Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Þuríður Ottesen, eigandi Bóel, segir að sá siður að bjóða góðan afslátt á þessum tíma
árs viðgangist víða um heim.
„Við ákváðum hafa þann hátt-
inn á núna fyrir þessi jól og gefa
fleirum kost á að kaupa sér fallega
hönnunarflík fyrir jólin.“
Aðalhönnuður verslunarinnar
er þýski hönnuðurinn RUND-
HOLZ sem leggur áherslu á falleg
þrívíddarsnið sem einkennast af
töffaraskap og elegans. „Það er ansi
f lott tvenna og útkoman eru afar
glæsilegar flíkur sem gaman er að
bera,“ segir Þuríður.
Verslunin Bóel einbeitir sér að
kvenfatnaði en hefur þó getað
útvegað karlmannsföt sé þess
óskað. „Högni Egilsson tónlistar-
maður og einstakur smekkmaður
á klæðnað bað okkur að útvega sér
fatnað fyrir tónleika hljómsveitar-
innar Hjaltalín í haust. Í samvinnu
við meistara RUNDHOLZ skartaði
Högni glæsilegum jakkafötum
eins og sjá má á mynd og erum
við afar stolt af þessari samvinnu
þar sem fatahönnun er mikilvæg
listgrein.“
Jólakjólar með framhaldslíf
Í Bóel fæst úrval af sígildum jóla-
kjólum sem eiga framhaldslíf og
hægt er að nota hversdags og í
vinnuna. „Það er mikilvægt að
hugsa til þess þegar maður kaupir
sér f lík að maður geti notað hana
oft og lengi,“ segir Þuríður. Sjálf
á hún kjóla sem eru hátt í 10 ára
sem hún notar reglulega. „Þegar
ég mæti í þeim í búðina er ég oft
spurð hvort ég sé í nýjustu línunni
frá RUNDHOLZ. Það finnst mér
meðmæli með vörunni.“
Bóel selur ekki eingöngu fatnað.
Verslunin skartar líka góðu úrvali
af skóm. „Við erum með vandaða
handgerða leðurskó frá TRIPPEN,
LOFINA og PURO og eiga þeir það
allir sammerkt að vera þægilegir,
endingargóðir og smart. Þeir eru
á 30% afslætti núna, rétt eins og
fötin,“ segir Þuríður.
Hreinar húðvörur
í Bóel fást húðvörur frá
Anti podes sem eru einar
hreinustu fáanlegu húðvörur
heims að sögn Þuríðar. Ef
keypt er tvennt í línunni fylgir
veglegur kaupauki. „Í síðustu viku
fengum við handgerð ilmkjarna
sojakerti frá KISS THE MOON. Þau
hafa hlotið fjölmörg verðlaun og
eru hönnuð til að bæta svefn og
stuðla að ró. Ilmurinn af þeim er
hrein upplifun,“ segir Þuríður.
Ilmkertin eru 240 ml og koma
í fallegum gjafakassa. Þau fást í
fjórum gerðum: GLOW, LOVE,
DREAM og CALM. „Það er fátt
jólalegra en að koma á Skólavörðu-
stíginn fyrir jólin og býður Bóel
ykkur velkomin. Við hvetjum
alla til að fylgja okkur á Facebook
undir BOEL eða á Instagram undir
boelisland. Þar verður margt að
frétta fyrir jól,“ segir Þuríður að
lokum.
Verslunin Bóel einbeitir sér að kvenfatnaði en hefur þó útvegað karlmannsföt sé þess óskað. Hér er Högni Egilsson tónlistarmaður í glæsilegum jakkafötum frá Rundholz.
Ef tvennt er
keypt í Anti
podes línunni
fæst Joyful
hand og body
krem í kaup
bæti. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/STEFÁN
Kiss the Moon sojakerti. Kertið er
hannað til að bæta svefn og stuðla
að ró.
Fatnaður og skór
eru á 30% afslætti til
jóla í versluninni Bóel.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R