Fréttablaðið - 13.01.2020, Side 9

Fréttablaðið - 13.01.2020, Side 9
Jónas var einlægur faðir og afi og um leið var hann einn harðskeytt- asti og óvægnasti stjórnmála- maður síðustu aldar. En hann var mennskur og bjó yfir miklum kær- leika og mörgum ungum manni varð hann leiðtogi og vinur. Það eru sjötíu ár síðan Jónas hætti þingmennsku. Í viku hverri er hann enn til umræðu í fjölmiðlum. Hann lagði grunn að uppstokkun flokkakerfisins og tveir þeirra voru stofnaðir með aðkomu hans, bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn. Jónas lagði verkalýðn- um til vopnin til baráttunnar, en hann kom að stofnun Sjómanna- félags Reykjavíkur og ASÍ. Jónas nam m.a. í Oxford á Englandi við Ruskin College en sá háskóli var rekinn af bresku samvinnu- og verkalýðshreyfingunni. Hann varð einn öflugasti baráttumaður Ung- mennafélagshreyfingarinnar. Hann var sá stjórnmálamaður, sem stóð að stofnun héraðsskólanna og opn- aði ungu fólki leið til mennta. Enn fremur var hann skólastjóri Sam- vinnuskólans og þaðan útskrifaðist ungt fólk, sem reisti atvinnulífið til hins nýja tíma. Bæði Þjóðleik- húsið og Ríkisútvarpið voru börn Jónasar. Hvar kom Jónas ekki að verki? Stundum er sagt að Jónas hafi fundið upp „jarðhitann“. Jónas var okkar Churchill Þegar ég gekk þennan dag inn í gamla SÍS húsið, mennta- og menn- ingarráðuneytið, staldraði ég við. Þarna er stytta af Jónasi, sem stend- ur í hlaði ráðuneytisins. Hún er ekki reist af þeim fjöldahreyfingum, sem hann blés lífsandanum í. Nei, það var Albert Guðmundsson, knatt- spyrnuhetja, þingmaður og ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, sem stóð fyrir þessu. Styttan er því táknrænn þakklætis- og virðingarvottur frá einum af þúsundum ungra manna, sem Jónas leiddi út í hinn stóra heim og til áhrifa. Albert sagði greinar- höfundi m.a. þetta: „Jónas var lang merkilegasti og mikilvægasti stjórnmálamaður Íslands, ekkert síðri heldur en Jón Sigurðsson.“ Það sem best hefur verið skrifað um Jónas er bók Guðjóns Friðriks- sonar, í þrem bindum. Þau heita: „Með sverðið í annarri hendi en plóginn í hinni“, „Dómsmálaráð- herrann“ og „Ljónið öskrar“. Þessar bækur eru saga Íslands og um leið saga mannsins, sem gæti kallast einn af arkitektum nýs tíma. Var Jónas Winston Churc- hill okkar, engum manni líkur? Ógleymanleg er sagan þegar and- stæðingar hans ætluðu að dæma hann geðveikan og koma dóms- málaráðherranum á Klepp. Þá skrifaði Jónas „Stóru bombuna“, frægustu varnargrein allra tíma, nema ef vera skyldi ræða Ólafs Jóhannessonar í Geirfinnsmálinu á Alþingi. Snilld Jónasar var m.a. rit- leiknin og magnaðar ræður. Margir menn bjuggu í Jónasi frá Hrif lu, hann var engum manni líkur. Bæði Þjóðleikhúsið og Ríkis- útvarpið voru börn Jónasar. Hvar kom Jónas ekki að verki? Stundum er sagt að Jónas hafi fundið upp „jarð- hitann“. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Vantar þig blaðið í dag, í gær eða helgarblað frá því í sumar? Safnið er á frettabladid.is Lestu Fréttablaðið þegar þér hentar á frettabladid.is Á frettabladid.is finnur þú Fréttablaðið í dag og safn eldri blaða. Bruce Springsteen hefur kyrjað sann-leikann í allmörg ár á sviði frammi fyrir hundruðum þúsunda. Boðskapurinn verður skýrari með hverju ári sem líður: Stríð? spyr Bruce við drynjandi trommuslátt. Hvaða gagn gera þau? Svarið hefur aldrei staðið á sér í f lutningi þessa mikla rokkara: Ekki baun. Absolutely nothing. Stríð gera ekki neitt fyrir neinn. Þau eru engum til gagns. Þetta er boðskapur lagsins War með Bruce. Þetta er svona lag sem ratar stundum á heilann á manni, eins og lög gera. Maður keyrir og söngl- ar þetta fyrir munni sér. Ryksugar raulandi. Einhverjir eru örugglega komnir með lagið á heilann núna, við að lesa þetta. Á undanförnum dögum hafa kringumstæður heimsmála skapað sérstaka ástæðu til þess að rifja upp þennan söng og spá í ein- faldan textann af ögn meiri dýpt. Hvað er hann Bruce að tala um? Stríð eru fáránleg Dýrt að sigra Um daginn varð næstum því stríð. Bandaríkjamenn drápu íranskan hershöfðingja. Íranir svöruðu með f lugskeytum á bandarískar herstöðvar. Á tímabili þótti lík- legt að þessi atburðarás myndi leiða til styrjaldarátaka