu er að finna dagatal með upplýsingum um gang himintungla, messur kirkjuársins, sjávarföll, hnattstöðu Íslands o.fl. Í Árbók Íslands er fróðleikur um árferði, atvinnuvegi, stjórnmál, úrslit Íslandsmóta, náttúruhamfarir, slys, mannalát, verklegar framkvæmdir, vísitölur, verðlag o.s.frv. Höfundar eru Þorsteinn Sæmunds- son og Heimir Þorleifsson. R E P R Ó Íslenskar plötur ársins 1. Sigur Rós - ( ) Eftirvæntingin eftir þriðju breiðskífu Sigur Rósar var gíf- urleg. Það er því kannski eðlilegt að menn hafi skipst á skoðunum um ágæti plötunnar „( )“ í fyrstu. Hún virðist þó hafa náð að stan- da undir sínu á endanum. 2. Móri - Móri Óvæntasti glaðning- ur ársins kom í líki rappara. Frumraun Móra er fyrsta al- vöru íslenska glæparappið. Með beittari og öflugri frumraunum síðustu ára. 3. Ske - Life, death, happiness & stuff Skárr’en Ekkert skipti um nafn og færði sig yfir í popp- smíðar. Frumraun þeirra á því sviði fór vel ofan í almenning og gagnrýnendur landsins. 4. Búdrýgindi - Kúbakóla Sigurvegarar Músíktilrauna í ár færðu landsmönn- um ferskustu rokk- plötu ársins. Eldri rokksveitir klakans verða að fara að passa sig. 5. Quarashi - Jinx Quarashi-hópurinn ferðaðist heims- hornanna á milli í ár að kynna þessa fyrstu alþjóðlegu breiðskífu þeirra. Út- litið er gott. 6. múm - Loksins erum við engin Rafkvartettinn múm gaf út sína aðra plötu og fór í heims- hornarflakk. Þau héldu afbragðstón- leika í Þjóðleikhús- inu áður en einn liðsmaður kvaddi hópinn. 7. Ensími - Ensími Rokksveitin Ensími sneri aftur eftir þrig- gja ára útgáfuhlé með sína þriðju plötu. Sveitin hóf að syngja á ensku og virtist það breyta litlu hvað vinsældir varðar. 8. Apparat Organ Quartet Frumraun Orgelkvar- tettsins Apparats vakti mikla lukku á meðal landsmanna. Sveitin hafði spilað víða fyrir útgáfuna, þar á meðal á Hróarskelduhátíðinni í fyrra, og virðist það hafa skilað sér. 9. Bubbi - Sól að morgni Bubbi Morthens sýndi og sannaði að hann á mikið eftir inni. Seldi meira en hann hefur gert lengi og varla var hægt að fara í fjöl- skylduboð án þess að heyra einhvern tala um ágæti kóngsins. 10. KK - Paradís Í kjölfar þess að litið var um öxl á prenti ákvað Kristján að halda göngu sinni áfram eftir tónlistar- veginum. Útkoman stóðst væntingar og enn bætir KK við perlum í safnið. 2002 Freyr Bjarnason Kristján Hjálmarsson Trausti Hafliðason Erlendar plötur ársins 1. Sage Francis - Personal Journals Francis kom hing- að til lands snemma árs en þá hefði fáa grunað að frumraun hans yrði þetta öflug. Taktar og „grúv“ eru úthugsuð, ofan á mannúðlega texta um hversdagslífið. Ljóðrænar og vitsmuna- legar textasmíðar sem vega þungt. Ein besta hiphop plata síðustu ára. Gott mót- vægi við dónaskapnum í Eminem. 2. Damon Albarn, Afel Bocoum & Toumani Diabate - Mali Music Söngvari Blur, Damon Albarn, kom mjög mikið á óvart í ár. Eftir að hafa klifrað upp vin- sældalistana með Gorillaz skellti hann sér til Malí og gerði plötu með þarlendum tónlistarmönnum. Útkoman er stórkostleg tónlistarsúpa. 3. The Streets - Original Pirate Ma- terial Mike Skinner kallar eins manns sveit sína The Streets. Frumraun hans var vægast sagt stórfín og kom bresku hiphoppi aftur á kortið. Reynir ekkert að apa eftir bandarísku senunni, sækir strau- ma sína í breskt „garage“ og talar frjálslega um skoðanir sínar á flestu, en þó alltaf á vinalegu nótunum. 4. Beth Gibbons - Out of Season Fyrsta sólóplata söngkonunnar í Portishead. Tíu laga stykki sem sækir áhrif sín til John Barry, Phil Spector og Shirley Bassey en heldur þó alltaf trú við triphop rætur sínar. 5. Beck - Sea Change Kom aðdáendum sínum skemmtilega á óvart með hug- ljúfri og persónu- legri kassagít- arsplötu. Plata sem á eftir að eldast afar vel. 6. System of a Down - Steal this Album Afgangaplatan af „Toxicity“ reyndist vera full af bita- stæðu góðgæti. Er nánast jafn fín og fyrri platan. Sveitin gæti verið á góðri leið með að yfirtaka heiminn. 