Skessuhorn - 26.06.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 20194
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Atferlisfræðingur
í frístundum
Til er sérstök fræðigrein sem nefnist hagnýt atferlisgreining. Sérfræðing-
ar á því sviði vinna til dæmis með fólki sem á við námsörðugleika að stríða,
vanda tengdan hegðun, svefni eða jafnvel félagsfærni. Mér finnst þetta sér-
lega áhugavert fræðasvið og ef ég væri í dag þremur áratugum yngri gæti
ég vel hugsað mér að leggja nám af þeim toga fyrir mig. Ef ég hins vegar
byrjaði slíkt nám í dag næði ég varla mörgum árum á vinnumarkaði að því
loknu og ætla því að láta það eiga sig.
Hins vegar er ekkert sem mælir gegn því að hver og einn geti stundað
sjálfstæðar atferlisrannsóknir hvar og hvenær sem hann vill svo lengi sem
það telst innan eðlilegra velsæmismarka. Ég gæti til dæmis komið mér fyrir
á svölunum heima hjá mér og rannsakað atferli þeirra sem mæta á sand-
inn eða til baða í Guðlaugu við Langasand. Bílastæðin eru nefnilega fyrir
framan hjá mér þaðan sem gefst býsna góð yfirsýn án þess að mikið beri á.
Mér virðist þetta góða fólk vera spánýr hópur gesta á Akranesi og án þess
að ég hafi fyrir því tölfræðileg gögn, áætla ég að ferðafólki hafi fjölgað um
nokkur hundruð prósent í sumar. Staðurinn er því hástökkvari landsins í
fjölda ferðafólks. Þarna koma jafnt þreytulegar þriggja barna mæður sem
og fjölskyldur langt yfir vísitölustærð í Strumpastrætó með rennihurðum á
hliðunum. Þarna kemur líka allskonar annað fólk sem aldrei hefur komið á
Akranes áður jafnvel þótt það búi í sjónfæri í Reykjavík eða Keflavík. Þess-
ari þróun fagna ég. Vissulega er svæðið fallegt og frábært að ekki þarf meira
til að það komi en einn frían heitan pott.
En ferðamenn eru vissulega víðar. Um liðna helgi var ég t.d. á ferð um
nokkra fallega staði á Snæfellsnesi. Flestir ferðamenn voru við hinn þekkta
Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Ég var með hundinn og meðan konan bar
sig að við myndatökur settist ég út í móa í blíðviðrinu og hóf vísindalega
atferlisgreiningu gesta. Íslenskur bílstjóri hópferðabíls gaf sig á tal við mig,
þó aðallega hundinn. Kvaðst hann vera lukkulegur með að hafa fengið bíla-
stæði fyrir rútuna við aðkomuna að fossinum, álíka miklar líkur væru til
þess og að vinna í lottói. Hann kvaðst vera að koma í tuttugasta skipti í
sumar að fossinum og á fleiri staði á Snæfellsnesi og líkaði vel atvinna sín.
Þetta var svona opinn og skemmtilegur íslenskur maður, ekki típískur Ís-
lendingur. Ég sagði honum að ég væri að kanna mannlífið. Þarna voru
franskir, þýskir, sænskir, kínverskir og breskir ferðamenn. Fólki greinilega
líkaði útsýnið vel og allir virtust þeir vera að leita að sama mótívinu, þar
sem fossinn er í forgrunni og Kirkjufellið ægifagurt uppi í hægra horn-
inu. Nánast allir voru að taka myndir á símana sína og flestir tóku svokall-
aðar sjálfur, eða selfie, til óræks vitnisburðar um að hafa heimsótt staðinn.
Fólkið virtist ánægt. Það voru líka gestir sem við sáum á Djúpalónssandi, á
Hellnum og hvarvetna sem við komum.
Það er gaman að spá í fólki. Það sama geri ég iðulega þegar ég er á ferð
á erlendri grund. Sest þá gjarnan út við kaffihús og spái í mannlífinu. Svip-
urinn á fólki, hvernig það ber sig, asinn, eða kyrrlátt mannlíf. Allt segir
nefnilega svo vel til um viðkomandi þjóð. Grískir öldungar á Krít eru til
dæmis hamingjusamari og þakklátari fyrir sinn hlut heldur en breskir við-
kiptamenn í erli stórborgarinnar London, akandi um á svörtu Range Ro-
verunum sínum.
Já, það er gott að staldra við og skoða mannlífið. Hvort sem það er á
Djúpalónssandi eða Dublin. Ég ætla að halda því áfram í sumar. Ég er
nefnilega svo forvitinn, atferlisfræðingur í frístundum.
Magnús Magnússon.
Steinþór Árnason hefur selt Les-
bókina Café á Akranesi og afhend-
ir reksturinn í lok næsta mánað-
ar. Þangað til verður reksturinn
með óbreyttu sniði en auk þess að
reka Lesbókina hefur hann tekið
við rekstri á kaffihúsinu Skemm-
unni á Hvanneyri. Spurður hvernig
það hafi komið til að hann ákvað að
sækja um rekstur Skemmunnar hlær
hann og svarar; „ég er kannski pínu
ruglaður. Ég sá þarna gott tækifæri
og þegar ég sóttist eftir þessu var ég
ekki búinn að selja Lesbókina og sá
fyrir mér að reka þetta undir sama
hatti.“
Auk kaffihúsareksturs hefur
Steinþór keypt Sansa, fyrirtæki á
Akranesi sem seldi í hverri viku
matarpakka með öllum hráefnum
sem til þarf í þrjár máltíðir ásamt
uppskriftum fyrir fólk að elda
matinn sjálft heima hjá sér. Sansa
hefur þó ekki selt matarpakka frá
því í mars. „Ég stefni á að byggja
á sama fyrirkomulagi í Sansa en
leggja meiri áherslu á veisluþjón-
ustu. Ég vonast til að geta opn-
að strax í haust en það verður að
ráðast,“ segir Steinþór. Í Skemm-
unni á Hvanneyri ætlar Steinþór
að halda áfram að bjóða upp á hinn
vinsæla vöfflubar og kaffidrykki.
