Fréttablaðið - 09.12.2019, Síða 38

Fréttablaðið - 09.12.2019, Síða 38
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristín S. Rósinkranz Njálsgötu 10A, Reykjavík, lést fimmtudaginn 28. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Bergur Rósinkranz Soffía Sigurgeirsdóttir Lára Kristín Rósinkranz Ingólfur Jónsson og barnabörn. Séra Karl Sigurbjörnsson biskup er af kastamikill höfundur kristinna bók-mennta af ýmsu tagi en segist sjálfur vera sestur í helgan stein. Hann situr þó alls ekki auðum höndum því að fyrir þessi jól er hann með tvær bækur. Annars vegar bókina Dag í senn, sem geymir hugleiðingar úr Biblíunni fyrir hvern dag ársins. Hins vegar er þýðing Karls á bók um fyrirgefningu eftir Desmond Tutu og Mpho Tutu. Að auki hafði Karl umsjón með útgáfu nýrrar þýðingar á Passíusálmunum á ensku. Bókin Dag í senn er nærandi and- legt veganesti fyrir hvern dag ársins. Í 366 knöppum og grípandi íhugun- um í önnum hversdagsins hugleiðir Karl lífið út frá boðskap Biblíunnar. Þessar hugsanir eru bornar uppi af reynslu, kærleika og visku höfundar sem hefur helgað líf sitt kirkjunni og samfélaginu öllu. Sett er fram sjálfstæð hugleiðing fyrir hvern dag ársins. Engu að síður eru nokkrar hugleiðingar framhald þeirra fyrri. Karl er oft persónu- legur og vitnar til æsku sinnar eða annarra æviskeiða. Glaðværð og glettni er ekki langt undan. Á bókarkápu er vitnað til kveð- skapar föður höfundar, Sigurbjörns Einarssonar biskups. Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Í formálsorðum höfundar til lesenda er ritinu vel lýst. Þar segir hann að bókin geymi íhuganir á vegi trúarlífsins og sé „handtak til stuðnings á þeim vegi“. Hann segist þakklátur fyrir að fá að fylgja lesandanum „dag í senn“ og staldra við honum litla stund til að leita til linda Guðs orðs og bænar. Bókin Dag í senn er falleg bók um hvernig kristin trúargildi eiga erindi til nútímans. Því erindi er miðlað átakalaust og af umhyggju- semi. Mikilvægi fyrirgefningarinnar Önnur uppbyggileg bók Karls fyrir þessi jól er íslensk þýðing hans á bókinni um fyrirgefninguna eftir þau Tutu-feðgin, Desmond og Mpho. Í bókinni, sem hefur farið sigur- för um heiminn og verið þýdd á fjölmörg tungumál, er leitast við að varða leið fyrirgefningar til sjálfs- lækningar og betri heims. Öll höfum við þörf fyrir fyrir- gefningu. Lítil hversdagsleg til- vik eða raunveruleg áföll kalla á fyrirgefningu. Sjálf þurfum við að fyrirgefa og stundum þurfum við að fyrirgefa öðrum. En leiðin til fyrir- gefningar er vandrötuð. Spurningar vakna: Hvað er að fyrirgefa? Hvernig getum við unnið gegn gremju þegar við verðum fyrir skaða sem jafnvel er óbætanlegur? Hvernig getum við fyrirgefið en sótt réttlæti? Er hægt að fyrirgefa allt? Öllum? Hvernig læknum við hjartasár okkar en höldum engu að síður lífi okkar áfram? Hvernig getum við fyrirgefið sjálfum okkur fyrir skaða sem við höfum valdið öðrum? Fjögur skref til fyrirgefningar Desmond Tutu bendir okkur á fjög- ur skref til fyrirgefningar: Í fyrsta lagi þarf að viðurkenna rangindi og skaða. Í öðru lagi þurfi að segja sögu þess og verða vitni að angistinni. Í þriðja lagi verður að biðja um fyrir- gefningu og veita hana. Og í fjórða lagi þarf að endurnýja eða slíta sam- bandinu. Bókin miðlar sögum af sorg, missi og þjáningu og lýsir því hvernig fyrirgefning getur verið leiðarljós til farsælla lífs. En það kallar á kjark og styrkleika. Að fyrirgefa er ekki á færi þeirra sem eru veikgeðja. Við erum öll