Fréttablaðið - 22.01.2020, Page 4

Fréttablaðið - 22.01.2020, Page 4
Viðhorfskönnun hefur sýnt að allt að 40 prósentum ferðamanna þyki hópferða- bifreiðar of margar við Jökulsárlón. Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Fermingarkvöld! í Partýbúðinni og á Kaffi Mílanó þann 31. jan kl. 18-21 Léttar veitingar meðan birgðir endast Nánar um viðburðinn á fb Finndu okkur á SKIPUL AGSMÁL Um 850 þúsund manns lögðu leið sína að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi á árinu 2018. Spáð er að sú tala fari í 1,5 milljónir. Slíkum fjölda fylgir þung umferð og er það sagt einkenna ástandið á staðnum. „Bílum er lagt mjög nærri jökul- lóninu þar sem núverandi aðstaða er staðsett og einnig í fjörunni sunn- an þjóðvegar og utanvegaakstur hefur myndað slóða og rask,“ segir í greinargerð með nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón sem bæjarstjórn Hornafjarðar hefur samþykkt að sett verði í auglýsingu. Fram kemur að skipulagið miði við að í framtíðinni eigi að færa hringveginn 200 til 350 metra ofar í landið um nýja brú. „Í nýju deili- skipulagi er þjónustumiðstöð færð enn lengra til austurs frá Jökulsár- lóni en í gildandi deiliskipulagi og almenn umferð bíla ekki heimiluð nærri bökkum lónsins,“ segir í greinargerðinni. Gert er ráð fyrir stærsta uppbygg- ingarsvæðinu norðan og austan við brúna en einnig tveimur byggingar- reitum neðan vegar beggja vegna brúarinnar auk lítils byggingar- reits vestan útfalls lónsins og ofan vegar. Á þessum reitum verður hægt að reisa byggingar sem samanlagt geta orðið 5.330 fermetrar sam- kvæmt skipulaginu. Fyrirferðarmest verður Þjónustu- miðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs sem getur orðið allt að 1.800 fermetrar. Þjónustubyggingar, aðstaða fyrir gestamóttöku, starfsemi ferðaþjón- ustuaðila, veitingarekstur, verslun, og starfsfólk getur orðið á allt að 1.300 fermetrum. Ferðaþjónustufyrirtæki fá síðan 800 fermetra undir þaki fyrir sig, 500 fermetrar eru undir starfsmenn og fyrirtæki í bátasiglingum fá 250 fermetra. Til viðbótar þessu er gert ráð fyrir þremur salernishúsum, sérstakri aðstöðu fyrir landvörð og mann- virki fyrir fráveitu og fyrir véla- og viðgerðarþjónustu. „Gerð verður greiðfær braut á gamla vegslóða þar sem farþega- vagnar geta ekið hringferð frá aðal- þjónustusvæði að bátaaðstöðu og gestastofu við Lónið. Hringurinn er um 1,5 kílómetra langur og verður einstefna að megninu til,“ segir í greinargerðinni um aðgengi ferða- manna. Byggja á göngubrú ofan við akstursbrúna. „Sú brú tengir bíla- stæði, tengir vestur- og austurbakka Jökulsár og dreifir álagi vegna bíla- stæðaþarfar, sem og að auka upplif- unar- og útivistargildi svæðis.“ Samkvæmt umhverfismati verða áhrif nýja deiliskipulagsins nei- kvæð á ásýnd landslags, jarðmynd- anir, hljóðvist og lífríkið. Áhrifin á grunnvatn og verndargildi eru óveruleg. gar@frettabladid.is Gert ráð fyrir 5.330 fermetra nýjum húsum við Jökulsárlón Samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir Jökulsárlón mun verða heimilt að reisa þar byggingar að samtals 5.330 fermetrum. Allt að 680 bílastæði verða í boði auk sérstakra stæða fyrir rútur og stærri bíla. Vagnar aka fólki hring frá bílastæði að lóni. Skipulagið