Skessuhorn - 26.06.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201910
Nú er dagskrá Brákarhátíðar kom-
in á hreint og ljóst að nóg verður
um að vera í vikunni fyrir íbúa og
gesti sem eiga leið á svæðið. Há-
tíðin hófst strax í byrjun vikunn-
ar þegar vinnuskóli Borgarbyggð-
ar kom með hverfaskrautið á svæð-
ið. „Við byrjuðum á þessari hefði í
fyrra að fá vinnuskólann til að taka
þátt og það gekk svona svakalega
vel svo við endurtókum leikinn í
ár,“ segir Sigríður Dóra Sigurgeirs-
dóttir, einn af skipuleggjendum há-
tíðarinnar í samtali við Skessuhorn.
„Undirbúningur hefur gengið rosa-
lega vel og við erum stolt af dag-
skránni sem verður í boði, en við
leggjum mikla áherslu að þetta sé
fjölskylduhátíð og margir dagskrár-
liðir eru sérstaklega sniðnir fyrir
yngri kynslóðina.“
Hverfin bjóða heim
Hefð er fyrir því að skipta bænum í
hverfi á meðan hátíðin stendur yfir
og fær hvert hverfi ákveðið lita-
þema. Borgarnesi er skipt í þrjá liti.
Það er rauða hverfið sem er gamli
bærinn, bláa hverfið sem er frá
Kveldúlfsgötu og að Sandvíkinni
og svo gula hverfið í Bjargsland-
inu. Mýrarnar eru bleikar og upp-
sveitir Borgarfjarðar eru appelsínu-
gular. Ákveðið hefur verið af skipu-
lagsnefnd hátíðarinnar að veita sér-
stök verðlaun fyrir skemmtilegasta
skreytta húsið og mun dómnefnd
rúnta um bæinn en fólkið í sveitinni
er hvatt til að senda myndir á Fa-
cebook síðu Brákarhátíðarinnar til
að taka þátt. Sigurvegari verður svo
tilkynntur á laugardag.
Á mánudaginn bauð bláa hverf-
ið heim þar sem gestum var boðið
í sápubolta og vatnsblöðrustríð. Á
þriðjudeginum bauð rauða hverfið
upp á fjölskyldujóga í Skallagríms-
garði ásamt því að heilsueflandi
snarl var á boðstólnum fyrir jóga-
iðkendur. Í dag, miðvikudag býður
appelsínugula hverfið upp á leikdag
fyrir fjölskylduna í Logalandsskógi
í Reykholtsdal og á fimmtudaginn
býður gula hverfið í Bjargslandinu
upp á tónleika hjá Uglukletti þar
sem Hljómlistarfélag Borgarfjarð-
ar slær á létta tóna. Þá verður pylsa
og Svali á boðstólnum fyrir gesti í
boði Borgarverks. Á föstudeginum
verður svo hið vinsæla götugrill vítt
og breytt um bæinn og eru íbúar
hvattir til að grilla og borða sam-
an. Seinna um kvöldið verður boð-
ið upp á lifandi tónlist í Englend-
ingavík.
Þétt dagskrá
á laugardag
Á laugardaginn verður fjölbreytt og
þétt dagskrá fyrir Brákarhátíðar-
gesti. „Það er pínu nýjung með dag-
skrána á laugardaginn í ár. Aldrei
þessu vant þá er flóð ekki um morg-
uninn og getum við því boðið upp
á bátsferðir á sama tíma og allt ann-
að er í gangi í Brákarey. Þess vegna
fer allt fram samfleytt og ekki þarf
að gera neina pásu á dagskrá dags-
ins. Þannig getur fólk átt skemmti-
legan dag saman án þess að þurfa að
skutlast heim,“ segir Sigríður.
Dagskráin hefst á hádegi í Brák-
arey þar sem kvenfélagið býð-
ur gestum upp á morgunmat. Í
framhaldi af því hefst skipulögð
skemmtidagsskrá, bæði á sviði og
utan þess. Hinar sívinsælu báta-
siglingar í kringum eyjuna verða
til staðar ásamt því að sölutjöld og
markaðir þar sem fólk getur keypt
allskyns varning verða á svæðinu.