7. Tom Waits - Blood Money Tom Waits gaf út tvær afbragðs plötur á árinu, sama dag- inn. Þessi innihélt tónlist er hann samdi fyrir leikritið „Woyzeck“ sem sýnt var í Kaupmannahöfn. Þessi plata urraði örlítið meira en hin og fékk því betra sæti. 8. Tom Waits - Alice Hugljúfari en „Blood Money“ og stútfull af afbragðs textum. Waits átti gott ár. 9. Queens of the Stone Age - Songs for the Deaf Fékk verðskuldaða athygli þegar Dave Grohl, fyrrum trom- mari Nirvana og nú- verandi söngvari Foo Fighters, tók upp kjuðana fyrir sveitina. Afbragðs plata fyrir föstudagskvöld. 10. Notwist - Neon Golden Þýsku sérvitringarnir sem ná að blanda saman elektróník og rokkpoppi á frábær- an hátt. Voru áður þungarokksveit, en það er ekki vottur af því eftir á þessari angurværu plötu. 11. Eminem - The Eminem Show 12. David Bowie - Heathen 13. Aimee Mann - Lost in Space 14. The Flaming Lips - Yoshimi Battles the Pink Robots 15. The Music - The Music 16. Talib Kweli - Quality 17. Ms. Dynamite - A Little Deeper 18. Korn - Untouchables 19. The Vines - Highly Evolved 20. ...And You Will Know Us by the Trail of Dead - Source Tags & Codes 2002 Kvikmyndir ársins 2002 Birgir Örn Steinarsson 6. Star Wars Epis- ode 2: Attack of the Clones Ewan McGregor færði Obi-Wan í nýjar hæðir, Yoda sýndi áhorfendum af hver- ju hann er kallaður „meistarinn“ og Jango Fett reyndist vera með flottari ill- mennum sem Stjörnustríðsheimar hafa gefið okkur. Getum við beðið um mikið meira? 7. Harry Potter and the Chamber of Secrets Það kom flestum í opna skjöldu að önnur myndin um Harry Potter gaf þeirri fyrri ekkert eftir. Bók- in er oft sögð sú slakasta í seríunni en leikstjórinn Chris Col- umbus tók hárrétt á henni og gaf hasaratriðunum mesta vægið. 8. XXX Óhætt er að segja að væntingar til þessarar myndar hafi verið litlar sem engar. En allt virtist ganga upp og Vin Diesel náði að skapa njósn- ara sem hæfir yngstu kynslóðinni betur en séntilmaðurinn James Bond. 9. Minority Report Leikstjórinn Steven Spielberg og Tom Cruise lögðu saman hesta sína fyrir sumartímann og útkoman var vonum framar. Framtíðarspennu- mynd eftir sama höfund og skrifaði söguna á bak við „Blade Runner“. Heldur manni á nálum frá upphafi til enda. Vitsmunaleg ádeila með slettu af ævintýrablæ. 10. Road to Perdition Tom Hanks og Paul Newman sýndu hér hörku- leik í mynd sem gerð var eftir myndasögu. Hanks leikur í fyrsta skipti mann sem varla get- ur talist til góðmenna. Ekki kæmi á óvart ef Newman fengi tilnefningu til Óskarsverðlauna á næsta ári. Birgir Örn Steinarsson Þórarinn Þórarinsson Þráinn Bertelsson Óskarsverðlauna- leikstjóri deyr: Leikstjóri „The Sting“ látinn KVIKMYNDIR Leikstjórinn George Roy Hill, sem vann Óskarsverðlaun árið 1973 fyrir myndina „The Sting“, lést á föstudaginn. Hann var 81 árs gamall og hafði átt í áralangri baráttu við Park- inson-sjúkdóm- inn. Hill leikstýrði einnig hinni k l a s s í s k u k ú r e k a m y n d „Butch Cassidy and the Sun- dance Kid“ frá árinu 1969. Það voru félagarnir Paul Newman og Robert Redford sem fóru með aðal- hlutverkin í þeirri mynd. Hill skilur eftir sig eiginkonu, tvo syni, tvær dætur og tólf barna- börn. ■ PAUL NEWMAN Leikstjórinn George Roy Hill gerði einnig hina mögnuðu kúrekamynd „Butch Cassidy and the Sundance Kid“. Hér sést Paul Newman í hlutverki þess fyrr- nefnda. LIKE MIKE kl. 12, 2 og 4 JAMES BONDkl. 2, 5, 6.30, 8, 10 og 11.30 Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8, 10 og 11.30 Sýnd í lúxus kl. 3, 7 og 11kl. 1.50 og 3.55SANTA CLAUSE 2 HARRY POTTER kl. 8HARRY POTTER m/ísl. tali kl. 2 og 5 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4 og 6 m/ísl. tali GULL PLÁNETAN kl. 2, 4, 6 og 8 VIT498 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 2 VIT 429 SANTA CLAUS 1.40, 3.40, 5.50, 8, 10.10 VIT485GOSTSHIP kl. 10.10 VIT 487 kl. 6.20, 8.10 og10.10HLEMMUR kl. 5.55, 8 og 10.05HAFIÐ 1.45, 4, 8 og 10.20EINRÆÐISHERRANN Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 VIT 494 Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10 VIT 495 Sýnd kl. 6 og 9.15 VIT 468 Sýnd kl. 2, 4 og 8 m/ísl. tali VIT 493

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.