Fréttablaðið - 13.01.2020, Qupperneq 6
TAÍVAN Forseti Taívans og lýðveldis-
sinninn Tsai Ing-wen, var endur-
kjörin með 57 prósentum atkvæða
í kosningum sem fóru fram á laugar-
dag. Helsti keppinautur hennar, Han
Kuo-yu, hlaut 39 prósent atkvæða.
Þriðji frambjóðandinn, James
Soong, fékk um fjögur prósent. Um
19 milljónir voru á kjörskrá í Taívan.
Ágreiningur þeirra Tsai og Han
í kosningabaráttunni snerist um
samskiptin við Kína. Allt frá því að
kínverska borgarastríðinu lauk árið
1949 hefur Kína aldrei viðurkennt
sjálfstæði eyríkisins Taívans. Tsai
forseti vill halda samskiptum við
Kína óbreyttum og tryggja ákveðna
fjarlægð en Han vill efla samskiptin
við meginlandið. Það bæti efnahag
Taívans.
Í kosningabaráttunni sagði Tsai
að Kína verði að láta af hótunum í
garð Taívans. Lýðræðislega kjörin
ríkisstjórn landsins muni ekki bug-
ast vegna slíkra hótana. Xi Jin ping,
forseti Kína, hefur ekki ekki viljað
útiloka að gripið verði til vopna
til að ná Taívan undir sitt vald. Í
aðdraganda kosninganna sigldu
Kínverjar herskipum um Taívan-
sund, sem er milli meginlandsins og
Taív ans. Þessi ógn ásamt óeirðum í
Hong Kong þar sem stjórnvöldum í
Kína hefur verið mótmælt, virðist
hafa lagt Tsai lið. – ds
Tsai segir að lýðræðis-
lega kjörin ríkisstjórn
Taívan muni ekki bugast
vegna hótana Kína.
Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800
Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these
carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok.
Approved and OK New proof please
DATE:
SIGNATURE:
/Ingenjörsgatan 7-9
Box 814, 251 08 Helsingborg
Tel. vx. 042-24 73 00
info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se
14
0
280
Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina
RAUÐMAGIER FARINNAÐ KOMA
HROGN
& LIFUR
ÍRAN Nokkur fjöldi fólks, einkum
háskólastúdentar, söfnuðust saman
í gær við tvo háskóla í Teheran, til að
tjá reiði sína vegna árásar á farþega-
þotuna og viðbragða stjórnvalda
við þeim hörmungaratburði. Mót-
mælendur segja æðstu ráðamenn
landsins beita lygum og blekk-
ingum. Áætlað er að um helmingur
þeirra sem fórust með vélinni hafi
verið Íranir, f lestir þeirra háskóla-
stúdentar. Minningarsamkomur
um hin látnu voru haldnar við
háskólana Amir Kabir og Sharif í
Teheran. Þær þróuðust síðan út í
mótmælafundi.
Í nóvembermánuði voru mót-
mæli víða um landið. Þeim var beint
gegn stjórnvöldum og versnandi
efnahag. Mannréttindasamtökin
Amnesty International segja að þá
hafi 208 mótmælendur farist, mörg
þúsund manna hafi særst og allt að
7.000 mótmælendur verið hand-
teknir.
Margt bendir til þess að íranska
ríkisstjórnin hafi á síðustu vikum
misreiknað sig á þrjá vegu og skilið
æðstaklerk Írans, Ayatollah Ali
Khamenei, í mun veikari stöðu.
Í fyrsta lagi voru mótmæli þau
sem voru við hið víggirta sendiráð
Bandaríkjanna í Bagdad, höfuð-
borg Íraks, á síðasta degi ársins.
Þar réðst æstur múgur að sendi-
ráðinu og krafðist „Dauða yfir
Ameríku“. Mótmælin eru talin hafa
verið skipulögð að undirlagi Írans.
Bandaríkjaforseti Donald Trump
lýsti ábyrgðinni á hendur Íran.
Þremur dögum síðar misstu Íran-
ir einn af valdamesta hershöfðingja
landsins þegar Bandaríkin drápu
Qasem Soleimani í drónaárás.