BíBí og Björgvin, BMX brós og
Húlladúlla koma fram ásamt Söng-
perlum Borgarbyggðar í portinu
í Brákarey. „Það verða sölutjöld á
staðnum og fólk getur fengið sér
eitthvað að drekka og borða í Brák-
arey,“ bætir Sigríður við. Að dag-
skrá lokinni verður skrúðganga og
gengið frá Brákarey að Dalhalla
þar sem félagarnir Pétur og Einar,
úr hljómsveitinni Buff, halda uppi
stuðinu með Brekkusöng. Hátíð-
inni líkur svo með stórdansleik í
Hjálmakletti þar sem Páll Óskar
leikur fyrir dansþyrsta, langt fram
á nótt. „Við vonumst til að sjá sem
flesta á hátíðinni,“ segir Sigríður að
lokum.
glh
Bið eftir viðtalstíma hjá lækni hef-
ur að undanförnu lengst á Heilsu-
gæslustöð HVE í Borgarnesi. Hef-
ur verið allt að tvær til þrjár vikur að
undanförnu. Linda Kristjánsdótt-
ir yfirlæknir í Borgarnesi staðfestir
í samtali við Skessuhorn að staðan
hafi verið erfið núna í júnímánuði,
en strax eftir miðjan júlí og næsta
vetur sjái hún fram á miklu bjart-
ara útlit með mönnun í störf lækna
við stöðina. „Þetta er sem betur fer
tímabundið ástand nú, en við lent-
um í veikindum og þá hætti lækn-
ir hjá okkur í haust sem var í hálfu
starfi. Ætíð þegar sumrar getur
íbúafjöldinn margfaldast hér í hér-
aðinu þegar sumarbústaðafólk bæt-
ist í hópinn og þá er fjöldi ferða-
manna sem er hér á ferðinni og þarf
þjónustu. Allt hefur þetta áhrif og
þegar stöðin er undirmönnuð fyrir
lengjast biðlistar þegar þessi aukni
fjöldi bætist við.“ Linda bendir á að
í ársskýrslu fyrir HVE í Borgarnesi
fyrir síðasta ár komi fram að á síð-
asta ári hafi 300 erlendir ferðamenn
komið við sögu á heilsugæslustöð-
inni, ýmist sjúklingar eða fólk sem
slasast í fjallgöngum, umferðinni
eða annarsstaðar. Þessu fólki öllu
þurfi að sinna, ýmist á stöðinni eða
að læknar fara í útköll með sjúkra-
bílum.
Linda segir að eftir miðjan júlí
sjái hún fram á að rætist úr mönnun
lækna í Borgarnesi. Þá komi vanur
sérnámslæknir í heimilislækningum
til starfa sem og vanir afleysinga-
læknar. „Við erum að sjálfsögðu
með læknavakt allan sólarhring-
inn, þannig að ef fólk þarf nauð-
synlega að hitta lækni er það hægt.“
Þá hvetur hún fólk sem mæta þarf
í reglulegt og fyrirbyggjandi eftirlit
hjá lækni að panta viðtalstíma tím-
anlega. Hægt sé að sýna fyrirhyggju
í þeim efnum.
Sækjast ekki í
stöðugar vaktir
Jafnhliða yfirlæknisstöðu í Borg-
arnesi er Linda sviðsstjóri heilsu-
gæslu í umdæmi Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands. Hvernig er
ástandið á öðrum stöðum í lands-
hlutanum? Hún segir að erfitt hafi
verið að fá lækna til starfa á nokkr-
um fámennari stöðum úti á landi
og nefnir Grundarfjörð sem dæmi.
