Skessuhorn - 24.04.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 201912
Við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi eru
þrjár konur saman með opin verk-
stæði þar sem hægt er að koma og
fylgjast með þeim vinna. Sigríður
Erla Guðmundsdóttir er með verk-
stæðið Leir7 þar sem hún vinnur
með leir frá Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd í Dölum. Lára Gunnars-
dóttir er með verkstæði sem heitir
Smávinir og þar vinnur hún muni
úr íslensku birki frá Hallormsstaða-
skógi og Greta María Árnadóttir er
með Gullsmiðju Gretu Maríu þar
sem hún vinnur skartgripi úr eð-
almálmum. Saman kalla þær verk-
stæðin Smiðjur og á morgun, sum-
ardaginn fyrsta, bætist við Smiðj-
urnar kaffihúsið Jakobína þar sem
Sigríður Erla ætlar að bjóða upp
á alla hefðbundna kaffidrykki og
bakkelsi. Blaðamaður Skessuhorns
hitti nýverið þær stöllur að máli.
Stykkishólmur kallaði
til hennar
Sigríður Erla flutti úr Hafnarfirði
í Stykkishólm árið 2007 og opnaði
verkstæðið Leir7. „Ég flutti eig-
inlega til leirsins,“ segir Sigríður
Erla og hlær. „Það varð ýmislegt til
þess að ég ákvað að nálgast leirinn
en hann fæ ég frá Höllu Steinólfs-
dóttur í Ytri-Fagradal. Ég var svo
lánssöm að kynnast pabba henn-
ar, Steinólfi Lárussyni, og kynnti
hann mig fyrir leirnum sínum. Ég
ákvað að kynna mér íslenska leirinn
enn betur, prófaði leir víða úr Döl-
unum. Ég ákvað svo að vinna með
leirinn úr Ytri-Fagradal og kalla ég
leirinn sem ég vinn með Steinólf,“
segir Sigríður Erla. Spurð hvers
vegna hún flutti í Stykkishólm en
ekki í Dalina, þar sem leirinn er
að finna, svarar hún því að Stykk-
ishólmur hafi einfaldlega kallað til
hennar. „Ég hafði tengingu í Dali
mjög lengi en við eigum eyjar á
Hvammsfirði. Eftir að við fórum
að sigla í Stykkishólm fundum við
hvað þessi bær er heillandi og ég
hugsaði alltaf með mér að hér gæti
ég búið einn daginn. Sonur okk-
ar flutti svo hingað með fjölskyld-
una sína og við ákváðum að fylgja á
eftir. Hér var ég nálægt eyjunum í
Breiðafirði, leirnum í Ytri-Fagradal
og syni mínum og fjölskyldu, sem
er að vísu flutt héðan í dag en okk-
ur líður mjög vel í Stykkishólmi,“
segir Sigríður Erla.
„Þú stjórnar ekkert
honum Steinólfi“
Hvað er það við leirinn úr Dölun-
um sem heillar Sigríði Erlu? „Það
finnst leir víða um landið en leir-
inn í Dölunum er alveg einstakur.
Landið okkar er ungt og leirinn því
líka frekar ungur en hann er líklega
elstur í Dölunum, sem gerir hann
betri en annan íslenskan leir. Að
mínu mati hefur leirinn ekki notið
sannmælis, hann er dökkur og sum-
ir vilja meina að ómögulegt sé að
vinna með hann. Mér þykir þetta
ekki réttlát gagnrýni á Dalaleirinn
en hann er að mínu mati einn sá
fallegasti. Ég held að fólk sem seg-
ir að ómögulegt sé vinna með hann
nálgist hann ekki á réttan hátt. Það
er lykilatriði að spyrja leirinn hvað
hann vill vera og vinna með hann
út frá því, þú stjórnar ekkert hon-
um Steinólfi, þú spjallar við hann,“
segir hún og hlær.
Flísaverksmiðja
í Dölunum
Sigríður Erla segir Íslendinga ekki
ennþá hafa uppgötvað leirinn al-
mennilega og að þar sé vannýtt
auðlind sem enn eigi eftir að nýta.
„Við höfum flest farið til útlanda og
séð múrsteinshús og flísar á gólfum
og þökum. Þetta er allt gert úr leir.
Leirinn er frábært jarðefni sem fólk
hefur nýtt um allan heim í aldir en
við Íslendingar höfum lítið kom-
ist upp á lagið með að nýta hann.
