Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 26.06.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201916 Fyrir skömmu lá leið blaðamanns að bænum Gufuá í Borgarhreppi. Bæjarhúsin eru skammt frá þjóð- veginum norðan við Borgarnes. Heima fyrir er kyrrðin þó einstök og ekki sést til næstu bæja. Á jörð- inni stendur eitt lítið útihús og íbúðarhús þeirra Sigríðar Ævars- dóttur og Benedikts Líndal. Áin rennur þarna skammt frá, hest- arnir standa slakir í sólinni og þrír geithafrar rölta makindalega um rétt við útihúsin þegar blaðamann ber að garði. Hundarnir Moli og Hringur sjá um sitt svæði og fylgdu blaðamanni síðasta spölinn að hús- inu og heilsuðu honum svo kurteis- ir um leið og Sigga og Benni komu út. Við setjumst niður og rætt er meðal annars um búskapinn, skóg- rækt, hestamennsku og hnakka- framleiðslu en auk þess um starf- semi frumkvöðlafyrirtækisins Pure Natura, sem framleiðir fæðubótar- efni úr hliðarafurðum sem falla til við slátrun sauðfjár. Einskismannsland áður en þau keyptu Við fengum okkur sæti í borð- króknum hjá þeim í litla notalegu húsinu sem þau fluttu inn í fyr- ir um hálfu ári ásamt yngstu dótt- ur sinni, Jónu Rós sem er að ljúka námi í Varmalandsskóla næsta vor. Síðasti ábúandinn á Gufuá fór það- an 1964 og síðan hefur bærinn ver- ið í eyði. „Það áttu þetta nokkr- ir menn úr Reykjavík en þeirra af- komendur vildu selja jörðina svo við ákváðum að kaupa. Það var ekkert hér þegar við komum, jörð- in var í raun einskismanns land og umgengni fólks til samræmis við það,“ segir Benni. „Þetta er krefj- andi verkefni og langt frá því búið. Hér var ekkert, hvorki hús, vegur, vatn né rafmagn. Það tók okkur því dálítinn tíma að ákveða að slá til. Við hugsuðum alveg með okkur að það væri sjálfsagt skynsamlegast að finna eitthvað aðeins þægilegra. En að sjálfsögðu gerðum við það ekki, það er ekki okkar stíll,“ seg- ir Sigga og hlær. „Við sjáum ekki eftir því, staðsetningin er æðisleg í alla stað og svo bjuggum við lengi hér á næstu jörð, Staðarhúsum, og þekkjum því næstum hverja einustu þúfu á svæðinu. Hér getum við líka byggt upp bara nákvæmlega eins og við viljum en við erum alltaf að brasa ýmislegt,“ bætir Benni við. Rótgrónir Borgfirð- ingar í dag Sigga er fædd og uppalin í Kópa- vogi en Benni í Reykjavík. Benni flutti fyrst í Borgarfjörðinn árið 1978, þá 23 ára gamall. En hvern- ig lá leiðin í Borgarfjörð? „Afi og langafi voru tímabundið bænd- ur hér í Borgarfirði svo ég kom stundum hingað og var í sveit á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu. Ég keypti svo Staðarhús, sem er bara næsta jörð við okkur núna, þegar ég var 23 ára. Svo við höfum ver- ið hér í um það bil 100 ár myndi ég segja,“ svarar Benni og hlær. „En að öllu grínu slepptu þá myndi ég nú alveg segja að við séum orðn- ir rótgrónir Borgfirðingar núna. Við prófuðum um tíma að flytja austur á Hérað en hingað erum við komin aftur,“ heldur Benni áfram. „Það var samt æðislegt að búa fyrir austan, ég vissi ekki að það væri til svona gott veður á Ís- landi eins og er þar. En vegalengdir voru of miklar. Ferðalögin voru of löng og kostnaðurinn of mikill því allt okkar fólk var hér fyrir sunn- an. Við sáum fram á að þetta yrði bara erfiðara fyrir alla með tíman- um, það voru að koma barnabörn og þá langaði okkur að vera nær og ákváðum því að snúa aftur áður en við myndum festa of djúpar rætur fyrir austan. Ég er samt ennþá ást- fangin af Austurlandi eftir veruna þar,“ segir Sigga. LOGN – Landbúnaður og náttúruvernd á Mýrum Eitt af því sem Sigga og Benni eru að byrja á um þessar mundir er verkefni sem gengur undir nafninu LOGN. Um er að ræða samstarfs- verkefni milli Bændasamtaka Ís- lands og umhverfis- og auðlindar- áðueytisins um samþættingu land- búnaðar og náttúruverndar. Ákveð- ið var að byrja verkefnið í Bárðardal annarsvegar og á Mýrum hins veg- ar, en Gufuá tilheyrir síðara svæð- inu. „Þetta er verkefni sem unnið hefur verið að í 20 ár erlendis en er fyrst núna að byrja hér á Íslandi. Þetta snýst um að koma náttúru- vernd inn í landbúnaðinn - finna leiðir sem henta til nýtingar land- búnaðarsvæða um leið og unnið er með aðstæðum og vistkerfi hverrar jarðar á þann hátt að það viðhaldi líffræðilegum fjölbreytileika, land- fræðilegum sérkennum, kostum og göllum. Hver og einn þáttttakandi fer sína leið í verkefninu og okk- ar vinkill er á ferðaþjónustu, land- búnað og náttúruvernd,“ útskýr- ir Sigga. „Það er dálítið verið að mynda þetta verkefni jafn óðum því við erum bara rétt að byrja á þessu hér og