miðast við færslu hringvegarins og nýja brú nær lóninu. Færa á hringveginn norður um nýja brú yfir útfall Jökulsárlóns og reisa margar byggingar og útbúa bílastæði. Costco í Garðabæ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Samtök verslunar og þjónustu stefndu eignarhaldsfélagi Costco, Costco Wholesale Iceland ehf., vegna ágreinings um reikning, en Costco er félagi í SVÞ. Var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Fram kom að ekki hefði enn verið reynt að ná sáttum í málinu en full- trúar beggja deiluaðila sögðust til- búnir að skoða það. Að frumkvæði dómara var ákveðið að reyna sættir eftir rúman mánuð, 25. febrúar. – khg Stefna Costco vegna reiknings 1 Borgin á frýjar „shaken baby-máli“ til Lands réttar Reykjavíkurborg hefur ákveðið að áfrýja dómi í svokölluðu shaken- baby máli til Landsréttar. Borgin var dæmd skaðabótaskyld í desember. 2 Inn kalla frosnar ostrur vegna nóró víruss Í sam ráði við Heil- brigðis eftir lit Reykja víkur hefur fyrir tækið Dai Phat Tra ding ehf. á kveðið að inn kalla frosnar ostrur vegna nóró víruss sem greindist í vörunni. 3 Ragnari finnst ó lík legt að verka lýðs hreyfingin bjóði fram For maður VR mun kynna könnun á stuðningi við stjórn- mála flokk á vegum verka lýðs- hreyfingarinnar, á mið stjórnar- fundi ASÍ á morgun. 4 Látnir fái að gefa sæði Tveir vísinda menn segja í grein í fræði riti að sæði s taka úr látnum mönnum sé jafn sið ferðis lega rétt lætan leg og líf færagjafir. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is SAMFÉLAG Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í sveitarfélögum lands- ins er í Mýrdalshreppi en þar eru þeir 44 prósent íbúa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá en miðað er við stöð- una 1. desember síðastliðinn. Aðeins einn af 93 íbúum Sval- barðshrepps er erlendur ríkisborg- ari. Ef litið er til landshluta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á Suðurnesjum, eða 24 prósent. Á Vestfjörðum er það 16 prósent, á Suðurlandi 14 prósent og 13 prósent á höfuðborgarsvæðinu og Vestur- landi. Á Austurlandi eru erlendir ríkisborgarar 12 prósent íbúa og rúm átta prósent bæði á Norður- landi vestra og Norðurlandi eystra. Pólverjar eru að vanda langfjöl- mennasti hópurinn og náðu þeir 20 þúsundum á árinu 2019. Rúmenum fjölgaði mjög, þeir voru rúmlega 1.500 við þarsíðustu áramót en hafa nú rofið 2.000 íbúa múrinn. Lithá- um fjölgaði einnig um rúmlega 500 og eru sem fyrr næstfjölmennasti hópurinn, rúmlega 4.600 talsins. Alls hefur erlendum ríkisborg- urum fjölgað um rúmlega fimm þúsund á einu ári og nálgast nú 50 þúsunda markið. – sar, khg Hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í Mýrdalshreppi Vík í Mýrdal. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 29 05 '19 1702011 Yfirf.Teikn.Verknr: Mkv.:Útgáfud.: Breyting: Teikn.nr.: DEILISKIPULAGSUPPDRÁTTUR DEILISKIPULAG 1 1:10000 Á A1 BK/ÓM SK A JÖKULSÁRLÓN Á BREIÐAMERKURSANDI V 20 20 20 20 20 3535 10 10 10 10 10 25 25 25 25 25 15 15 15 15 15 30 30 30 30 5 5 5 5 10 10 30 30 5 20 20 20 25 15 15 30 30 30 30 30 30 30 25 25 25 25 25 25 25 25 25 40 10 10 10 10 10 10 10 10 10 15 15 15 15 15 15 15 15 15 15 35 35 35 20 20 20 20 20 20 20 20 20 20 20 20 5 5 5 5 5 5 