Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - maj 2019, Side 11

Læknablaðið - maj 2019, Side 11
LÆKNAblaðið 2019/105 215 R A N N S Ó K N Inngangur Ósæðarlokuþrengsli (aortic stenosis) er algengasti lokusjúkdómur­ inn í fullorðnum á Vesturlöndum.1 Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri og hrjáir um 2,8% einstaklinga á aldrinum 60­74 ára en um 13% einstaklinga eldri en 75 ára.2 Aldursbundin kölkun á eðlilegri þríblöðkuloku er algengasta orsök ósæðarlokuþrengsla í fullorðnum og greinist yfirleitt upp úr sextugu en einstaklingar með meðfædda tvíblöðkuloku (um 1­2% algengi) greinast fyrr á ævinni.1,3 Meingerð ósæðarlokuþrengsla er margþætt og flókin en loku­ blöðin þykkna og stífna vegna kölkunar. Þannig þrengist ósæðar­ lokan og til að viðhalda útstreymishlutfalli hjartans þykknar vinstri slegillinn, sem aftur eykur á súrefnisþörf vöðvans.4­6 Al­ gengustu einkenni ósæðarlokuþrengsla eru mæði, hjartaöng og yfirlið en auk þess geta hjartsláttartruflanir komið fyrir og jafn­ vel valdið skyndidauða.6,7 Lyfjameðferð hefur lítil áhrif á gang sjúkdómsins8 og þegar einkenna hjartabilunar verður vart versna lífslíkur einstaklinga hratt.4 Hefðbundin meðferð er opin hjarta­ aðgerð þar sem lokunni er skipt út; ýmist fyrir ólífræna loku úr hertu kolefni eða lífræna loku úr svíni eða gollurshúsi kálfs.9 Hér á landi eru ósæðarlokuskipti önnur algengasta opna hjartaaðgerðin á eftir kransæðahjáveitu.10 Á síðustu árum hefur komið fram ný meðferð við ósæðarlokuþrengslum sem kallast ósæðarlokuísetn­ ing með þræðingartækni, eða TAVI (transcatheter arotic valve im- plantion), þar sem lífrænni loku er komið fyrir í ósæðarlokustað Snemmkominn árangur opinna ósæðarlokuskipta við ósæðarloku­ þrengslum hjá konum á Íslandi Á G R I P Inngangur Ósæðarlokuskipti er önnur algengasta hjartaskurðaðgerðin á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að meta í fyrsta sinn á Íslandi snemm- kominn árangur opinna ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla hjá konum. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á 428 sjúklingum sem gengust undir opin ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi 2002-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðir fylgikvillar aðgerð- ar og farið var yfir hjartaómanir fyrir og eftir aðgerð. Forspárþættir dauða innan 30 daga voru metnir með lógistískri aðhvarfsgreiningu og heildarlifun áætluð (Kaplan-Meier). Miðgildi eftirfylgdartíma var 8,8 ár (0-16,5 ár). Niðurstöður Af 428 sjúklingum voru 151 konur (35,3%) og voru þær að meðaltali tveimur árum eldri en karlar (72,6 ± 9,4 ára á móti 70,4 ± 9,8, p=0,020). Einkenni fyrir aðgerð voru sambærileg milli kynja en konur höfðu marktækt hærra EuroSCORE II fyrir aðgerð (5,2 ± 8,8 á móti 3,2 ± 4,6, p=0,002). Hámarks-þrýstingsfall yfir ósæðarlokuna var hærra hjá konum (74,4 ± 29,3 mmHg á móti 68,0 ± 23,4 mmHg, p=0,013) en tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar og alvarlegra, var sambærileg milli kynja líkt og 30 daga dánartíðni (8,6% á móti 4,0%, p=0,076) og 5 ára lifun (80,1% á móti 83,0% fyrir karla, p=0,49). Kven- kyn reyndist ekki vera forspárþáttur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum þekktum forspárþáttum dauða (ÁH: 1,54, 95%- ÖB: 0,63-3,77) svo sem aldri. Ályktanir Á Íslandi eru konur um þriðjungur þeirra sem gangast undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Þær eru rúmlega tveimur árum eldri en karlar þegar kemur að aðgerð og virðast hafa lengra gengin ósæðarlokuþrengsli. Tíðni fylgikvilla eftir aðgerð, 30 daga dánartíðni og langtímalifun var engu að síður sambærileg hjá kynjunum. Anna Guðlaug Gunnarsdóttir1 Kristján Orri Víðisson1 Sindri Aron Viktorsson2 Árni Johnsen1 Daði Helgason3 Inga Lára Ingvarsdóttir4 Sólveig Helgadóttir5 Arnar Geirsson6 Tómas Guðbjartsson1,2 Höfundar eru öll læknar. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3lyflækningasviði Landspítala, 4svæfinga- og gjörgæsludeildum Sahlgrenska háskólasjúkrahússins í Gautaborg, 5og Akademíska háskólasjúkrahússins í Uppsölum, 6hjartaskurðdeild Yale-háskólasjúkrahússins, New Haven. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgudbjartsson@hotmail.com https://doi.org/10.17992/lbl.2019.05.230 með þræðingartækni.11 Nú er þessum ísetningum einkum beitt hjá sjúklingum þar sem áhætta við opna aðgerð er talin mikil, til dæmis hjá háöldruðum eða sjúklingum sem áður hafa gengist undir opna hjartaaðgerð.12,13 Nýlegar slembirannsóknir á sjúkling­ um í miðlungs­ til lágáhættuhópum hafa hins vegar sýnt svipað­ an snemmkominn árangur og við opin ósæðarlokuskipti, en lang­ tíma árangur TAVI­aðgerða er ekki jafn vel þekktur.14­16 Erlendis eru konur um 30­50% þeirra sem gangast undir ósæðarlokuskipti17­24 og hafa flestar rannsóknir, en þó ekki allar, sýnt ívið hærri 30 daga dánartíðni borið saman við karla.17­24 Á Ís­ landi hafa nokkrar rannsóknir verið gerðar á árangri ósæðarloku­ skipta, einkum með áherslu á langtímalifun og fylgikvilla á borð

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.