Fréttablaðið - 13.01.2020, Síða 12
Innréttingar & tæki er fjöl-skyldufyrirtæki sem er starfrækt við Ármúla 31 og
hefur verið rekið um langt skeið
eða frá árinu 1945. „Amma mín
stofnaði það sem heildverslun
en 1993 var því breytt í verslun
af foreldrum mínum,“ segir Íris
Jensen eigandi en þau Grétar Þór
Grétarsson, eiginmaður hennar,
tóku við rekstrinum árið 2014.
„Við ákváðum að slá til og höfum
staðið vaktina síðan,“ segir hún
létt í bragði.
Innréttingar & tæki eru best
þekkt fyrir mikið úrval af baðinn-
réttingum, blöndunartækjum,
hreinlætistækjum og sturtuklef-
um þar sem gæði og góð hönnun
eru í fyrirrúmi en spennandi
nýjungar streyma nú í verslunina.
„Við erum nýlega byrjuð með
umhverfisvænar plötur með
mosa sem eru frábærar til hljóð-
einangrunar og henta vel fyrir
heimili, fyrirtæki og stofnanir.
Mosaplöturnar eru afar fallegar
og til mikillar prýði. Þær eru úr
náttúrulegum mosa, laufum og
umhverfisvænum efnum sem ekki
þarf að hugsa mikið um. Mosa-
plöturnar eru frá ítalska hönnun-
arfyrirtækinu Benetti Home. Þær
má setja upp sem stóran eða lítinn
gróðurvegg eða klippa til og búa
til listaverk eða lógó fyrirtækja,
allt eftir því sem hver og einn vill,“
segir Íris.
Plöturnar eru búnar til úr léttu
áli og á þær er settur mosi, sem
er sérstaklega ræktaður í þeim
tilgangi. Íris segir mosaplöturnar
hafa vakið mikla athygli og þær
séu vinsælar víða um heim.
„Plöturnar eru vistvænar og það
þarf lítið sem ekkert að hugsa
um þær. Mosinn heldur sér vel
og það þarf aðeins að úða efni á
hann á nokkurra mánaða fresti ef
rakinn er lítill. Einfaldara getur
það ekki verið. Það er hægt að sjá
risastóran vegg úr mosaplötunum
við upplýsingaborðið í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, en hann kemur
mjög vel út. Mosaplöturnar eru
líka eftirsóttar til að skreyta hótel
og veitingastaði en þær setja mjög
skemmtilegan svip á umhverfið,“
segir Íris.
Mosaplöturnar fást í mismun-
andi stærðum og segir Íris hægt
að velja um ljósan eða dökkan
mosa, mosa blandaðan laufum
eða bara mosa. „Það er líka bæði
hægt að hafa mosann mjúkan eða
harðan, allt eftir smekk hvers og
eins,“ upplýsir hún og ítrekar að
um náttúrulegt efni sé að ræða.
„Plöturnar eru frábærar til að
dempa hljóð t.d. í húsum þar sem
hátt er til lofts eða stór og opin
rými. Mosinn skapar líka notalega
stemningu,“ segir Íris.
Umhverfisvænt salerni
Íris segir að Innréttingar & tæki
leggi mikið upp úr því að bjóða
viðskiptavinum umhverfisvænar
vörur eftir því sem kostur er. „Hjá
okkur fæst umhverfisvænt salerni
frá spænska fyrirtækinu Gala.
Þar er búið að sameina salernis-
skálina og skolskálina í eitt tæki.
Þetta salerni er útbúið fjarstýringu
og það er hægt að fá bæði skol og
blástur sem minnkar verulega eða
algjörlega notkun á salernispappír.
Þessi salerni eru mjög vinsæl í
löndum þar sem ekki má setja
salernispappír í klósettið. Þetta er
virkilega falleg hönnun sem kemur
vel út á baðherbergi,“ segir Íris.
Bleikt eða blátt
„Það nýjasta í hreinlætistækjum
eru salerni og handlaugar í fal-
legum litum en þau hafa verið
svakalega vinsæl hjá okkur. Við
bíðum núna spennt eftir að fá
salerni og handlaugar í bleiku
sem eru að koma í hús, en á þessu
ári verður litaúrvalið sérstaklega
skemmtilegt. Hreinlætistækin sem
fást hjá Innréttingum & tækjum
eru að mestu frá Globo, sem er
ítalskt fyrirtæki. Fólk á öllum
aldri hefur mikinn áhuga á því
að breyta til að fá hreinlætistæki
í skemmtilegum lit,“ segir Íris en
hreinlætistækin frá Globo eru ein-
staklega smekkleg og stílhrein. „Ef
fólk vill lífga upp á baðherbergin
hjá sér eru hreinlætistækin frá
Globo algjörlega málið,“ segir Íris
að lokum.
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Mosaplöturnar eru frábærar til að dempa hljóð t.d. í húsum þar sem hátt er til lofts eða stór og opin rými.
Umhverfisvænt salerni með sjálfvirkum búnaði.
Hægt er að fá margvíslegar úrfærslur á mosaplötunum.
Hægt er að klæða heilu veggina með mosaplötum.
Framhald af forsíðu ➛ Plöturnar eru
vistvænar og það
þarf lítið sem ekkert að
hugsa um þær. Mosinn
heldur sér vel og það
þarf aðeins að úða efni á
hann á nokkurra mán-
aða fresti ef rakinn er
lítill.
Falleg hreinlætistæki í flottum litum lífga upp á baðherbergið. Þessi tæki
eru frá ítalska framleiðandanum Globo sem er þekktur fyrir fagra hönnun.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U R