10 10 10 10 10 10 15 15 15 20 20 20 5 5 5 5 5 5 5 N 0 300100 1 km : 1000m MÖRK DEILISKIPULAGS SVÆÐI A MÖRK DEILISKIPULAGS SVÆÐI B 500 GRÓÐURFLETIR BYGGINGARREITIR AÐALBÍLASTÆÐI MÖRK DEILISKIPULAGS HÚS - TIL NIÐURRIFS AKFÆR GÖNGULEIÐ GÖNGULEIÐIR 132kV HÁSPENNULÍNA [PB1] — (35-45m HELGUNARSVÆÐI) SKUTLULEIÐ FRÁGENGIÐ YFIRBORÐ HRINGVEGUR OG AÐRIR VEGIR NÝ BRÚ HELGUNARSVÆÐI ÞJÓÐVEGAR (30+30m FRÁ MIÐLÍNU) NÚVERANDI ÞJÓÐVEGUR S K Ý R I N G A R ÚTRÆÐI BÁTA AUKABÍLASTÆÐI BÍLASTÆÐAREITIR UMFERÐ ÞJÓNUSTUAÐILA AÐ LÓNI LEIÐ MEÐ STERKU SLITLAGI DÆMI UM BYGGINGU DÆMI UM TENGIBYGGINGU SORPGERÐIS BORHOLA [VATN]V VARNARGARÐAR B3 HELGUNARSVÆÐI BÁTAUMFERÐAR HLEÐSLUSTÆÐI F. RAFKNÚIN FARARTÆKIHL GÖNGUBRÚ OLÍUTANKAR FYRIR HJÓLABÁTAOL Y F I R L I T S M Y N D D E I L I S K I P U L A G S U P P D R Á T T U R 1 : 1 0 0 0 0 Ú R A Ð A L S K I P U L A G I S V E I T A R F É L A G S I N S H O R N A F J A R Ð A R 2 0 1 2 - 2 0 3 0 A - BREYTING - 6. JANÚAR 2020 LEIÐRÉTT EFTIR ATHUGASEMDIR Í AUGLÝSINGAFERLI OG NÝ VEGLÍNA Hæðarlínugrunnur og loftmynd eru fengin frá Loftmyndum ehf. 2019. Deiliskipulag þetta sem fengið hefur meðferð í samræmi við ákvæði 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsnefnd þann __________ 20____ og í Bæjarstjórn þann __________ 20____ . Tillagan var auglýst frá __________ 20____ með athugasemdafresti til ___________ 20____ . Auglýsing um gildistöku deiliskipulagsins var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann __________ 20____ . SAMFÉLAG „Hugmyndin að þessum hluta rannsóknarinnar, persónu- leikaeinkennum of beldismanna, varð til í samtali við konur sem dvöldu í Kvennaathvarfinu. Þegar þær töluðu um of beldismenn sína töluðu þær margar um sömu persónuleikaeinkennin,“ segir Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra í Kvennaathvarfinu. Hún f lytur erindið Tölum um of beldismenn á morgun þar sem hún kynnir niðurstöður rannsókn- ar á upplifun kvenkyns þolenda heimilisof beldis og persónuleika- einkennum of beldismanna sem unnin var af Kvennaathvarfinu. „Rannsóknin sýnir fram á ýmis sameiginleg einkenni þeirra sem beita of beldi og það er áhugavert að skoða hvers vegna fólk beitir of beldi. Ekki fæðast litlir of beldis- menn á fæðingardeildinni, það er eitthvað í samfélaginu sem gerir þá að of beldismönnum og mikilvægt að reyna að skilja hvernig við sem samfélag getum hætt að framleiða tortryggna af brýðisama menn sem beita of beldi í nánu sambandi,“ segir Drífa. Skýrsla unnin úr rannsókninni var nýlega gefin út á ensku og segir Drífa að mikilvægt sé að koma til móts við sem f lestar konur og aðstandendur þeirra sem vilja leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, einn liður í því sé að hafa fræðslu- efni aðgengilegt á f leiri tungumál- um en á íslensku. Erindi Drífu fer fram á klukkan tólf á hádegi á morgun í húsnæði Stígamóta, Laugavegi 170. „Ég vonast til þess að niðurstöð- urnar geti hjálpað konum sem búa við of beldi. Sýnt þeim að þær séu ekki einar, hvatt þær til að leita sér hjálpar og sýnt þeim hvar hjálpina er að finna,“ segir Drífa. – bdj Rannsókn sýnir fram á sameiginleg einkenni þeirra sem beita ofbeldi Drífa Jónasdóttir, verkefnastýra. 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.