Fréttablaðið - 09.12.2019, Side 42

Fréttablaðið - 09.12.2019, Side 42
„Garðar Cortes var réttur maður á réttum stað.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI TÓNLIST Requiem Verdi Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 3. desember Óperukórinn í Reykjavík söng við leik sinfóníuhljómsveitar Einsöngvarar: Þóra Einarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Kristinn Sigmunds- son. Í einni Monty Python gaman- myndinni er eldri kona að skoða myndaalbúm. Þetta er dauf legt og óspennandi fjölskyldualbúm en svo allt í einu sér konan þar ljós- mynd af spænska rannsóknarrétt- inum. Þá opnast dyr og inn ganga nokkrir valdsamlegir menn í mið- aldabúningum. Einn þeirra hrópar: Þú býst aldrei við rannsóknarrétt- inum! Sjálfur rétturinn er mættur á svæðið í öllum sínum hryllingi. Þessi súrrealíska sena f laug upp í hugann á tónleikum Óperu- kórsins í Norðurljósum á þriðju- dagskvöldið. Í lengsta kaf lanum, sem fjallar um dómsdag, reis einn einsöngvaranna, Kristinn Sig- mundsson, á fætur. Hann gnæfði yfir alla hina og var svo vonsku- legur á svipinn að maður hrökk í kút. Hann var líka að syngja um þau undur er menn, konur og börn rísa úr gröfum sínum „til reiknins- skapar við boði Herrans“. Þarna var spænski rannsóknarrétturinn lifandi kominn. Óperukennd sálumessa Allur kaf linn um dómsdag er svaðalegur. Hann byrjar á svipu- höggum og pákurnar hljóma eins og risaeðlur að bylta sér. Fjórir ein- söngvarar skiptast á að syngja og yfir öllu trónir blandaður kór. Þegar sálumessa Verdis var frumf lutt fór hún fyrir brjóstið á mörgum; hún þótti svo dramatísk að hún minnti fullmikið á óperu. Það er reyndar alveg rétt, mikið gengur á og stemningin í tónlist- inni er afar ástríðufull. En falleg er hún. Óperukórinn í Reykjavík söng undir stjórn Garðars Cortes. Söng- ur hans var ákaf leg glæsilegur. Samhljómurinn var þéttur og fók- useraður, krafturinn í túlkuninni gríðarlegur og allt hið innhverfa vel mótað. Byrjunin, þegar kórinn söng „requiem aeternam dona eis, Domine“, eða „Veit þeim eilífa hvíld, Ó Drottinn“ hlýtur að vera með áhrifamestu augnablikum í tónleikalífinu á árinu. Það var ein- faldlega ekki af þessum heimi. Gætt réttu ákefðinni Með kórnum spilaði lítil kammer- sveit sem virtist að öllu leyti vera samansett af hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún spilaði ágætlega, þótt strengja- leikararnir hafi aðeins misst ein- beitinguna í lok kaf lans um dóms- dag og byrjuninni á þeim næsta. Í heild var leikur hljómsveitarinnar líf legur og gæddur réttu ákefðinni. Einsöngvararnir voru frábærir. Þóra Einarsdóttir söng af innileika og raddfegurð. Sömu sögu er að segja um Sesselju Kristjánsdóttur, Gissur Pál Gissurarson og Kristin Sigmundsson. Þau voru hvert öðru betri. Meira að segja vandasamasti, f léttukenndi samsöngurinn var tær og í prýðilegu jafnvægi. Eins og áður segir stjórnaði Garðar Cortes og hann var réttur maður á réttum stað. Þekking hans á verkinu, og á tónlist Verdis almennt, skein í gegn. Túlkun hans einkenndist af djúpum innblæstri og ást á tónlist. Útkoman var stór- brotinn og einstaklega ánægju- legur f lutningur á mögnuðu verki sem lengi verður í minnum hafður. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Stórfengleg túlkun sem byggðist á innlifun og djúpri list- rænni innsýn. Þegar dauðir rísa úr gröfum sínum Þjóðverja þyrstir í Stefán Mána Rithöfundurinn Stefán Máni hefur notið mikillar hylli á Þýskalandsmarkaði síðustu misserin en bækur hans hafa meðal annars ítrekað ratað á topplista raf- bóka Amazon í Þýskalandi. Bókin Svartigaldur kom út þar ytra í októ- ber síðastliðnum og sat í toppsætinu í byrjun nóvembermánaðar. Frá því þá hefur hún vermt toppsætið í tví- gang auk þess að sitja á topp tíu nær allan nóvembermánuð. Svartigaldur kom út 2016 og fjallar um lögreglumanninn Hörð Gríms- son. Stefán Máni hefur gefið út á þriðja tug bóka en Aðventa, nýjasta bók höfundar sem kom út í byrjun nóvember er sú sjöunda í röðinni um lögreglumanninn Hörð Grímsson. Framleiðslufyrirtækið True North tryggði sér réttinn á sex bókum eftir Stefán Mána fyrir nokkru og verður gerð sjón- varpssería upp úr bókunum. Handrits- skrif hafa gengið vel og stefnt er að því að serían verði kynnt á stórri sjónvar ps- s ö l u r á ð - stefnu í Þ ý s k a - landi í febr ú ar á næsta ári . – kb Símav eski, heyrna rtól, sn úrur og allt fyrir síman n. Líka ne tverslu n Símaveski.is, S. 517 0150 – Verslun í Smáralind 2 hæð sama rými og blekhylki.is 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.