„Við höfum til dæmis þurft að
treysta á verktakalækna í Grund-
arfirði um hríð. Við glímum við að
almennt sækjast ungir læknar ekki
eftir einyrkjastörfum úti á landi þar
sem þeir sjálfkrafa eru alltaf á vakt;
daga, nætur og helgar. Það er liðin
tíð að læknar sjái það sem kost að
hafa mikið vaktaálag og safna þann-
ig í budduna. Þeir eru ekkert ólík-
ir öðru fólki í því sambandi að meta
frítímann að verðleikum,“ segir
hún. mm
Veðurspákerfið á vefnum blika.is er
rekið af Veðurvaktinni ehf. Hún er
í umsjón Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings og Sveins Gauta Ein-
arssonar, umhverfis- og orkuverk-
fræðings. Í tilkynningu frá þeim fé-
lögum kemur fram að nú gefst not-
endum sá möguleiki að fá veðurspá
fyrir öll lögbýli landins og fjölmörg
eyðibýli að auki. „Með því hafa bæst
við yfir sex þúsund staðsetningar.
Fyrir voru um þrjú þúsund örnefni,
veðurstöðvar, skálar og gististaðir
á landinu. Einnig sumarhúsalönd,
golfvellir, veiðihús, eyjar, fjallstindar
o.fl. um land allt.“ Þannig má segja
að heimfæra mætti þessa nýjung á að
fólk geti fengið; „spána heim“.
Blika.is tengir saman skrár yfir
örnefni og fínkvarða veðurspár ekki
ósvipað og „norsku“ spárnar sem
margir þekkja á yr.no. En Blika.is
reiknar sitt eigið veðurlíkan í hrað-
virkum tölvum fjórum sinnum á dag
í þéttriðnu neti með klukkustundar
upplausn. Möskvarnir eru þrír km
á meðan spár yr.no yfir Íslandi eru
með 12 km á milli reiknipunkta.
Veðurþjónustan á blika.is er öll-
um opin og aðgengileg. Vefurinn er
einfaldur og hraðvirkur og sérstak-
lega sniðinn að snjallsímum. „Spá-
kerfið er í stöðugri þróun. Væntan-
leg er ensk útgáfa og gæði spánna
mun batna með gervigreind. Þá er
keyrð endurgreining aftur í tímann
þar sem veðurmælingar koma við
sögu. Tilraunir á nokkrum stöðum
svo sem í Reykjavík og á Ísafirði lofa
þar góðu. Veðurspárnar eru hluti af
sjálfvirknivæðingunni í samfélaginu.
Miklir möguleikar felast í tengingu
kerfa og miðlun til notenda á skýran
og aðgengilegan hátt,“ segir Einar
Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
mm
Rætist úr læknamálum í næsta mánuði
Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi.
Hrærekslækur er skógræktarjörð/eyðibýli í Hróarstungu á Héraði. Sambærilega
spá má finna um nær öll lögbýli á landinu.
Veðurspár fyrir yfir níu
þúsund staði á Blika.is
Fjöldi krakka var mættur í froðufjör á mánudaginn. Ljósm. Brákarhátíð.
Fjölbreytt dagskrá á
Brákarhátíð um næstu helgi
Götulistahátíðin sem haldin var á
Hellissandi um helgina tókst með
afbrigðum vel, að sögn Kára Við-
arssonar skipuleggjanda hennar. Í
boði var tónlist, andlitsmálning,
skottsala úr bílum og margt fleira.
Veðrið lék við gesti sem nutu há-
tíðarinnar. „Þetta gæti ekki hafa
heppnast betur,“ sagði Kári í sam-
tali við Skessuhorn. „Það var rjóma-
blíða alla helgina og á laugardegin-
um voru um 500 manns sem mættu
á listviðburðina sem voru í boði og
er ég sjúklega sáttur,“ sagði Kári og
brosti sínu breiðasta.
Það voru 15 listamenn sem héldu
uppI fjörinu og komu þeir frá tíu
þjóðlöndum. „Þetta er í fyrsta
skiptið sem við höldum þessa hátíð
en við stefnum á að halda hana aft-
ur eftir tvö ár, en á næsta ári mun-
um við halda í annað sinn tónlist-
arhátíðina Tene-Rif,“ sagði Kári.
af
Ninjurnar nefnist hópur krakka úr Snæfellsbæ sem sýndi dans, en þau voru í dan-
kennslu hjá Jordine Cornish.
Götulistahátíðin var
haldin í blíðskaparveðri
á Hellissandi
Ástralski dansarinn Jordine Cornish dansaði á þaki gamla frystihússins.