Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 8

Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Þetta er verulegt og vaxandi áhyggju- efni enda er atvinnu- vegafjár- festing grunnur að verða- mæta- sköpun framtíðar- innar. Þá er almennt heilbrigði og lýðheilsa betri mæling á þörf innan heilbrigðis- kerfisins en landsfram- leiðsla. 匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 䔀爀 樀攀瀀瀀椀渀渀 琀椀氀戀切椀渀渀  樀氀愀昀爀椀㼀 猀琀愀爀琀 昀礀爀椀爀 樀攀瀀瀀愀渀渀  瘀攀琀甀爀嘀攀氀搀甀 爀甀最最琀 䴀氀甀洀 ∠ 匀欀椀瀀琀甀洀 ∠ 吀爀愀甀猀琀 漀最 昀愀最氀攀最 ︀樀渀甀猀琀愀 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Það er ýmislegt sem við stjórnmálamenn erum gagnrýnd fyrir, stundum með réttu og stundum með röngu. Nú heyrist því kastað fram að þjóð- kjörnir fulltrúar fari ekki að vilja þjóðarinnar og vísað til þess að Ísland verji 8,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) til heilbrigðismála samkvæmt því sem kemur fram í nýrri skýrslu OECD en meðaltal OECD-ríkja er 8,8 prósent og öll hin Norðurlöndin eru yfir 9%. Samanburðir OECD eru oft ágætir til síns brúks en geta aldrei verið einhvers konar alfa omega á hvort við séum að standa okkur í viðkomandi málaflokki. Að halda slíku fram eru rugludallarök. Í fyrsta lagi segir þessi samanburður auðvitað ekkert um gæði heldur eingöngu hversu háu hlutfalli af VLF er varið í heilbrigðismál. Landsframleiðsla sveiflast í takt við efnahagsástandið hverju sinni. Þörfin á fjármunum í heilbrigðiskerfið er í engu samræmi við efnahags- sveiflur nema ef vera skyldi í öfuga átt og því ætti heilbrigðiskerfinu að vera hlíft við niðurskurði þegar illa árar. Fjárþörf kerfisins hlýtur frekar að vera í takt við aldurssamsetningu þjóðarinnar þar sem eldra fólk notar heilbrigðisþjónustu oftar en yngra. Þá er almennt heilbrigði og lýðheilsa betri mæling á þörf innan heil- brigðiskerfisins en landsframleiðsla. OECD færði okkur PISA-niðurstöður um daginn en þar kemur ýmislegt áhugavert fram. Skólakerfið stendur sig vel á ákveðnum sviðum en því miður miðar okkur ekki upp á við í lesskilningi. Það er áhyggju- efni og ber að taka alvarlega. En það er líka mæling á því hvernig íslensk börn standa í samanburði við börn í öðrum löndum. Hlutfall af VLF sem varið er til menntamála segir ekkert um raunverulega stöðu. Hvernig stendur íslenskt heilbrigðiskerfi sig í saman- burði við önnur lönd, hversu fljótt og vel læknar kerfið þá sjúku? Hvernig er lýðheilsa þjóðarinnar í saman- burði við aðrar þjóðir? Hvernig líður sjúklingum í okkar heilbrigðiskerfi í samanburði við nágrannalönd- in? Hversu ánægð erum við með þjónustu kerfisins? Ég held að þessar spurningar og svör við þeim þurfi að liggja til grundvallar við alla ákvarðanatöku um hvar megi efla það mikilvæga kerfi sem heilbrigðis- kerfið er. Hvernig mælum við gæði? Þótt við siglum nú inn í samdráttarskeið er ágætt að hafa það hugfast að þjóðarbúið hefur aldrei staðið styrkari fótum. Tvær fréttir í liðinni viku eru til marks um það. Þannig nema eignir lífeyrissjóðanna nú yfir 5.000 milljörðum, sem jafngildir nærri 180 prósentum af landsframleiðslu, og þá heldur erlend staða þjóðarbúsins áfram að batna og var í lok þriðja ársfjórðungs jákvæð um 714 milljarða, eða sem nemur um fjórðungi af landsframleiðslu, og hefur aldrei mælst sterkari. Fáar þjóðir í Evrópu geta státað af slíkri stöðu. Árið hefur verið lífeyrissjóðunum, sem hafa það hlutverk að ávaxta sparnað allra landsmanna, afar hagfellt og útlit er fyrir að raunávöxtun stærstu sjóðanna verði vel yfir tíu prósentum. Þar munar mestu um miklar verðhækkanir á erlendum hlutabréfum. Vægi erlendra eigna í eignasöfnum lífeyrissjóðanna hefur stóraukist. Eftir að hafa verið læstir á bak við fjár- magnshöft í