fyrst um sinn verða það bændur á Mýrum sem taka þátt. Þegar þetta verður komið almenni- lega í gang geri ég ráð fyrir að all- ir sem vilja geti verið með. Þetta er einn liður í þeim loftlagsverkefnum sem Ísland hefur gengist undir að taka þátt í, en þar hefur orðið mik- il vitundarvakning undanfarið. Við höfum lengi vitað af vandamálum varðandi loftlagsmál og hætt- unni sem því fylgir því hvernig við göngum um jörðina. Ég er að verða 56 ára gömul og ég man ekki eft- ir öðru en að loftlagsmál hafi verið til umræðu þó markvissar aðgerðir hafi vantað. Þegar ég var svona 12 ára gömul var mikið talað um gat á ósonlaginu og að bregðast þyrfti við því. Svo hafa ýmis vandamál komið í umræðuna síðan en aldrei hefur neitt almennilega verið gert, fyrr en kannski núna. Nú erum við að finna afleiðingarnar með bein- um hætti á eigin skinni, til dæm- is með hlýnun jarðar, og þá loksins erum við að vakna af blundinum og bregðast við,“ segir Sigga. Gerðu skógræktarsamning Loftlagsmál og sjálfbærni hafa alla tíð verði ofarlega í huga Siggu. „Ég get samt ekki sagt að þetta hafi leg- ið sérstaklega þungt á mér, ég er ekki með neinn loftlagskvíða. En þetta er málefni sem ég hef alltaf verið mjög meðvituð um og reynt að leggja mig fram við að gera mitt fyrir umhverfið. Ég hef gríðarlega trú á því hvað fólk getur gert ef það vill og þess vegna óttast ég ekki það sem er í gangi. Þetta er grafalvar- legt mál en kannski óþarfi að vera með kvíða yfir því nema við ætlum að halda áfram á sömu braut. Við þurfum bara að horfast í augu við það, hvorki ýkja það eða draga úr, og bregðast svo við, hvert og eitt. Það er margt hægt að gera,“ segir Sigga. Eitt af því sem hún og Bene- dikt hafa ákveðið að gera fyrir um- hverfið er að leggja um 70 hektara af landi undir skógrækt. „Við vor- um að skrifa undir tiltölulega stór- an skógræktarsamning og erum að- eins byrjuð í þeirri vinnu, eins og að gera stíga og setja upp girðing- ar. Markmiðið er að setja niður um 3000 plöntur í sumar, sem er frekar lítið en við viljum bara byrja rólega og undirbúa jarðveginn. Það hefur líka varla verið hægt að planta trjám fyrir þurrki,“ segir Sigga. „Það er líka mikil vinna sem fer í undirbún- ing svo það er nóg annað að gera þetta sumar,“ bætir Benni þá við. Benni’s Harmony hnakkar í 20 ár Benni hefur alla tíð verið á kafi í hestamennsku og verið atvinnu- maður á því sviði frá 16 ára aldri. Hann heldur námskeið víða um land auk þess sem hann og Sigga hafa gefið út kennsluefni bæði á DVD og í bókum og eru með fleira á prjónunum. „Við höfum núna verið að taka á móti erlend- um hestamönnum sem staldra við hjá okkur í svona þrjá daga og fá að kynnast íslenska hestinum í ís- lensku umhverfi. Ég hef verið með stutt námskeið fyrir þá og far- ið með hópana í reiðtúra hér í ná- grenninu. Þetta er ákjósanleg stað- setning upp á þetta að gera, einn af fáum stöðum þar sem hægt er að ríða um án þess að finna fyr- ir bílaumferð svo upp á bæði ör- yggi og sjarma er þetta frábær stað- ur. Hér er nokkuð um reiðleiðir og gerði ég margar þeirra sjálfur þegar við bjuggum á Staðarhúsum,“ seg- ir Benni. Fyrir um 20 árum byrjaði hann einnig að selja hnakka undir merkinu Benni‘s Harmony og segir hann þá starfsemi hafa gengið vel. „Ég var ekki á leiðinni út í þennan bransa. Þetta kom nú til því ég var að leita að hnakk fyrir mig og eitt leiddi að öðru. Ég komst í samband við verksmiðu í Sviss og hef verið viðloðandi þá verksmiðju síðan,“ segir hann. „Þetta er svona hlið- argrein hjá okkur sem við leggj- um þó alltaf smá tíma aflögu í til að sinna. Við erum ekki með verslun en seljum hnakkana út frá vefsíðu. Ég hef svo ferðast um landið með hnakkakynningar þar sem fólk hef- ur tækifæri til að prófa mismunandi hnakka á sínum eigin hesti. Hnakk- urinn er svo stór hluti af því hvern- ig þú þjálfar hest og þá er svo mik- ilvægt að hafa rétta hnakkinn,“ seg- ir Benni. Forystufé sérstakur fjárstofn Sigga og Benni eru einnig með hross og hrossarækt í smáum stíl auk þess sem þau eru með kind- ur og geitur og rækta forystufé. „Hænurnar eru svo væntanlegar von bráðar,“ segir Sigga og hlær. Sjálfbærni, náttúruvernd, hestamennska og forystufé er það sem hjónin á Gufuá brenna fyrir: „Við erum orðnir rótgrónir Borgfirðingar núna“ Benni og Sigga að njóta sólarinnar á pallinum við húsið þeirra á Gufuá. Ljósm. arg. Hér er Benni í göngutúr með tvo forystuhrúta í taumi og hundurinn Hringur fylgir á eftir. Sigga sest niður með einn geitahafur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.