Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.01.2020, Blaðsíða 32
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Undanfarin ár hafa um 25 nemendur fengið sex mánaða þjálfun hjá skólanum. Merkisatburðir 1610 Galileo Galilei uppgötvar Callisto, fjórða fylgitungl Júpiters. 1830 Stórbruni í New Orleans. Talið var að þrælar í upp- reisn hefðu kveikt eldana. 1882 Richard Wagner lýkur við óperuna Parsifal. 1894 Niðurlögum uppreisnar ráðið á Sikiley. 1895 „Ideal husband“, leikrit Oscars Wilde frumsýnt í Lundúnum. 1915 Jarðskjálfti skekur Avezzano og nágrenni um mið- bik Ítalíu og verður um 30 þúsund að aldurtila. 1920 Fullyrt í ritstjórnargrein stór- blaðsins New York Times að eldflaugar muni aldrei fljúga. Það reyndist rangt. 1930 Mikki mús stígur fram í myndasögu í fyrsta sinn. 1938 Enska kirkjan viðurkennir þróunarkenninguna. 1943 Adolf Hitler lýsir yfir allsherjarstríði gegn banda- mönnum. 1945 Fimmta sinfónía Prokoféffs frum- flutt í Moskvu. 1953 Tító kjörinn forseti Júgóslavíu. 1959 Charles de Gaulle náðar 130 Alsíringa sem höfðu hlotið dauðadóm. 1964 Karol Wojtyla, sem síðar varð Jóhannes Páll páfi annar, varð erkibiskup í Kraká, Póllandi. 1978 NASA, bandaríska geimferðastofnunin velur fyrstu kvengeimfarana. 1991 Mário Soares endurkjörinn forseti Portúgals. 1992 Japanir biðjast fyrirgefningar á að hafa neytt kóreskar konur í kynlífsþrælkun á tímum seinni heims- styrjaldar. 2000 Bill Gates stígur úr stóli forstjóra tæknirisans Microsoft. Ég mun fyrst og fremst reyna að viðhalda þeirri öflugu og mikilvægu starfsemi sem Jarðhitaskólinn hefur sinnt síðustu f jóra áratugina, með áherslu á að viðhalda faglegum gæðum starfseminnar. Það á eftir að koma í ljós á næstu misserum hvort þörf verður á einhverjum áherslu- breytingum,“ segir dr. Guðni Axelsson, jarðeðlisfræðingur, sem tók við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans um nýliðin áramót. Fráfarandi forstöðu- maður var Lúðvík S. Georgsson, sem tók við skólanum árið 2013 af Ingvari Birgi Friðleifssyni. „Undanfarin ár hafa um 25 nemendur fengið sex mánaða þjálfun hjá skólanum. Það að auki hefur skólinn stutt fimm meistaranema og einn doktorsnema árlega til jarðhitanáms við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík,“ segir Guðni. „Þá hefur fjöldi nema sótt nám- skeið skólans og samstarfsaðila hans í Kenýa og El Salvador. Frá því skólinn tók til starfa 1979 hafa 718 nemendur frá 63 þróunarlöndum lokið sex mánaða þjálfuninni.“ Guðni segir starfsmenn Jarðhita- skólans fimm, en mikill fjöldi kenn- ara komi að þjálfuninni aðallega frá Íslenskum orkurannsóknum, háskól- unum, verkfræðistofum og orkufyrir- tækjum. Námið sé þríþætt. Í fyrsta lagi almenn kennsla um allt sem við kemur jarðhitarannsóknum, vinnslu jarðhita og nýtingu. Í öðru lagi sérhæfð þjálfun á tilteknu sérsviði og að síðustu verkefni sem unnin eru undir leiðsögn íslenskra sérfræðinga. „Svo kemur skólinn að rekstri jarð- hitanáms í El Salvador og á síðasta ári hófst rekstur náms í Kína í samvinnu kínverskra og íslenskra stjórnvalda, sem Jarðhitaskólinn kemur að.