Fréttablaðið - 09.12.2019, Síða 9
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is
TM hf. hyggst bjóða til sölu 93.750.000 nýja hluti í TM, eða sem samsvarar um 13,8% af
útgefnu hlutafé félagsins. Markmið útboðsins er fjármögnun á kaupum TM á öllu hlutafé
Lykils fjármögnunar hf.
Heildarsöluandvirði útboðsins er áætlað nema 3,0 milljörðum króna, fáist áskrift að öllum þeim hlutum sem
boðnir eru til sölu í útboðinu.
Útboðið nær til nýrra hlutabréfa í félaginu og skiptist í tvennt:
1. Forgangsréttarútboð til hluthafa í TM
2. Almennt útboð til íslenskra fjárfesta
Bæði forgangsréttarútboðið og almenna útboðið lúta reglum laga nr.
108/2007 um verðbréfaviðskipti varðandi almenn útboð. Í auglýsingu þessari
er hugtakið “útboð” notað sem samheiti um útboðin tvö.
Heildarfjöldi útgefinna hluta í TM hf. (“TM”) er 678.142.669 og hyggst
félagið gefa út 93.750.000 nýja hluti til viðbótar. Hver hlutur er 1 króna að
nafnverði og hafa hlutirnir verið gefnir út í samræmi við íslensk lög. Viðskipti
með hina nýju hluti verða í kerfum Nasdaq Iceland undir auðkenninu TM
(ISIN: IS0000000586).
Allir hlutir í útboðinu verða seldir á sama útboðsgengi sem verður 32,0 kr. á
hlut eða sem samsvarar 9,1% afslætti af dagslokaverði hlutabréfa TM á
Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. þann 3. desember 2019. Forgangsréttar-
hafar að hinum nýju hlutum TM eru þeir aðilar sem skráðir eru hluthafar TM
kl. 17:00 (GMT) þann 12. desember 2019 og þeir aðilar sem fengið hafa
forgangsrétt framseldan til sín og tilkynnt hafa um framsalið fyrir þann tíma
samkvæmt reglum útboðsins.
Seljandi mun fyrst úthluta hinum nýju hlutum til þeirra aðila sem njóta forgangs-
réttar. Verði enn nýjum hlutum í TM óúthlutað eftir úthlutun til forgangsréttar-
hafa, verður þeim úthlutað í almenna útboðinu og mun útgefandi einhliða
ákveða hvernig úthlutun þessara hluta verður háttað.
Gert er ráð fyrir að niðurstöður útboðsins verði birtar opinberlega 13. desember
2019. Eindagi kaupverðs í útboðinu er áætlaður þann 17. desember 2019
og er gert ráð fyrir að hinir nýju hlutir verði teknir til viðskipta og að viðskipti
með þá hefjist þann 18. desember 2019.
Arion banki hefur umsjón með útboðinu og er einnig söluaðili í útboðinu.
Helstu skilmálar útboðsins:
Engin lágmarksfjárhæð er á áskriftum í forgangsréttarútboðinu
Hver áskrift í almenna útboðinu skal vera að lágmarki 100.000 kr.
Tekið verður við áskriftum á vef Arion banka hf. (www.arionbanki.is/
tm-utbod) frá 9. desember 2019 kl. 10:00 (GMT) til 12. desember 2019
kl. 17:00 (GMT)
Fjárfestar hafa heimild til að bæta við áskrift sína eða fella hana niður á
útboðstímabilinu
Aðstoð vegna útboðsins má nálgast hjá verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Arion
banka í síma 444-7000 milli kl. 09.00 og 16.00 dagana 9. desember til
12. desember 2019 og tölvupóstfanginu tm-utbod@arionbanki.is
Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að
áskrift í útboðinu er bindandi við lok útboðstímabilsins.
Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingar um TM og skilmála
útboðsins í lýsingu TM og er sérstaklega bent á kafla um áhættuþætti, bæði
er varðar rekstur TM og almenna áhættu sem er samfara því að fjárfesta í
hlutabréfum.
Nánari upplýsingar:
Útgefandi lýsingar er TM hf., kt. 660269-2079, Síðumúla 24, 108 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um TM, hlutabréf félagsins og skilmála útboðsins má
finna í lýsingu félagsins sem dagsett er 4. desember 2019 og birt er á
www.tm.is/fjarfestar. Þar má nálgast lýsinguna næstu 12 mánuði.
HLUTAFJÁRÚTBOÐ HEFST KL. 10:00 Í DAG
Á föstudagsmorgun hrökk ég fyrirvaralaust í gott skap. Ég átti alls ekki von á
því. Ekki það að ég sé endalaust í
vondu skapi. Ég er almennt þokka-
legur. En þarna semsagt, þennan
myrka desembermorgun, fór ég
beinlínis í stuð. Ég gekk hálf-
dansandi út úr grunnskóla sonar
míns, skælbrosandi og smellandi
fingrum. Þetta var auðvitað alls
ekki við hæfi né í anda ímyndar-
innar um hinn veðurbarða, þung-
búna eyjarskeggja sem einungis
ber að tala í eins atkvæðis orðum
út um sprungnar varir í köldu
skammdegi. Hvað gerðist?
Jú, það var jólasamsöngur. Og
í þetta skipti, eins og yfirleitt,
myndaðist ljómandi góð stemn-
ing. Textunum var varpað á vegg-
inn. Krakkarnir sungu hátt og
snjallt. Ég tók upp á því að standa
ekki bara upp við vegg afsíðis og
hlusta með krosslagðar hendur,
heldur vék kaldlyndið skyndilega
fyrir einlægum söng. Ég hreifst
með. Söng hástöfum. Og hið sama
gerðu f lestir aðrir.