mannleg. Því fara margvísleg samskipti illa. Bæði særum við annað fólk eða erum særð. Þetta er í eðli okkar og er óhjá- kvæmilegt. En fyrirgefningin færir samskiptin í lag á ný og við komum í veg fyrir að samskipti og samfélag leysist upp. Suður-afríski biskupinn og guð- fræðingurinn Desmond Mpilo Tutu er þekktur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og fyrir önnur störf í þágu mannréttinda. Hans verður líklega best minnst sem formanns þeirrar sannleiks- og sáttanefndar sem rannsakaði mannréttindabrot beggja stríðandi fylkinga Suður- Afríku í baráttunni um aðskiln- aðarstefnuna. Þar lék fyrirgefningin lykilhlutverk. Tutu hlaut friðarverð- laun Nóbels fyrir störf sín árið 1984. Séra Mpho Tutu, dóttir Desmond Tutu, sem er framkvæmdastjóri friðarstofnunar í Suður-Afríku, ritar bókina með föður sínum. david@frettabladid.is  Daglegar hugleiðingar og fyrirgefning Karl Sigurbjörnsson biskup er með tvær bæk- ur fyrir þessi jól. Nær- andi andlegt veganesti og hvernig við fetum veg fyrirgefningarinnar. Hymns of the Passion – Passíusálmarnir á ensku „Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru hjart- fólgnari íslensku þjóðinni en flest önnur skáldverk,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup. „Þeir hafa verið gefnir út um hundrað sinnum, oftar en nokkur íslensk bók önnur, og þýddir á mörg erlend tungumál.“ Fjórða útgáfa Passíusálmanna er nú komin út í enskri þýðingu Gracia Grindal, prófessors við Luther Seminary í St. Paul, Minnesota, Bandaríkjunum. Grindal er guðfræðingur og sagnfræðingur og afkastamikill rithöfundur og skáld. Hún hefur gefið út bækur um sálmasögu, ævi- sögur kvenna og eigin ljóð. Í formála gerir Karl grein fyrir ævi Hallgríms Péturssonar (1614-1674) og áhrif hans á ís- lenskt trúarlíf og menningu. Þjóðin hreifst ekki einasta af skáldskap hans heldur ævi og örlögum hans og eiginkonu hans, Guð- ríðar Símonardóttur. Karl segir að barnsleg einlægni Passíu- sálmanna og trúarþel, djúp viska og andans kraftur, hafi fylgt íslenskum kynslóðum frá vöggu til grafar allt til þessa dags. „Óháð trú og lífsskoðunum hefur fólk hrifist af orðkynngi og mál- snilld sálmanna og notið þeirra. Enn í dag sækja tónskáld og aðrir listamenn inn- blástur til þeirra,“ segir Karl. Karl Sigurbjörnsson biskup er afkastamikill höfundur kristinna bókmennta. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bókin Dag í senn er falleg bók um hvernig kristin trúargildi eiga erindi til nú- tímans. Því erindi er miðlað átakalaust og af umhyggju- semi. Tanganjika var sjálfstætt ríki í Austur- Afríku með strönd að Indlandshafi innan Breska samveldisins. Ríkið hét eftir Tanganjikavatni sem myndaði vesturlandamæri þess. Það hafði verið hluti af nýlendunni Þýsku Austur-Afríku frá febrúar 1885, þar til Bretar lögðu hana undir sig í fyrri heimsstyrjöldinni. Bretar stýrðu síðan landinu þar til það fékk sjálfstæði 9. desember 1961. Þann 26 apríl árið 1964 sameinuðust Tanganjika og Sansibareyja í Indlands- hafi í Sambandslýðveldið Tans aníu. Nafnið Tansanía er myndað úr fyrstu stöfum nafnanna Tanganjika og Sans- ibar. Íbúar telja um 56 milljónir manna. Nær allir Tansanir eða 99 prósent eru af Bantu-þjóðflokknum sem saman- stendur af 130 ólíkum ættflokkum. 130 tungumál er í landinu en opinber tunga er svahílí en arabíska á Sansibar. – ds Þ E T TA G E R Ð I S T 9. D E S E M B E R 19 61 Tanganjika í Austur-Afríku fær sjálfstæði 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.