Fréttablaðið - 09.12.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 09.12.2019, Síða 6
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is Gerðu kjarakaup fyrir áramót Volkswagen Transporter Frá 3.991.935 án vsk Tilboðsverð frá 3.540.000 kr. án vsk. Volkswagen Crafter Frá 5.548.387 án vsk Tilboðsverð frá 4.830.000 kr. án vsk. Traustir vinnufélagar Volkswagen Amarok Frá 8.190.000 m/vsk Tilboðsverð frá 7.490.000 kr. m/vsk. Volkswagen Caddy Frá 2.766.129 án vsk Tilboðsverð frá 2.400.000 kr. án vsk. *Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is. Nokkur eintök í boði Sanna Marin tekur við embætti í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY FINNLAND Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands en hún var í gær valin af flokksráði Jafnaðar- mannaflokksins til að gegna emb- ættinu. Flokkurinn leiðir ríkisstjórn fjögurra flokka sem tók við völdum í júní síðastliðnum. Antti Rinne, fráfarandi forsætis- ráðherra, sagði af sér embætti í síð- ustu viku eftir vantraustsyfirlýsingu Miðflokksins. Marin, sem fékk 32 atkvæði gegn 29 atkvæðum keppinautar síns, sagði að mikil vinna væri fram undan við að byggja upp traust. Hún sagði að stjórnarsáttmálinn héldi flokkunum saman. Sanna Marin, sem er 34 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu Finnlands. Hún hefur setið á þingi frá árinu 2015 og var samgönguráð- herra í ríkisstjórn Rinne. – sar Finnar fá 34 ára forsætisráðherra BRETLAND Forskot Íhaldsf lokksins á Verkamannaf lokkinn mælist níu prósentustig samkvæmt nýrri könnun sem BMG gerði fyrir dag- blaðið The Independent og birt var í gær. Kosið verður til neðri deildar breska þingsins næstkomandi fimmtudag. Samkvæmt könnuninni fengi Íha ldsf lok k u r inn 41 prósent atkvæða sem er tveimur prósentu- stigum meira en í könnun sem BMG gerði í lok nóvember. Verka- mannaf lokkurinn mælist nú með 32 prósent sem er einu prósentu- stigi minna en í síðustu könnun. Brexit-f lokkurinn mælist áfram með fjögur prósent. Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsf lokksins, ritaði opið bréf þar sem hann segir kosn- ingarnar á fimmtudaginn sögu- legar. Þar gefist Bretum tækifæri til að halda áfram eftir Brexit. Johnson vildi ekki svara því í samtali við Sky-fréttastofuna hvort hann myndi segja af sér embætti forsætisráðherra ef f lokkur hans næði ekki meirihluta í neðri deild þingsins. Þá ítrekaði hann að samkvæmt Brexit-samningi sínum yrði ekkert eftirlit með vöruf lutningum til og frá Norður-Írlandi. Það væri rangt sem fram kæmi í minnisblaði fjár- málaráðuneytisins sem var lekið að sú yrði raunin. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaf lokksins, segir hins vegar að kosningarnar séu tækifæri til að kjósa von. Hann bjóði upp á metn- aðarfyllstu áætlunina til að breyta samfélaginu í áratugi. Skuggafjármálaráðherra Verka- mannaf lokksins, John McDonnell, sagði í samtali við BBC að f lokkur- inn ætlaði að umbreyta hagkerfinu fengi hann til þess umboð. Mark- miðið væri að efnahagskerfið virk- aði fyrir alla sem þýddi að breyta yrði formi kapítalismans. Kosningabaráttan er nú komin á lokametrana og í gær lögðu f lokk- arnir áherslu á lykilatriði í kosn- ingastefnu sinni. Skilaboð Íhalds- f lokksins snerust um loforð um upptöku ástralska kerfisins í inn- f lytjendamálum. Þannig yrði sér- stöku stigakerfi beitt til að koma stjórn á innf lutning ósérhæfðs vinnuaf ls. Verkamannaf lokkurinn minnti á áætlun sína um velferðarmál þar sem í boði yrði ókeypis persónuleg velferðarþjónusta fyrir aldraða. Þá yrði 10 milljörðum punda aukalega varið til velferðarmála til 2024. Frjálslyndir demókratar, sem mældust með 14 prósenta fylgi í könnun BMG, héldu á lofti áætlun sinni um svæðisbundna jöfnun. Þannig yrði allt 50 milljörðum punda varið í fjárfestingar í inn- viðum utan Lundúna. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarf lokksins, telur að framtíð Skotlands sé undir í kosningunum. Hún biðlar til kjósenda að fylkja sér að baki f lokknum til að f lýja Brexit, vernda heilbrigðiskerfið og setja framtíð Skotlands í hendur Skota sjálfra. Þótt umræða um Brexit haf i verið áberandi í kosningabarátt- unni eru fjölmörg önnur mál kjós- endum ofarlega í huga. Þannig stóð sjónvarpsstöðin Channel 4 fyrir kappræðum þar sem fulltrúar f lokkanna ræddu um allt nema Brexit. Þar var meðal annars rætt um heilbrigðismál, velferðarmál, efnahagsmál og loftslagsmál. sighvatur@frettabladid.is Íhaldsflokkurinn með gott forskot fyrir lokasprettinn Kosið verður til neðri deildar breska þingsins næstkomandi fimmtudag. Íhaldsflokkur Boris Johnson eykur forskot sitt á Verkamannaflokkinn samkvæmt nýrri könnun sem kynnt var í gær. Forsætisráð- herrann talar um sögulegar kosningar. Formaður Verkamannaflokksins segir hægt að kjósa vonina. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, á kosningafundi í Llanfairfechan í Wales. NORDICPHOTOS/GETTY Kosningarnar sem fram fara í skugga Brexit verða næstkomandi fimmtudag. BANDARÍKIN Stjórnvöld í Íran og Bandaríkjunum höfðu á laugardag með sér fangaskipti. Það voru yfir- völd í Sviss sem höfðu milligöngu um aðgerðina. Íranir slepptu bandaríska ríkis- borgaranum Xiyue Wang sem var í haldi í þrjú ár grunaður um njósnir. Bandaríkjamenn létu Íranann Massoud Soleimani lausan en hann sætti ákæru vegna brota á refsiað- gerðum Bandaríkjanna gegn Íran. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum bandarískum embættis- manni að vonir stæðu til að lausn Wangs myndi leiða til þess að fleiri Bandaríkjamönnum yrði sleppt úr haldi Írana. Þetta væri merki um að stjórnvöld í Teheran væru reiðubúin að ræða ýmis málefni. Samskipti ríkjanna hafa farið versnandi að undanförnu. – sar Höfðu með sér fangaskipti 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.