Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.04.2019, Blaðsíða 14
40 ára MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 2019 Íslenska járnblendifélagið var stofnað af íslenska ríkinu árið 1975 til að annast byggingu og rekst- ur kísiljárnsverksmiðju á Grundar- tanga. Jón Sigurðsson tók við fram- kvæmdastjórastarfi félagsins árið 1977, en þá var bygging verksmiðj- unnar enn í fullum gangi. Tveim- ur árum síðar hófst framleiðsla kísiljárns og stendur enn yfir. Jón átti eftir að gegna starfinu í hvorki meira né minna en tvo áratugi, eða fram til ársins 1997. Skessu- horn hitti Jón að máli á dögunum og ræddi við hann um aðdragand- ann að byggingu verksmiðjunnar, góðu árin og þau mögru og sitthvað fleira frá fyrstu áratugum kísiljárns- framleiðslu á Grundartanga. „Aðdragandinn að byggingu Járnblendiverksmiðjunnar var sá að íslenska ríkið hafði samið við bandaríska fyrirtækið Union Car- bide um að reisa slíka verksmiðju og eiga á móti ríkinu. Sá samningur var ein forsenda þess að ráðist var í Sigölduvirkjun á sínum tíma,“ segir Jón í samtali við Skessuhorn. „Þe- gar allar framkvæmdir voru kom- nar af stað fór ekki betur en svo að Union Carbide rifti samning- num. Hvers vegna veit ég ekki, en eftir stóð ríkið með þessa ráðagerð og stóra holu á verksmiðjusvæðinu á Grundartanga. Þá var leitað til Elkem í Noregi og samið við þá að mig minnir undir lok árs 1976,“ se- gir Jón. Elkem var á þeim tíma sem nú stór framleiðandi kísiljárns og seldi bræðsluofna um allan heim. „Norðmennirnir lögðu til tækni og þekkingu við byggin- gu verksmiðjunnar á Grundart- anga, hún er til dæmis mjög lík verksmiðju Elkem í Salten í Nore- gi,“ segir hann. Bölvun á starfinu Íslenska járnblendifélagið var stofn- að árið 1975 og framkvæmdir hafn- ar á Grundartanga, en Jón tók ekki við starfi framkvæmdastjóra fyrr en tveimur árum síðar. „Fyrsti fram- kvæmdastjórinn greindist skyndi- lega með krabbamein og lést aðeins tveimur vikum síðar. Þá tók stjórn- arformaðurinn við framkvæmda- stjórinni. Það fór ekki betur en svo að hann fékk heilaæxli, varð mik- ið veikur og lést örfáum misserum síðar. Einhverjum leist nú ekki á blikuna, enda engu líkara en bölvun hvíldi á starfinu. En svo fór að starf- ið var auglýst. Ég sótti um, var ráð- inn og hóf störf 1. nóvember 1977. Þá voru byggingaframkvæmdir í miðjum klíðum. Það kom í minn hlut að búa til þessa skipulagsein- ingu verksmiðjunnar, sem sagt að manna í allar stöður til að hægt væri að reka fyrirtækið. Ég var al- veg blautur á bakvið eyrun þegar ég byrjaði og grænn í svona fram- kvæmdum. Áður hafði ég starfað sem stjórnarráðskontóristi. En síð- an fékk ég þetta skemmtilega verk- efni. Ég hafði farið í framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu í Bandaríkj- unum og í gegnum það öðlast svo- lítinn viðskiptabakgrunn. En að öðru leyti vissi ég ekkert í minn haus þegar ég tók við starfinu,“ seg- ir Jón og brosir. En maðurinn sem mætti blautur á bakvið eyrun upp á Grundartanga átti eftir að vera framkvæmdastjóri Íslenska járn- blendifélagsins í 20 ár. „Ég hætti árið 1997. Þá var ég farinn að tapa sjóninni og gat ekki unnið lengur,“ segir Jón. Upphafsárin erfið Framleiðsla á kísiljárni á Grund- artanga hófst 30. apríl 1977, þegar fyrri ofn verksmiðjunnar „hrökk í gang“ eins og Jón orðar það. Seinni ofninn var gangsettur árið eftir en þeim þriðja var ekki bætt við fyrr en töluvert seinna, eða árið 1999 eftir að byggt hafði verið við verksmiðj- una. Í árdaga var afkastagetan milli 50 og 51 þúsund tonn af kísiljárni á ári. Í dag eru framleidd á Grundar- tanga um 120 þúsund tonn á ári og verksmiðjan einn stærsti framleið- andi kísiljárns í heiminum. Rekstur fyrirtækisins hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Jón