Íran lofaði þá „öflugum hefndum“
eftir drónaárásina. Það var gert með
eldflaugarás Írana á íraska herflugs-
töð norður af Bagdad þar sem herlið
Bandaríkjahers hefur haft aðsetur.
Talið er að fjórir íraskir hermenn
hafi slasast og enginn Bandaríkja-
maður. Trump forseti sagði þá að
Íran virtist ætla að draga úr spenn-
unni milli landanna.
Um helgina viðurkenndi Íransher
síðan að hafa grandað úkraínskri
farþegaþotu við Teheran með 176
manns innanborðs. Herinn segir
þetta hafa verið óviljaverk sem
rekja megi til mannlegra mistaka.
Undirliggjandi er síðan afar bág-
borinn efnahagur Írans, þrátt fyrir
mikinn olíuútflutning, meðal ann-
ars vegna mikilla þvingunarað-
gerða Bandaríkjanna. Efnahagslífið
batnaði mjög þegar Íran gerðist aðili
að kjarnorkusamningi árið 2015. En
í kjölfar þess að Bandaríkin sögðu
sig frá samkomulaginu árið 2018
og settu aftur á þvingunaraðgerðir
hefur efnahagur landsins orðið æ
verri.
Landsframleiðsla Írans dróst
saman um 4,8 prósent árið 2018.
Enn dró úr efnahag landsins á
síðasta ári, en þá er áætlað að
landsframleiðsla hafi verið nei-
kvæð um 9,5 prósent, samkvæmt
upplýsingum Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins. Fyrir árið 2020 reiknar
sjóðurinn með að íranska hagkerfið
muni ná meiri stöðugleika. Eftir að
þessi spá sjóðsins var birt í október
hefur stjórnmála- og öryggisástand
landsins versnað mjög og enn herða
Bandaríkin á þvingunaraðgerðum
sínum. david@frettabladid.is
Fjölmenn mótmæli í Íran um helgina
Fjölmenn mótmæli fóru fram í Íran um helgina þar sem krafist er afsagnir æðstu embættismanna. Þar var mótmælt eftir minning-
arathöfn um þá 176 sem dóu þegar Íransher grandaði úkraínskri farþegaþotu. Íransher hefur viðurkennt að hafa grandað vélinni.
Minningarsamkomur um þá sem létust þegar Íransher grandaði úkraínskri farþegaþotu voru haldnar við háskólana Amir Kabir og Sharif í Teheran. Margir
íranskir háskólanemar voru meðal þeirra er dóu. Fjölmennar minningarathafnirnar þróuðust síðan út í mótmælafundi. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Fyrsta íranska kona til að vinna Ólympíuverð-
laun flýr land og fordæmis klerkastjórnina
Kimia Alizadeh, fyrsta og eina
íranska konan til að vinna Ólymp-
íuverðlaun, tilkynnti á Instagram
um helgina að hún hafi ákveðið
að yfirgefa heimaland sitt til
frambúðar. Að sögn BBC hefur
hún fordæmt írönsku stjórnina á
samfélagsmiðlum fyrir „spillingu
og lygar“.
Hin 21 ára Kimia Alizadeh, vann
til bronsverðlauna í taekwondo
á Sumarólympíuleikunum 2016 í
Ríó. Þá sagðist hún ætla alltaf að
vera „dóttir Írans“. Nú segir hún
hins vegar komið nóg. Í færslum
á samfélagsmiðlum segir hún
að yfirvöld í Íslamska lýðveldinu
hafi notað velgengni hennar í
áróðursskyni. Hún segist hafa
klæðst öllu því og sagt allt það
sem írönsk yfirvöld hafi skipað
henni. „Ég endurtók það sem þeir
skipuðu. Ekkert okkar skiptir máli
fyrir yfirvöld, við erum bara verk-
færi þeirra,“ segir hún.
Alizadeh lýsir sér sem „einni
af milljónum kúgaðra kvenna í
Íran“.
Tsai Ing-ven forseti Taívans vinnur
stórsigur og snuprar Kínastjórn
Forseti Taívans Tsai Ing-wen, fagnaði stórsigri með stuðningsmönnum sínum um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY
1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð