Skessuhorn - 26.06.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201926
Vísnahorn
Sérstaklega á eftirstríðs-
árunum og jafnvel enn er
deilt um gæði skáldskap-
ar og hvort formið hefti
hugsunina. Ekki ætla ég að reyna að skera úr
um það. Mikið er til af stuðluðu og rímuðu
bulli og sömuleiðis af óstuðluðu og órímuðu
bulli. Vill bara svo til að ég hef haldið mig við
stuðlaða bullið að mestu. Ef ég man rétt var
það Þorbjörn Þorskabítur sem orti:
Að smíða úr efni svo í stuðlum standi
ei stór er list þó margur dáist að
en smíða efni er öllu meiri vandi
og engir nema skáldin geta það.
Leir heitir póstlisti hagyrðinga og eitt
sinn birtist þar þessi vísa örlítið gölluð svona
,,handverkslega séð“:
Eyþóri hér yfirsást.
er hann sár að vonum.
Eins og hetja hann við brást.
Það hlakkar í hræfuglonum.
Þá orti Hermann Jóhannesson frá
Kleifum:
Eitt af því sem aldrei má
er að sóa og bruðla.
Þarna finnst mér fullmörg há
farið hafi í stuðla.
Reglulega er um það deilt hvort hér ríki
velsæld eður ei og þá hverjir njóti hennar.
Og svo er spurningin hvernig á að skilgreina
velsæld? Það sem þótti velsæld fyrir fáum
áratugum þykir fátækt nú enda orti Hreiðar
Karlsson:
Það er eins og æði marga grunar,
enda hægt að finna dæmi nóg.
Allra stærstur vandi velmegunar
verður sá að koma henni í lóg.
Margir kannast við þessa vísu eftir Jón
Ólafsson ritstjóra bróður Páls Ólafssonar:
Hálfan fór ég hnöttinn kring,
hingað kom ég aftur,
átti bara eitt þarflegt þing,
og það var góður kjaftur.
Karl H. Bjarnason endurhannaði hana svo
lítilsháttar með þessum árangri:
Hálfan fór ég hnöttinn kring,
hitt og þetta stundum kvað.
Ég átti bara eitt þarflegt þing,
- en það er nú orðið forskrúfað.
Hjálmar Freysteinsson orti á dögunum
þegar nokkrir þingmenn þurftu mikið að tjá
sig þó sumum fyndist að þeir hefðu tjáð sig
nægilega á nálægum bar nokkru fyrr:
Þeir mæta á alla fundi og varla smakka vín,
sem verðugt er að þakka.
Syngja út í vornóttina vögguljóðin sín
um vonda orkupakka.
Og aðra vornótt (eða kannske þá sömu)
kvað Guðmundur Halldórsson:
Stillist borgar hark og hljóð,
húmið bæinn vefur.
Maínóttin er mild og góð.
- Miðflokkurinn sefur.
Reynihlíð við Mývatn var lengi þekktur
staður og reyndar er það vafalaust enn.
Mývatnssveitin sem heild er bara svo ofhlaðin
af frægð að einstakir staðir og menn falla
svolítið í skuggann.
Pétur Jónsson var líka um tíma umtalaður
maður og nafnfrægur víða. Í tilefni
sextugsafmælis síns hóf hann suðurgöngu og
komst í Vatikanið og allavega náði að berja
páfann augum að minnsta kosti. Starri í Garði
lýsti svo ætluðum orðaskiptum Péturs við
hans heilagleika:
Í Vatíkaninu að Kristi ég gái
og kvittun synda ég eftir bíð:
„Sæll og blessaður, Píus páfi,
þetta er Pétur Jónsson í Reynihlíð.“
(Fyrrum kunnugur Magnúsi Mái.
Mörstjóri KÞ í seinni tíð.)
Magnús Már Lárusson hafði verið
sóknarprestur í Mývatnssveit fram á vor 1949,
er hann var settur prófessor við Háskólann,
en Pétur í Reynihlíð vann við sláturhús KÞ á
sláturtíðinni.
Hinsvegar átti Píus páfi eftir að endurgjalda
þessa heimsókn en að vísu ekki fyrr en eftir
dauða sinn samkvæmt því er Hallgrímur
Jónasson segir frá fundum þeirra og ekki laug
Hallgrímur Jónasson:
Hér er kominn syndasauður
sem þú hittir fyrr á tíð.
Þetta er Píus páfi dauður
Pétur minn í Reynihlíð.
Fleiri þurfa á Guðsorði að halda en
Mývetningar og katólikkar. Lárus Þórðarson
var lengi í kirkjukór Lágafellssóknar. Í lok
hverrar messu er flutt bæn, sem er að finna
í sálmabókinni. Lárus var orðinn leiður á að
heyra sífellt þessa sömu bæn og samdi aðra
svo hljóðandi:
Héðan aftur heim ég fer
frá hugarvillu snúinn,
drottinn Guð ég þakka þér
að þessi messa er búin.
Þannig veltist allt fram og aftur í veröldinni
rétt eins og hún sjálf samanber vísu Jóns
Ásgeirssonar:
Veröld svona veltir sér,
vafin dularfjöðrum,
hún er kona hverflynd mér,
hvað sem reynist öðrum.
Gísli Ólafsson kannast líka við bresti sína:
Röng eru flestöll fetin mín,
fljótt þar sést til spora
en gleymskan festir fortjöld sín
fyrir bresti vora.
Björn Friðriksson hefur vafalaust átt við
sína bresti að stríða svo sem við öll en svona
orti hann um Bakkus kóng og samband okkar
við hann:
Vínið glaða gerir menn,
girnda- skaðlegt vinum,
stjórna maður á því, - en
ekki það manninum.
Oft er talað um þann skaða sem Bakkus
veldur og skal ekki úr því dregið en margir
eiga líka Bakkusi tilurð sína að þakka. Ekkert
veit ég svosem um ástand eða hugarfar
allsherjargoðans fyrrverandi þegar hann gerði
vinkonu sinni þetta kostaboð:
Mælist varla meir en spönn
mittið fagra og netta.
Þú ert orðin alltof grönn.
Á ég að laga þetta?
Góð kona á Siglufirði seldi veitingar
og stöku sinnum aukið og endurbætt kaffi
eða aðra kjarngóða drykki. Við hana orti
Steingrímur Eyfjörð:
Til ævintýra er ég fús,
eins og dýr ég þrusa,
orðinn hýr við yðar krús,
Ásta spíritusa.
Jæja ætli við förum ekki að slá botninn í
þetta í bili og reynum að hafa í heiðri þessa
ágætu vísu eftir ókunnan höfund:
Höfði réttu held ég enn
hugann létt kann stilla
þó að glettist Guð við menn
og grasið spretti illa.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Þú ert orðin alltof grönn - Á ég að laga þetta?
Síðastliðinn laugardag stóðu Skóg-
ræktarfélag Borgarfjarðar, Skóg-
ræktin á Vesturlandi og Félag skóg-
arbænda á Vesturlandi fyrir dag-
skrá sem nefnist Líf í lundi í Reyk-
holti í Borgarfirði. Um fjölskyldu-
samkomu var að ræða sem að mestu
fór fram á Eggertsflöt. Þar var boð-
ið upp á leiki, plöntuhappdrætti,
leiðbeiningar um tálgun og börn
lærðu að súrra. Auk þess var sungið
og Reynir Hauksson spilaði á gítar.
Loks var farið í skógargöngu und-
ir leiðsögn heimamanna og ann-
ars skógræktarfólks. „Skemmtileg
stund, þar sem góðvinir komu sam-
an,“ hafði einn gesturinn á orði.
mm
Reynir Hauksson spilaði á gítar. Hér situr hann við
minnisvarðann um prestshjónin sr. Einar Pálsson og Jóhönnu KK
Egilsdóttur. Skógrækt hófst 1948 á Eggertsflöt í minningu um
þau hjón. Ljósm. Þórunn Reykdal.
Komið saman á skógræktardegi í Reykholti
Stundarinnar notið á Eggertsflöt. Ljósm. bhs.
Dregið í plöntuhappdrættinu. Ljósm. bhs.
Í vetur vann Friðrik Aspelund skóg-
fræðingur að grisjun elsta hluta
Reykholtsskógar. Þeim hluta skóg-
arins var plantað á sjöunda áratugn-
um að frumkvæði Kjartans Sigur-
jónssonar þáverandi kennara og
organista í Reykholti, skammt ofan
við íbúðarhúsagötuna og Höskuld-
argerði. Skógrækt ríkisins lagði til
tæki og mannskap til kurlunar, auk
þess sem Skógræktarfélag Borg-
arfjarðar kemur að verkinu með
framlagi Friðriks sem starfar sem
framkvæmdastjóri félagsins. Að
sögn séra Geirs Waage staðarhald-
ara er grisjunarviðurinn að mestu
nýttur sem undirlag í göngustíga
í skóginum. „Með þessari grisjun
og hreinsun verður skógurinn nú
allur opnari og greiðfær þeim sem
vilja njóta að ganga um hann,“ segir
Geir. Hluti af trjábolum úr grisjun-
inni var svo nýttur til að endurnýja
þekjuna á hestagerðinu við Hösk-
uldargerði.
mm/ Ljósm. bhs.
Grisjunarviðurinn
kurlaður í stígagerð