“ Guðni segir nemendurna koma frá ýmsum þróunarlöndum þar sem jarð- hita er að finna, aðallega frá opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Flestir séu með grunnmenntun í jarðvísindum og verkfræði og á aldrinum 25 til 35 ára. „Oftast hafa nemendurnir einhverja innsýn í jarðhita og nýtingu hans, en stundum þó á frumstigi. Lengi hefur verið lögð mikil áhersla á jafnan hlut kvenna og karla í náminu,“ segir Guðni. Hann segir breytingu hafa nýlega orðið á tengslum við Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. „Frá upphafi og til 2019 var skólinn tengdur Háskóla Sam- einuðu þjóðanna, en ákveðið var að slíta því samstarfi vegna breyttra áherslna háskólans. Í staðinn mun skólinn tengjast Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, í gegnum GRÓ, Þekkingarmiðstöð þróunarsam- vinnu Íslands, ásamt Sjávarútvegs-, Landgræðslu- og Jafnréttisskólunum. Ekki er komin reynsla á samvinnuna við UNESCO, en hún verður að teljast ekki síður viðeigandi en samvinnan við Háskóla Sameinuðu þjóðanna, vegna aðkomu UNESCO að þróun mennta-, vísinda- og menningarmála í heiminum.“ Guðni segir fjármagn til rekstrarins vera hluta af framlagi Íslands til alþjóð- legrar þróunarsamvinnu en það fé komi að stærstu leyti frá utanríkisráðuneytinu. „Framlag skólans síðustu fjóra áratugi hefur haft umtalsverð áhrif á uppbygg- ingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda og hefur starfsemi skólans þannig hjálpað löndunum að draga verulega úr notkun jarðefna- eldsneytis og úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Starfsemi skólans hefur einnig verið mjög mikilvæg aðilum hér á landi sem sinna jarðhitarannsóknum og nýt- ingu,“ segir hann. Guðni segir að í apríl verði stór alheim- sjarðhitaráðstefna, World Geo thermal Congress 2020, haldin hér á landi. „Þar verður þáttur fyrrverandi nemenda mjög veigamikill. Þeir eru meðal ann- ars höfundar vel yfir 400 fyrirlestra eða veggspjalda, af rúmlega 1800 fyrir- lestrum og veggspjöldum alls.“ jon@frettabladid.is Í forystu um jarðhitanám Nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans vill viðhalda öflugu starfi skólans sem starfað hefur í fjörutíu ár. Starfsemi skólans er hluti framlags Íslands til þróunarsamvinnu. Dr. Guðni Axelsson tók við sem forstöðumaður Jarðhitaskólans um nýliðin áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ástkær móðir okkar, uppeldismóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Ingimundardóttir Hrísmóum 7, Garðabæ, sem lést föstudaginn 3. janúar verður jarðsungin fimmtudaginn 16. janúar kl. 13 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson Dagbjört Hansdóttir Sigurbjörn Sveinsson Hermann Hansson Auðbjörg Tómasdóttir Svava Hansdóttir Jóhannes Kristjánsson Hrafn Ingimundarson Elín Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hannibal Valdimarsson fæddist þennan dag árið 1903. Hann var einn umdeildasti og um leið litríkasti stjórnmálaleiðtoginn á vinstri væng stjórnmálanna á sinni tíð. Hann barðist fyrir réttindum verkafólks og trúði á nauðsyn sterkrar verkalýðsforystu. Hann var formaður í tveimur stjórn- málaflokkum á sínum ferli, Alþýðu- flokknum og Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og veitti að auki kosningabandalaginu Alþýðubanda- laginu forystu. Hann var var forseti Alþýðusambandsins, ASÍ, 1954 til 1971. Hannibal var þó alla tíð talinn ein- dreginn jafnaðarmaður sem barðist einarðlega fyrir skoðunum sínum en þótti ekki alltaf auðveldur í samstarfi og haft var á orði að hann þætti lítt gefinn fyrir málamiðlanir. Hannibal hóf þátttöku í stjórn- málum á Ísafirði upp úr 1930 og varð mjög fljótlega leiðtogi þeirra sem kallaðir voru „Ísafjarðarkratar“ og þóttu mjög harðsnúnir og jafnvel sagðir róttækir. Hannibal Valdimarsson lést 1. sept- ember árið 1991. Þ E T TA G E R Ð I S T 13 . J A N ÚA R 19 0 3 Forystumaðurinn Hannibal Valdimarsson fæðist Hannibal Valdimarsson. 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.