Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 14

Læknablaðið - May 2019, Page 14
218 LÆKNAblaðið 2019/105 3,7% karla, p=0,814). Hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarlokuna fyrir aðgerð var hins vegar hærra hjá konum, eða 74,4 ± 29,3 mmHg borið saman við 68,0 ± 23,4 mmHg hjá körlum, p=0,013. Lokuop kvenna reyndist einnig minna (0,60 (0,28­1,50) cm2 á móti 0,70 (0,20­2,00) cm2 hjá körlum, p<0,001) en munurinn var ekki marktækur eftir að leiðrétt var fyrir líkamsyfirborði (0,32 (0,15­0,76) cm2/m2 á móti 0,34 (0,12­0,89) cm2/m2 hjá körlum, p=0,112). Samanburður aðgerðartengdra þátta er sýndur í töflu II. Að­ gerðar­, vélar­ og tangartímar voru áþekkir fyrir karla og konur sem og hlutfall ígræddra ólífrænna og lífrænna lokna. Alls fengu 70 einstaklingar (16,4%) ígrædda ólífræna loku og 358 (83,6%) líf­ ræna loku; þar af 205 (47,9%) lífræna loku án grindar og 153 (35,7%) með grind. Lokur sem græddar voru í konur voru að meðaltali minni en karlalokurnar, eða 23,4 ± 1,9 mm borið saman við 25,9 ± 1,9 mm (p<0,001). Kransæðahjáveita samhliða ósæðarlokuskiptum var gerð hjá 241 sjúklingi (56,3%); 43,0% kvenna og 63,5% karla (p<0,001). Ekki reyndist marktækur munur á milli kynja þegar skoðaðar voru aðrar fylgiaðgerðir ósæðarlokuskipta (p>0,2), en míturlokuaðgerð var gerð samhliða hjá 20 einstaklingum (4,7%), MAZE­aðgerð hjá 34 einstaklingum (4,7%) og annars konar hjarta­ aðgerð hjá 71 einstaklingi (16,6%). Snemmkomnir fylgikvillar eru sýndir í töflu III. Alls fengu 289 sjúklingar einhvern minniháttar fylgikvilla (67,5%) og fengu konur marktækt oftar þvagfærasýkingu (15,9% á móti 6,2% karla, p=0,002) en aðrir minniháttar fylgikvillar reyndust sambærilegir milli kynja. Samtals greindust 125 sjúklingar (29,2%) með einhvern alvarlegan fylgikvilla innan 30 daga frá aðgerð en ekki reyndist marktækur munur milli kynja (29,8% kvenna á móti 29,1% karla, p=0,966). Á fyrsta sólarhring eftir aðgerð var blæðing í brjósthols­ kera minni hjá konum eða 730 mL (bil 90­6240 mL) borið saman við 848 mL (bil 130­5340mL) (p=0,017). Konur fengu hins vegar fleiri einingar af rauðkornaþykkni í legunni (5 á móti fjórum einingum hjá körlum, p=0,001). Miðgildi heildarlegutíma var 13 dagar fyrir konur en 10 dagar fyrir karla (p=0,022) (tafla III). Þrjátíu dögum frá aðgerð höfðu 24 einstaklingar látist (5,6%); 13 konur af 151 (8,6%) og 11 karlar af 277 (4,0%). Munurinn reyndist ekki marktækur (p=0,076). Í fjölþátta aðhvarfsgreiningu reyndist kvenkyn ekki marktæk­ ur forspárþáttur aukinnar 30 daga dánartíðni þegar leiðrétt hafði verið fyrir aldri og EuroSCORE II (tafla IV). Þar sem aldur og kyn eru hluti af EuroSCORE II var til næmisgreiningar gert annað áhættulíkan sem innihélt marktækar breytur úr einþátta grein­ ingu aðrar en EuroSCORE II, þar með talið kvenkyn. Þar reyndist kyn heldur ekki spá fyrir um 30 daga dánartíðni (niðurstöður ekki sýndar). Langtímalifun karla og kvenna eftir ósæðarlokuskipti er sýnd á mynd 1. Einu ári frá aðgerð var heildarlifun kvenna 89,4% (95%­ ÖB: 84,6­94,5) og 93,9% (95%­ÖB: 91,1­96,7) fyrir karla og 5 árum frá aðgerð 80,1% (95%­ÖB: 74,0­86,7) meðal kvenna og 83,0% (95%­ÖB: 78,7­87,5) meðal karla (log­rank­próf p=0,49). Umræða Í þessari afturskyggnu rannsókn var borinn saman snemmkom­ inn árangur 151 konu og 277 karla sem gengust undir opin ósæðar­ lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Í ljós kom að heildartíðni snemmkominna fylgikvilla reyndist sambærileg fyrir bæði kyn og ekki reyndist marktækur munur á 30 daga dánartíðni sem var 5,6% fyrir hópinn í heild (8,6% fyrir konur og 4% fyrir karla). Svipaðri dánartíðni fyrir konur hefur verið lýst í erlendum rannsóknum, og allt að 11%,17 þótt í flestum rannsóknum sé hún nær 3­6%.18­23 Hér á landi eru konur rúmur þriðjungur (35,3%) þeirra sem gangast undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Svipuðu hlutfalli hefur verið lýst erlendis17,18,21,22 þótt sumar rannsóknir sýni allt að 40­47% hlutfall kvenna.19,20,23,24 Ástæða lægra hlutfalls kvenna hér á landi er ekki augljós en erlendis hafa rannsóknir R A N N S Ó K N Tafla IV. Sjálfstæðir forspárþættir 30 daga dánartíðni, ákvarðaðir með lógistískri aðhvarfsgreiningu. ÁH 95% ÖB p-gildi Aldur 1,10 1,03-1,19 0,008 Euroscore II 1,07 1,03-1,12 0,002 Kvenkyn 1,54 0,63-3,77 0,338 ÁH = áhættuhlutfall. ÖB = öryggisbil. Tafla III. Samanburður á fylgikvillum eftir aðgerð og öðrum þáttum tengdum legunni eftir aðgerð. Fjöldi (%) fyrir flokkabreytur, meðaltal með +/- staðalfráviki fyrir normaldreifðar talnabreytur en miðgildi fyrir ónormaldreifðar talnabreytur. Konur (n=151) Karlar (n=277) p-gildi Minniháttar fylgikvillar 106 (72,6) 183 (66,5) 0,244 Nýtilkomið gáttatif 79 (63,7) 148 (62,2) 0,865 Afturkræf blóðþurrð í heila 1 (0,7) 8 (2,9) 0,238 Fleiðruvökvi 27 (17,9) 31 (11,2) 0,077 Nýrnaskaði án skilunar 29 (20,3) 37 (13,7) 0,107 Yfirborðssýking 14 (9,3) 24 (8,7) 0,973 Þvagfærasýking 24 (15,9) 17 (6,2) 0,002 Lungnabólga 11 (7,3) 37 (13,4) 0,079 Alvarlegir fylgikvillar 45 (29,8) 80 (29,1) 0,966 Hjartaáfall 17 (11,3) 36 (13,0) 0,713 Miðmætisbólga 0 (0,0) 4 (1,5) 0,335 Hjartaþelsbólga 0 (0,0) 2 (0,7) 0,757 Nýrnaskaði sem krafðist skilunar 10 (6,6) 8 (2,9) 0,116 Heilablóðfall 2 (1,3) 5 (1,8) 1,000 Fjöllíffærabilun 19 (12,6) 19 (6,9) 0,074 Enduraðgerð <30 daga 31 (20,5) 52 (18,8) 0,769 Þar af vegna blæðingar 26 (17,2) 36 (13,0) 0,304 Annað Blæðing fyrsta sólarhring [mL] 730 (90-6240) 848 (130- 5340) 0,017 Gjöf rauðkornaþykknis [ein] 5 (0-214) 4 (0-46) 0,001 Lega á gjörgæslu [dagar] 1 (0-107) 1 (1-80) 0,110 Lega á sjúkrahúsi [dagar] 13 (0-143) 10 (1-207) 0,022 30 daga dánartíðni 13 (8,6) 11 (4,0) 0,076

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.