Eftir því sem leið á sönginn fann
ég að vellíðunartilfinning fór um
mig. Maður varð allur léttari og
vinalegri. Í tíðindaleysi daganna
fann ég að sjálfsögðu drjúgt tóm
síðar um daginn til þess að gúggla
þetta mál. Hvað gerist við söng?
Grunaði ekki Gvend. Það fyrsta
sem kom upp var lærð útlistun
á því að við söng eykst fram-
leiðsla endorfíns í líkamanum,
sem eykur vellíðan. Súrefnisf læði
eykst jafnframt við söngöndunina
sem leiðir til efnaferlis sem bein-
línis virkar til að slá á þunglyndi
og kvíða. Maður fer í gleðiástand.
Öndun og þakklæti
Ein ástæða þess að mér fannst
þetta forvitnilegt var sú að ég
hafði fyrr í vikunni hlýtt á frá-
sögn vinar míns af því þegar hann
fór í sérstakt öndunarjóga. Mikið
vöðvabúnt hafði mælt með þeirri
tegund jóga. Sá kraftaköggull
lýsti reynslunni þannig að hann
hefði beinlínis endað hágrátandi
á dýnunni, í einhvers konar alls-
herjargleði yfir tilvistinni. Það
eykur mér gleði að sjá þá senu
fyrir mér. Og vinur minn, sem-
sagt, varð jafnframt — eftir einn
og hálfan tíma af öndunaræf-
ingum — gripinn ámóta þakklæti
yfir undri lífsins.
Söngur, eins og ég skil það eftir
gúgglið, er visst öndunarjóga.
Hann virðist auka vellíðan á
svipaðan hátt. Það meikar sens.
Ég býst við að margir viti þetta.
Erfitt er að vera reiður í kór. Að
vera illur í samsöng er súrrealísk
pæling. Ég hugsa að það sé nánast
líffræðilega ómögulegt, alveg eins
og það er karlmönnum — sam-
kvæmt ótal fésbókarfærslum
liðinnar viku— líkamlega ómögu-
legt að lyfta kolli og rétta úr sér
með enni upp að vegg. Maður
getur ekki sungið og viðhaldið
fýlu mjög lengi.
Pæling
Hvað er hægt að gera við svona
vitneskju? Jú, almennt held ég að
það sé eftirsóknarvert í samfélagi
að sem f lestir séu í góðu skapi.
Aðeins einu sinni hef ég lent í því á
lífsleiðinni að naga mig í handar-
bökin yfir því að hafa verið í of
góðu skapi. Það var þegar ég rakst
á mann sem mér líkar frekar illa
við, út af svolitlu, en ég gleymdi
að vera þurr á manninn við hann
út af því að ég var í svo góðu skapi.
Ég heilsaði honum alltof glaðlega.
Var lengi að jafna mig á þessu.
Að slíkum atvikum undan-
skildum er gott skap auðvitað
forsenda þess að manni verði
meira úr verki og sé móttækilegur
fyrir umhverfi sínu. Að því sögðu
er það verulega áleitið spursmál
af hverju í ósköpunum það er ekki
meira gert með svona einfaldar
aðferðir, eins og söng og öndun,
til þess að auka vellíðan fólks og
bæta geð. Ég mælist svosem ekki
til þess að þingfundir eða borgar-
stjórnarfundir hefjist með sam-
söng. Of margir myndu líklega
fá bjánahroll. Ýmislegt annað í
svipuðum dúr mætti þó gera, eins
og að bjóða stjórnmálafólki upp
á öndunarjóga bak við luktar dyr
þar sem það gæti grátið saman á
dýnum og fyllst gleði og þakklæti
í stað þess að kalla hvert annað
drullusokka.
Endalaust er jafnframt rætt
um skólakerfið og stöðu þess. Nú
síðast fengu nemendur landsins
af leita einkunn í lesskilningi í
alþjóðlegri Pisa-könnun. Sagt er
að þessi niðurstaða sé verulega
mikil vonbrigði vegna þess að
menntayfirvöld hafi lagt sérstaka
áherslu á það að auka lesskilning.
Nú á ég tvö börn á grunnskóla-
aldri. Þessa auknu áherslu hef
ég einkum greint í því að börnin
hafa verið að fá sent með sér heim
einhvers konar línurit þar sem
segir hvað þau geta lesið mörg orð
á mínútu.
Mig grunar að orsökin fyrir
falleinkunn í lesskilningi liggi
ekki í því að börnin séu ekki látin
lesa nógu mikið heldur í því að
lesturinn er ekki skemmtilegur.
Kannski þarf að syngja f leiri orð.
Einnig held ég að vellíðan og hinar
einföldu aðferðir til að stuðla
að henni séu vanmetnar sem
forsenda meiri árangurs. Fyrir
næstu könnun ættum við kannski
helst að gera þetta og jafnvel lítið
meira: Draga andann djúpt.
Gott skap og skóli
Guðmundur
Steingrímsson
Í DAG
Aðeins einu sinni hef ég lent
í því á lífsleiðinni að naga
mig í handarbökin yfir því
að hafa verið í of góðu skapi.
Það var þegar ég rakst á
mann sem mér var frekar
illa við en gleymdi að vera
þurr á manninn við hann af
því ég var í svo góðu skapi.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9