átta ár hafa erlendar eignir þeirra aukist um þriðjung frá 2017 og eru nú um 30 prósent af heildar- eignum. Æskilegt er að hlutfallið verði að lágmarki um 50 prósent til lengri tíma litið. Með sama framhaldi, þar sem meirihluta af árlegum iðgjöldum er ráðstafað til erlendra fjárfestinga, er ekki langt í að það markmið náist. Það er ekki aðeins skynsamlegt út frá sjónarmiðum um áhættu- dreifingu, heldur einnig til að koma í veg fyrir neikvæðar efnahagslegar afleiðingar þegar lífeyristaka eftirstríðs- kynslóðarinnar hefst. Iðgjaldagreiðslur til þeirrar kyn- slóðar munu þá setja þrýsting á greiðslujöfnuðinn. Slík uppbygging á erlendu eignasafni lífeyrissjóðanna þarf að haldast í hendur við innflæði erlends fjármagns til að lágmarka áhrifin á gengisstöðugleika. Þessi þróun er að verða á sama tíma og bankakerfið er að skreppa saman. Eignir lífeyrissjóðanna eru nú meiri en bankanna og þeir orðnir umfangsmestu leikendurnir í íslensku fjármálakerfi. Fyrirséð er að bilið mun halda áfram að breikka. Þunginn í fjármagnskerfinu, eins og seðlabankastjóri nefndi í erindi sínu á SFF-deginum í lok síðasta mánaðar, er að færast frá bönkum til lífeyrissjóða. Við sjáum þetta í stórauknum sjóðfélagalánum á síðustu árum – í október námu þau 14 milljörðum og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði – en ástæða er til að ætla að sjóðirnir komi í ríkara mæli að fjármögnun fyrirtækja, einkum þeirra stærri, þegar þau fara að nýta sér meira skuldabréfamarkaðinn til að sækja sér lánsfé. Til skemmri tíma er samt hætt við því að þetta muni ekki ganga svona snurðulaust fyrir sig. Stífar eiginfjár- kvaðir og háir sértækir skattar hafa valdið því að sumir bankar eru að minnka efnahagsreikning sinn, sem birtist í útlánasamdrætti og yfirlýstri stefnu Arion um að minnka fyrirtækjalánasafn sitt um fimmtung á einu ári. Á sama tíma eru lífeyrissjóðir að horfa út fyrir land- steinana og því spurning um getu þeirra til að taka við af bankakerfinu. Hvaðan á þá fjármagnið að koma? Hefð- bundin atvinnuvegafjárfesting hefur skroppið saman sex ársfjórðunga í röð og óvíst hvenær hún mun taka við sér. Þrátt fyrir vaxtalækkanir hefur því þrengt að aðgengi fyrirtækja að lánsfé. Þetta er verulegt áhyggjuefni, enda er atvinnuvegafjárfesting grunnur að verðmætasköpun framtíðarinnar, sem stjórnvöld geta ekki horft á aðgerða- laus mikið lengur. Kerfið er stíflað. Áhyggjuefni Hin útvöldu Loftslagsráðstefna SÞ fer nú fram í Madríd. Auk umhverfisráð- herra fara þangað fjórir þing- menn. Þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigríður Á. Andersen. Þessi sami Sig- mundur og nýlega skrifaði grein í erlent tímarit þar sem hann sagði að bráðnun jökla á Íslandi væri ekkert vandamál. Já, og þessi sama Sigríður og nýlega sakaði Umhverfisstofnun um að stunda falsfréttir við framsetningu á tölfræði. Sigmundur hefur varað við áhrifunum sem umræðan hafi á börn. Vonandi hittir hann Gretu Thunberg og útskýrir að það sé ekkert að óttast. Tækifærismennska Mikill viðsnúningur hefur orðið hjá dómsmálaráðherra um meint fordæmisgildi Landsréttarmáls- ins. Þótt mögulegt fordæmis- gildi hafi verið meðal helstu röksemda fyrir endurskoðun yfirdeildar MDE hefur ráðherra blásið á það nú þegar Pólverjar hafa lýst stuðningi við mannrétt- indabrot íslenskra stjórnvalda. Þótt þeir telji íslenska málið mikilvægt fyrir framtíð slíkra brota í Evrópu snýr ráðherra frá fyrri áherslum og segir málið ekkert fordæmisgildi hafa fyrir Evrópu. Hvað er þá eftir af mikil- vægi endurskoðunar annað er sérhagsmunir laskaðra stjórn- málamanna? sighvatur@frettabladid.is adalheidur@frettabladid.is 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.