Dalamenn vildu á sínum tíma opna
flísaverksmiðju en það varð ekk-
ert úr því, eflaust því á þeim tíma
var svo auðvelt að nálgast flísar frá
öðrum löndum. En svo hefur þetta
breyst og í dag erum við að flytja
inn flísar frá öðrum heimshlutum,
en hvað gerir það fyrir umhverf-
ið okkar,“ spyr Sigríður og heldur
áfram: „Þetta er náttúrulega frá-
leitt þegar við hugsum út í það að
við höfum þetta góða hráefni hér í
jörðunni okkar. Kannski þegar fólk
áttar sig á að það væri mun betra að
gera okkar eigin flísar, þá verði reist
flísaverksmiðja í Dölunum,“ seg-
ir Sigríður Erla brosandi. Aðspurð
segist hún sjálf hafa gert gólfflísar
úr leirnum frá Ytri-Fagradal og er
mjög ánægð með útkomuna.
Kaffihúsið Jakobína
opnað á morgun
Spurð hvaðan talan 7 kemur í nafni
verkstæðisins hlær Sigríður og seg-
ir 7 vera tölu sem hafi bara alltaf
fylgt henni. „Þetta er talan mín sem
hefur bara alltaf verið tengd mér á
einhvern hátt. Ég hef alltaf miðað
við þessa tölu en ég veit ekki hvað-
an það kemur. Ætli það sé ekki því
7 er þægileg viðmiðunartala. Til
dæmis þegar ég er að gera marga
eins hluti þykir mér hæfilegt að
gera sjö í einu. Ég held að við höf-
um flest einhverja tölu sem fylgir
okkur en flestir hugsa ekki um
það. Ég reyni ekki að hundsa það
sem fylgir mér svona sterkt og hef
bara tekið sjöunni fagnandi,“ segir
Sigríður og hlær. Við snúum okk-
ur því næst að kaffihúsinu sem Sig-
ríður Erla ætlar að opna í húsnæði
Smiðjanna á morgun, Sumardag-
inn fyrsta. Kaffihúsið hefur fengið
nafnið Jakobína eftir frænku Sig-
ríðar Erlu sem býr í Kaupmanna-
höfn. „Jakobína er gríðarlega hæfi-
leikarík listakona og ég ætla að vera
með verk eftir hana á veggjum kaffi-
hússins svo mér fannst vel við hæfi
að nefna kaffihúsið eftir henni,“ út-
skýrir Sigríður Erla. Á kaffihúsinu
verður hægt að fá alla hefðbundna
kaffidrykki auk þess sem Sigríður
ætlar að bjóða upp á bakkelsi. Fyr-
ir utan verkstæðið er búið að koma
upp fallegri aðstöðu með gulum
bekkjum og borðum þar sem fólk
getur setið í sólinni. Inni er fal-
leg setustofa með sófasetti innan
um fallega muni sem framleidd-
ir eru í Smiðjunum. „Það er nú
saga að segja frá sófasettinu en ég
fór í nytjaverslun í Reykjavík fyrir
skömmu í leit að sófa til að hafa á
kaffihúsinu. Ég sagðist vera að leita
að nettum sófa og afgreiðslumaður-
inn benti mér á þetta fína sett sem
hann sagði að væri íslensk hönnun
og smíði, framleitt í Stykkishólmi.
Hér var nefnilega um árabil rekin
húsgagnasmiðjan Aton og var þetta
sófasett þaðan. Ég stóðst það ekki
og keypti að sjálfsögðu settið og nú
er það komið heim í Hólminn aft-
ur,“ segir Sigríður Erla.
Lára og íslenska birkið
Lára Gunnarsdóttir er með verk-
stæðið Smávini þar sem hún tálgar
ýmsa hluti úr birki. Lára er Reyk-
víkingur en flutti í Stykkishólm fyr-
ir 27 árum. Fljótlega eftir að hún
flutti í Stykkishólm byrjaði hún að
tálga en fram að því hafði hún ver-
ið að vinna við grafík. „Þetta var
frekar öfugsnúið hjá mér. Ég bjó
um tíma í Neskaupstað, þaðan sem
stutt er í Hallormsstaðaskóg. Það
var ekki fyrr en ég kom í Hólminn
að ég uppgötvaði birkið sem efnivið
í verkin mín, og hér var varla tré að
sjá,“ segir Lára og hlær. Birkið fær
Lára úr Hallormsstaðaskógi. „Ég
lærði í grafíkdeild Myndlista- og
handíðaskóla Íslands og í kjölfarið
var ég mikið að vinna tvívíð verk,
lítið að vinna með þrívídd eins og
Smiðjur og kaffihús undir einu þaki í Stykkishólmi
Sigríður Erla Guðmundsdóttir, Lára Gunnarsdóttir og Greta María Árnadóttir fyrir utan Smiðjur við Aðalgötu 20 í Stykkishólmi.
Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður opnað kaffihúsið Jakobína undir sama
þaki og Smiðjur. Ljósm. aðsend.
Sigríður Erla er leirlistakona sem vinnur með leir úr Ytri-Fagradal í Dölum. Hér er
hún að búa til skál.