se- gir að upphafsárin hafi verið erfið. „Ein stór mistök voru gerð strax í upphafi, þegar Íslenska járnblendi- félagið var stofnað og áður en var svo mikið sem byrjað að byggja verksmiðjuna. Áætlað var að sölu- virði kísiljárns væri 3405 norskar krónur á hvert útflutt tonn. Allir útreikningar miðuðust við það. Þe- gar verksmiðjan var sett í gang í lok apríl 1979 hafði verðið hins vegar hrunið niður í 1825 krónur nor- skar. Svo það var ekki björguleg staðan sem verksmiðjan var í þarna í upphafi,“ segir hann. „Árið eftir var seinni ofninn síðan gangsettur og verksmiðjan komin í fulla fram- leiðslu. En verðið fyrir kísiljárnið var alveg skelfilegt og engin glæ- ta í rekstrinum eins og hann fór af stað, tap fyrstu árin og fyrirtækið í uppnámi. Árið 1983 var fyrirtækið komið á heljarþröm og ljóst að eigendur þyrftu að leggja til hluta- fé svo hægt væri að halda rekstri áfram,“ segir Jón. „Elkem var auðvi- tað í sömu þrengingum á öðrum vígstöðvum, enda heimsmarkaðs- verðið lágt. Þeir treystu sér því ekki í hlutafjáraukningu. Fór svo að lo- kum að Elkem, sem átti þá 45% hlut á móti ríkinu, seldi 15% af sínum hlut til japanskra aðila. Þeirra fram- lag varð því í raun hlutafjáraukn- ingin. Þetta gekk í gegn í ársbyrjun 1984 og fyrirtækinu var bjargað,“ segir Jón. „Þá allt í einu færðist líf í markaðinn. Gott verð fékkst fyrir kísiljárnið, fyrirtækið í blússandi rekstri og alveg prýðileg afkoman,“ segir hann. Miklar sveiflur í verði En Adam var ekki lengi í paradís. Þannig er nefnilega mál með vexti að Kínverjar voru og eru lang- stærstu stálframleiðendur heims- ins, en kísiljárn er notað til fram- leiðslu á stáli. Kínverjar framleiða líka kísiljárn til eigin nota, en voru ekki alltaf sjálfum sér nógir. Þegar þá vantaði kísiljárn þá fluttu þeir það inn og verðið hækkaði. Önn- ur árin keyptu þeir ekkert og þá féll verðið. „Þannig sveiflaðist verðið alveg gríðarlega mikið. Árin 1985 og 1986 keyptu Kínverjar ekkert og það kom mikil niðursveifla,“ segir Jón. „Þá fengum við að reyna á eig- in skinni að bankar lána ekki fyrir- tækjum sem þurfa á peningum að halda,“ segir hann. „Örfáum árum áður, þegar allt var í blóma og fyr- irtækið græddi, þá biðu menn í röð- um eftir að fá að lána okkur pen- inga. En þarna var komið annað hljóð í strokkinn,“ bætir hann við. Að lokum segir Jón að Landsbank- inn og Búnaðarbankinn hafi sam- einast um að lána félaginu pening. „Það varð verksmiðjunni til lífs,“ segir framkvæmdastjórinn fyrrver- andi. „Árin þar á eftir voru góð, myljandi markaður og við grædd- um peninga hægri, vinstri. Við stjórnendurnir ætluðum hins vegar að láta fyrri niðursveiflur okkur að kenningu verða og slá lán á með- an allir vildu lána okkur. Það veitti ekki af þegar næsta dýfa kom, en sú varði hins vegar ári lengur en við höfðum búist við. Þegar lánin féllu á gjalddaga var enginn tilbúinn að framlengja þó framleiðslan gengi í sjálfu sér vel,“ bætir hann við. „Árið 1992 vorum við komnir með bakið upp við vegg. Forsætisráðherra var á þeirri skoðun að það ætti bara að láta fyrirtækið fara á hausinn en við reyndum hvað við gátum að bjarga rekstrinum. Samið var við Lands- virkjun um að fresta greiðslum fyr- ir rafmagnið og lán voru endurfjár- mögnuð,“ segir Jón. Fimmtungi sagt upp störfum En fleira þurfti að gera til að bjarga málunum á sínum tíma. „Lækka þurfti launakostnað fyrirtækisins um 20% sem lið í því að gera fyr- irtækið lífvænlegt. Við þurftum því að segja upp 38 manns, sem var fimmtungur af öllu starfsfólki verk- smiðjunnar á þeim tíma. Með því að búa svona um hnútana þurftu eigendurnir aðeins að leggja til ör- lítið fé til að bjarga rekstrinum,“ segir Jón. „En þetta var mjög erf- itt. Starfsmannahópurinn var alla mína tíð alveg