Fréttablaðið - 13.01.2020, Side 1

Fréttablaðið - 13.01.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Durum Durum ... Hákarlinn er kominn! Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir landið allt. Veðrið byrjar á vestanverðu landinu og færist síðan suður og austur um land. Við Faxaf lóa er gert ráð fyrir snörpum vind- hviðum við fjöll upp úr hádegi í dag. Talsverðar líkur eru á samgöngutruf lunum og ekkert ferðaveður. Samkvæmt veðurvakt Blika er skýringarinnar að leita í djúpri lægð af Grænlands- hafi. Við það hvessir af NA á Vestfjörðum með skafrenningi og ófærð ásamt éljum og snjókomu suðvestanlands. Kjöraðstæður eru nú fyrir myndun djúpra lægða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK AT VINNULÍF Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverk- fræðinga (FRV), segir ásókn hins opinbera í lykilstarfsfólk verkfræði- stofanna hafa verið að aukast mikið síðustu misserin. Í stað þess að auka umsvifin með því að eiga viðskipti við verkfræði- stofurnar sé hið opinbera að fjölga fólki hjá sér. Samkvæmt nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins gerðu meðal aðildarfélaga FRV telja 75 prósent þeirra að ráðningar hins opinbera á lykilstarfsfólki hafi aukist til muna á síðustu árum. Þá telja 92 prósent fyrirtækjanna að þetta vegi verulega að sam- keppnishæfni þeirra á markaði. „Þetta er mjög afdráttarlaust og það finna öll fyrirtæki sterklega fyrir þessu. Þetta þýðir bara að það er búið að draga úr okkur tennurnar varðandi það að sækja á erlenda markaði því það þarf mikla reynslu í það,“ segir Reynir. Hann segir það kaldhæðnislegt að stofnanirnar sem taki þessa starfsmenn þurfi mikið á verkfræði- stofunum að halda. „Stóra gildið í því að vera á markaðnum er að við getum unnið fyrir alla. Það er betra að reynslu- boltarnir fáu séu á markaðnum þar sem þeir geta hjálpað öllum. Annars getur þekkingin lokast inni á stofn- ununum.“ Hér sé um þjóðhagslega hagsmuni að ræða. Íslendingar hafi náð miklum árangri frá því um 1960 þegar flóknar framkvæmdir eins og við virkjanir hafi farið af stað. „Nú erum við meðal þeirra fremstu á Norðurlöndunum í sumu. Þetta hefðum við aldrei getað ef allir hefðu verið fastir inni á einhverjum stofnunum. Nú erum við að taka u-beygju sem er grátlega vitlaust.“ Þá segir Reynir að það hafi verið kannað meðal kollega á hinum Norðurlöndunum hvernig þessi mál væru að þróast þar. „Þeir kannast ekki við neina svona breytingu hjá sér. Mín upplifun er sú að við séum að ganga í öfuga átt.“ – sar Missa lykilstarfsfólk til ríkisins Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) hefur áhyggjur af því að hið opinbera sé að taka til sín verðmæta starfsmenn af verkfræðistofunum. Um sé að ræða sérfræðinga sem þær hafi kostað miklu til að þjálfa. Þetta þýðir bara að það er búið að draga úr okkur tennurnar varðandi það að sækja á erlenda markaði því það þarf mikla reynslu í það. Reynir Sævarsson, formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga HANDBOLTI Aron Pálmarsson kom að 20 mörkum íslenska liðsins gegn heims- og Ólympíumeisturum Dan- merkur um helgina í ótrúlegum sigri Íslands. Hann skoraði 10, gaf níu stoðsendingar og fiskaði víti. Aron hefði getað orðið fótbolta- maður. Hann þótti ekkert minna efnilegur þar á bæ. Í DV árið 2001 segir að FH hafi orðið Íslands- meistari í innanhússfótbolta þar sem Aron og Gylfi nokkur Sigurðs- son hafi skorað mörkin. Aron segir frá því sjálfur í viðtali við Monitor að hann hafi ætlað sér að verða atvinnumaður í fótbolta en hætt þegar hann var 16 ára. Ári síðar hafi þó vantað markvörð í annan flokk í fótboltanum og áður en Aron vissi af var hann kominn á meistara- flokksæfingar FH sem markvörður! Ísland mætir Rússlandi í dag á EM. – bb / sjá síðu 10 Aron kom að 20 mörkum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.