„Ég ætla svo að bæta við sölu á
vörum úr héraði og verð með ís
og allskonar matvörur frá bændum
í nágrenninu. Ég mun líka fram-
leiða matvöru í Sansa sem ég keyri
daglega á Hvanneyri og sel þar,
þá brauð og eitthvað slíkt,“ segir
Steinþór. „Það er alltaf eitthvað í
gangi hjá mér og alltaf spennandi
tímar framundan,“ bætir hann við
og hlær.
arg
Félag áhugamanna um Bátasafn
Breiðafjarðar á Reykhólum, í sam-
vinnu við Báta- og hlunnindasýn-
inguna á Reykhólum, gengst nú fyr-
ir bátahátíð á Breiðafirði í tólfta sinn
dagana 5.-6. júlí næstkomandi. Nú
verður breyting á því að þessu sinni
eru allar gerðir báta velkomnar, ekki
einvörðungu trébátar. Dagskráin
hefst föstudaginn 5. júlí þegar kom-
ið verður saman. Ráðgert er að þátt-
takendur safnast saman á Reykhól-
um en flóð er um klukkan 21 og þá
er gott að setja bátana niður í höfn-
inni fyrir þá sem koma með bátana
landleiðina.
Að morgni laugardagsins 6. júlí
verður haldið frá Reykhólum um
klukkan 9 og áformað að sigla að
Ólafseyjum og þar skoðaðar gamlar
mannvistarleyfar. Þaðan verður siglt
í Sviðnur, þær skoðaðar, eigendur
verða á staðnum og fræða þátttak-
endur. Síðan verður siglt innanskerja
til Skáleyja þar sem Jóhannes Geir
Gíslason mun sýna gestum minjasafn
sem hann hefur komið upp þar og
fræða þátttakendur um lífið í eyjun-
um. Jóhannes er þar fæddur og upp-
alinn og var þar bóndi um tíma. Loks
verður siglt til baka til Reykhóla og
ráðgert að koma að landi um eða fyrir
klukkan 20 en háflóð er um kl. 22 og
því hentugt að taka bátana upp.
Í tilkynningu frá forsvarsmönnum
hátíðarinnar er tekið fram að aðstæð-
um ráði sjávarföll og veður mestu um
hvernig siglingin verður og áætlunin
getur því breyst ef aðstæður krefj-
ast. Siglingin verður undir stjórn
manna sem þekkja vel til aðstæðna
við Breiðafjörð. „Formaður hvers
báts er ábyrgur fyrir því að nauðsyn-
legur öryggisbúnaður sé fyrir hendi
um borð. Vinsamleg tilmæli eru að
þátttakendur verði með bjargbelti og
að sem flestir bátar séu búnir björg-
unarbátum. Björgunarsveitin Heima-
menn á Reykhólum mun verða með í
för með öflugan bát sjófarendum til
halds og trausts.
Allir bátar eru velkomnir og við
viljum hvetja sem flesta til að nýta sér
þetta tækifæri til siglingar um þetta
fallega umhverfi. Mjög góð aðstaða
fyrir báta er á Reykhólum og einnig
er mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn
í Reykhólasveit. Báta- og hlunninda-
sýningin verður opin og vafalaust
hafa þátttakendur áhuga á að skoða
hana,“ segir í tilkynningu.
Sjá má fróðleik um starf félagsins
og myndir frá fyrri bátadögum á vef-
slóðinni batasmidi.is
mm
Í liðinni viku var undirritaður samn-
ingur milli Borgarbyggðar og Ei-
ríks J Ingólfssonar byggingameist-
ara um byggingu fyrir leikskólann
Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum.
útboð vegna framkvæmdanna fór
fram í apríl á þessu ári og í kjölfar
þess gengið til samninga við Eirík.
Í verkinu felst að byrjað verður að
rífa gömlu heimavistarbygginguna
og fyrrum skólastjóraíbúð sem eru
sambyggð mannvirki við grunn-
skólann á Kleppjárnsreykjum. Í
kjölfar þess verður reist 540 fer-
metra viðbygging á sömu lóð, sam-
föst grunnskólahúsinu. Þar verður
til húsa starfsemi leikskólans auk
skrifstofurýmis bæði fyrir starfsfólk
leikskólans og grunnskólans. Í frétt
framkvæmdasviðs Borgarbyggðar
kemur fram að framkvæmdir hefj-
ast í þessari viku. Byggingareftir-
litsmaður sveitarfélagsins verður
Benedikt Magnússon hjá verkfræði-
stofunni Víðsjá sem jafnframt hefur
annast byggingarstjórn við stækkun
Grunnskólans í Borgarnesi.
mm
Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri og Eiríkur J Ingólfsson handsöluðu verksam-
ning síðastliðinn þriðjudag. Ljósm. Borgarbyggð.
Framkvæmdir hafnar
á Kleppjárnsreykjum
Steinþór Árnason hefur selt Lesbókina Café á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk
Alltaf spennandi tímar hjá
Steinþóri Árnasyni
Björg og Kári búin undir flutning á Hanomac dráttarvél úr Skáleyjum í Flatey árið
1967 þegar Jóhannes Geir Gíslason var að hefja þar búskap.
Bátadagar á Breiðafirði
verða um aðra helgi