frábær, samheld- inn og góður hópur og lítil starfs- mannavelta,“ bætir hann við. „Það sem við áttuðum okkur síðan á var að mikil framleiðniaukning hafði orðið í fyrirtækinu. Framleiðsl- an var á þessum tímapunkti orð- in á bilinu 65 til 67 þúsund tonn á ári, en áður hafði verið talið að tveir ofnar gætu ekki skilað meiru en 50 til 51 þúsund tonnum að há- marki. Þessi framleiðniaukning var eingöngu tilkomin vegna þróunar í tækni og verklagi hér heima,“ segir hann. „Fyrirtækið náði síðan góðu flugi eftir þetta. Afkoman var ágæt frá árinu 1993 og var það enn þegar ég hætti árið 1997,“ segir Jón. Fram úr Norðmönnunum Á þeim tíma þegar verksmiðj- an var enn í byggingu voru menn kostaðir til Noregs að sækja þekk- ingu og læra til verka í verksmiðj- um Elkem þar ytra. Samið var við Elkem í Noregi um sérstakar greiðslur vegna þessa. „Samningur- inn sem gerður var við Norðmenn- ina hljóðaði upp á 3% af söluvirði afurðanna í 15 ár, í skiptum fyrir tæknikunnáttu og ýmsa þekkingu. Sá dagur rann hins vegar upp áður en samningstímanum lauk að verk- smiðjan á Grundartanga skilaði um 30% meiri afköstum en aðrar sambærilegar verksmiðjur Elkem. Ég fór til fundar við Norðmenn- ina og vakti máls á þessu. Fram- leiðslan á Grundartanga var orðin miklu meiri en talið var mögulegt í upphafi og Norðmennirnir í raun farnir að sækja þekkingu til okkar. Okkur þætti óeðlilegt að þurfa á sama tíma að greiða fyrir þekkingu sem við fengjum ekki. Þeir féllust á þetta Norðmennirnir og þessar greiðslur voru felldar niður síðustu árin,“ segir Jón. Samið um kaup og kjör Járnblendiverksmiðjan á Grundar- tanga var ein af fyrstu verksmiðj- unum sem reistar voru hér á landi sem setja má undir hatt stóriðjunn- ar. Jón segist hér að ofan hafa ver- ið blautur á bakvið eyrun í upphafi, en hann var alls ekki sá eini. Þeg- ar kom að því að semja um kaup og kjör starfsmanna segir hann að menn hafi varla vitað hvert þeir ættu að snúa sér. „Eins og alltaf í þá daga þá komu stjórnmálaflokkarnir sínum mönnum að í stjórnum allra ríkisfyrirtækja. Í stjórn Íslenska járnblendifélagsins var m.a. einn Alþýðubandalagsmaður og hann fékk því ráðið að fyrirtækið stæði fyrir utan Vinnuveitendasamband- ið. Það stóð því upp á mig að semja við allan mannskapinn um kaup og kjör. Ég fékk til fundar við mig átta manns frá þeim hinum verka- lýðs- og stéttarfélögum á svæðinu og landssamböndum. Þegar ég hitti þá rann upp fyrir mér að augljós- lega vissi enginn þeirra neitt um svona verksmiðju,“ segir Jón. Úr varð að hópnum var boðið í viku- ferð til Noregs. Þar voru skoðaðar verksmiðjur Elkem, rætt við starfs- menn, trúnaðarmenn og fleiri, m.a. tólf Íslendinga sem voru að læra til verka í verksmiðju í Kristians- and. „Í ferðinni gerði ég vel við alla í mat og drykk og hristi hópinn vel saman. Fyrir vikið gengu allar samningarviðræður vel og ég hafði alltaf þá tilfinningu að allir væru í sama liði,“ segir hann. „Þegar kom að samningagerðinni sjálfri var krafa stéttarfélaganna síðan frekar einföld, í rauninni; að gerðir væru sambærilegir samningar og giltu í álverinu í Straumsvík. Sú varð raun- in og samningarnir voru eins í öll- um megindráttum,“ segir Jón. „En eitt var alveg bagalegt við Straums- víkursamningana eins og þeir voru þá; verkakonur voru á miklu lægra kaupi en verkamenn. Kjartan Guð- mundsson var aðaltrúnaðarmaður „Vissi ekkert í minn haus þegar ég tók við starfinu“ - segir Jón Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins Jón Sigurðsson var framkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins í tvo áratugi. Ljósm. kgk. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga eins og hún leit út áður en byggt var við hana árið 1999.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.