milli þjóðanna. Margir hristu höfuðið og dæstu. Spurningin blasti við: Hvaða gagn myndi slíkt stríð gera? Í alvöru. Hver yrði betur staddur eftir slíkt bull? Er það virkilega þetta sem heiminn vantar? Enn eitt stríðið. Pistlahöfundurinn Fahrad Manjoo skrifaði ljómandi grein í New York Times í síðustu viku undir fyrirsögninni „We Really Must Stop Starting Wars“. Grunn- nálgunin er sú sama og hjá Bruce. Öll rök hníga að því að það sé fullkomlega fáránleg hugmynd að ætla sér að leysa erfið alþjóðleg deilumál með stríðsrekstri. Hér er ekki verið að tala um siðferði og gildi friðar og nauðsyn þess að fólk leysi deilur í sátt og samlyndi, og það allt — sem er vissulega mikilvægt — heldur bara þetta: Stríð eru vesen. Það er rándýrt að reka stríð og það sem meira er, það er rándýrt að „sigra“ stríð. Hvenær sigra Bandaríkjamenn innrásina í Írak og Afganistan? Vandamálin sem sköpuðust í því brölti eru tröllaukin og fáir sjá fyrir endann á þeim. Kostnaður- inn er gríðarlegur, mannfall og eyðilegging. Upplausn ríkir. Rótgróin vitleysa Ég er viss um að margir eru sam- mála þessu. Auðvitað vilja fáir stríð. En hið merkilega er, að þó svo vilji til þess að fara ekki í stríð, helst aldrei, sé víðtækur er hin mantran alltaf jafnsterk, nefnilega sú sem segir að stríð séu þrátt fyrir allt nauðsynleg. Gera þurfi meira en gott þykir. Illt skuli með illu burt reka. Vöðvaafl ráði. Stríð sé lokastig í deilu. Stríð séu háð þegar öll önnur úrræði hafa verið reynd til þrautar. Við höfum heyrt þetta allt saman. Ég held að það sé löngu tíma- bært, og fréttir liðinnar viku fengu mann til að spá í þetta, að það sé viðurkennt að þetta tal allt saman er í besta falli úrelt, ef ekki fullkomið bull. Þjóðir heimsins eru núna kyrfilega fastar í sam- eiginlegum hagsmunavef. Allir græða á öllum. Stríð við aðra er stríð við þig sjálfan. Stríð, fyrir utan hugsanlega staðbundin og langvarandi hatursátök (sem blessunarlega fer fækkandi), eru ekki lengur háð með það að mark- miði að knésetja aðrar þjóðir, koma heim með afhoggin höfuð konunga og segja af því tilefni eitthvað ódauðlegt. Hið yfir- lýsta markmið stríðsrekstrar nú á tímum er að byggja upp aðrar þjóðir, eins mótsagnakennt og það hljómar. Hjálpa þeim. Það sem svo hefur komið í ljós, er að þessi leið til þess að reyna að réttlæta úrelta löngun til stríðsbrölts er algjörlega gjaldþrota. Hið fornkveðna blasir alltaf við: Stríð bara eyðileggur. Stríð er ósigur í eðli sínu. Hjálpar engum. Aðrar leiðir eru margfalt áhrifameiri ef markmiðið er að breiða út velsæld, efla lýðræði og auka frið. Við Íran var búið að gera samning. Stríðsleiðin er fáránlega miklu verri leið en hann. Ísland á næsta Natófundi Átök verða alltaf í heiminum. Hagsmunir rekast á. En eðli átak- anna hefur breyst. Stríðsmaskínur skipta sífellt minna máli. Rússar eru á góðri leið með að knésetja Bandaríkin með falsfréttir að vopni. Her þeirra samanstendur af virkum í athugasemdum. Banda- ríkin eru eins og risi sem riðar til falls vegna þess að það er búið að binda fyrir augun á honum. Við vitum þetta Íslendingar. Enginn her er hér. Bara Vík- ingasveitin. Kosta Ríka fattaði þetta árið 1948 og lagði her sinn niður og setti allan peninginn í heilbrigðis- og menntamál. Nágrannaríkið Panama fór sömu leið mörgum áratugum síðar og sér ekki eftir því. Á næsta NATO- fundi ættu íslenskir leiðtogar að segja þetta: Í stað þess að verja 200 þúsund milljörðum króna til hermála á ári hverju ættu þjóðir heimsins að taka allan þann pening og verja honum í lofts- lagsmál, þróunaraðstoð, menntun og heilbrigði. Þá fyrst yrði sigur unninn. Það var fullt út úr dyrum í mennta og menningarmála-ráðuney tinu, þegar Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, boðaði til hádegisfundar þar nýlega. Guðrún Eggertsdóttir, afabarn Jónasar frá Hrif lu, ræddi þá um manninn og afann, Jónas Jónsson, einn afkastamesta og umdeildasta stjórnmálamann síðustu aldar. Menntamálaráðuneytið er til húsa í Sambandshúsinu (SÍS) gamla og þennan dag var maður nánast kom- inn inn á heimili Jónasar, en hann bjó mörg ár í húsinu. Jónas frá Hriflu var einn af höfuðsmiðum Íslands Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.