Skessuhorn


Skessuhorn - 24.04.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.04.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gleðilegt sumar! Nú er lokið lengsta samfellda frítímabili ársins, páskunum. Helgustu hátíð kristinna manna. Hvort sem fólk er strangtrúað eða hundheiðið þiggja allir sem kost hafa á að nýta þessa fimm samfelldu frídaga til að brjóta upp hversdaginn, hver með sínum hætti. Sumir kjósa að ferðast innanlands eða utan, aðrir njóta þess að vera heima hjá sér, stunda áhuga- málin, en svo er einnig dágóður hópur sem mætir til vinnu þrátt fyrir rauðmerktu dagana á almanakinu. Vaktavinnu- og heilbrigðisstarfsfólk, bændur, hópferðabílstjórar og jafnvel verslunarfólk þarf að standa vakt- ina. Hér eru vissulega þúsundir ferðamanna og það einfaldlega geng- ur ekki lengur upp að allt sé lokað. Því er búið með að hægt sé að virða hina takmarkalausu helgi sem trúin sagði okkur að ætti að gera. Jafnvel er væntanlegt sérstakt frumvarp sem afnemur helgidagafriðhelgina að hluta. Nú eru því haldin bingó á föstudaginn langa, dansleikir eftir mið- nætti og áfram mætti telja. Þessi hátíð Nóa, Góu og Freyju er því smám saman að breytast, en frídögunum höldum við áfram inni í kerfinu, af því það hentar! Fyrir mig marka páskarnir upphaf vorsins. Vissulega er veðrið æði mis- jafnt á þessari helgu hátíð, enda getur hún farið fram í mars og svo allt fram í síðari hluta apríl eins og nú. Stundum eru því frosthörkur og jafn- vel fannfergi um páska, en að þessu sinni sá maður nánast grasið spretta úr jörðu. Í minni gömlu heimasveit var slegið gras á golfvellinum í Nesi á páskadegi. Frostlaus jörð, hæfilegur raki og hiti gerir það að verkum að grasið lætur ekki bíða eftir sér, ekki frekar en annar gróður. Við höfum harðgeran gróður sem lætur ekki tækifærin fram hjá sér fara. Að morgni annars páskadags lagðist svo skip að bryggju á Akranesi með áburðinn sem er nú á leiðinni í sveitirnar og á túnin hjá bændum. Líklega engin ástæða fyrir þá að bíða með að dreifa honum við þessar aðstæður. Einar veðurfræðingur spáir því að 40% líkur séu á að sumarið verði vætusamt, líkt og það síðasta. Stóra spurningin er hvort það verði síðari hluti sumars eða sá fyrri, vonandi ekki allt og kannski er þessi spá hans skot út í loftið. Íslensk veðrátta er nefnilega með þeim hætti að ómögu- legt er að spá fyrir um hana og ekki auðveldar málið hinar miklu öfgar í veðurfari sem að hluta til eru vegna hlýnunar jarðar af mannavöldum. Ég kýs að taka undir orð veðurglöggs vinar míns sem spáir góðu vori. Þá kýs ég einnig að taka Pollyönnu á þetta og segi; að ef Einar spáir svona þá eru þar af leiðandi 60% líkur á að það verði gott sumar. Það er jú hærra hlutfall og hentar mér að trúa því. Veturinn sem formlega rennur sitt skeið í dag hefur um margt verið óvenjulegur. Orrahríð á vinnumarkaði, gjaldþrot mikilvægs flugfélags og einkar hvimleið umræða í kjölfar barferðar nokkurra þingmanna í lok nóvember hafa allt verið mál sem tekið hafa mikinn tíma og rúm í um- ræðunni. Hið jákvæða nú er að búið er að létta á óvissunni varðandi kjaramálin, keppst er við að fylla í gapið sem WOW skildi eftir, en bar- málið á sinn þátt í að virðing gagnvart löggjafarsamkomunni er í sögu- legri lægð. En ég trúi því að framundan séu betri tímar, með fínu veðri, þannig að allir sem vettlingi geti valdið komist út, andi að sér hreinu og heilnæmu lofti og bæti með því geðið. Allavega stefni ég á að njóta þess sem landið okkar hefur að bjóða. Ætla meðal annars að sjósetja gamla bátinn og veiða þorsk í soðið og jafnvel einnig silung í blátærum vötnum Arnarvatnsheiðar. Fara í gönguferðir og njóta þess að heilsan er þrátt fyrir allt ekki verri en hún er. Með von um að sem flestir geti gert það sem bætir, hressir og kætir, óska ég lesendum mínum gleðilegs sumars. Magnús Magnússon Svo virðist sem flestir mávar á Vest- urlandi hafi haldið árshátíð sína með tilheyrandi veisluhöldum í Borgar- firði á síðustu dögum. Loðnuganga gekk inn fjörðinn í síðustu viku og voru þúsundir máva á sveimi fyrir utan og sunnan Borgarnes. Stungu þeir sér grimmt eftir ætinu. Dauðri loðnu skolaði svo á land. Meðfylgj- andi mynd tók Þorleifur Geirs- son við Borgarnes í byrjun síðustu viku. mm Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóð- garðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018. Nefndinni er m.a. ætl- að að skilgreina mörk þjóðgarðs- ins og setja fram áherslur um skipt- ingu landsvæða innan hans í vernd- arflokka. Nefndin hefur nú skilað fyrstu áfangaskýrslu og er hún að- gengileg í Samráðsgátt stjórnvalda. Athugasemdafrestur við þessi fyrstu drög rennur út 30. apríl nk. Nefnd um Miðhálendisþjóðgarð er ætlað að fjalla um hugsanleg- ar aðkomuleiðir og þjónustumið- stöðvar, svæðisskiptingu og rekstr- arsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Nefndinni er ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarð- inn og lagafrumvarpi um þjóð- garðinn, þar sem m.a. er tekin af- staða til stjórnskipulags þjóðgarðs- ins. Leggur nefndin meðal annars áherslu á að sveitarfélög sem eiga land sem fellur undir þjóðgarð hafi beina aðkomu að stjórnun hans strax við stofnun. Loks er nefnd- inni ætlað að setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Verklag nefndarinnar er þannig að hún vinnur textadrög og tillög- ur fyrir hvern verkþátt. Verkþætt- ir verða svo settir í samráðsgáttina þar sem kallað er eftir athugasemd- um. Athugasemdir sem berast verða teknar til skoðunar hjá nefndinni og verkþættir í kjölfarið kláraðir. Þegar allir verkþættir hafa farið í gegnum sama ferli verða þeir settir saman í heildarskýrslu sem einnig verður sett í samráðsgáttina. Í kjöl- far þess mun nefndin skila skýrslu til umhverfis- og auðlinda ráðherra. Ráðgert er að skil fari fram í sept- ember 2019. mm Miðhálendisþjóðgarður í samráðsferli Mávarnir í loðnuveislu í Borgarfirði Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.