Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 21

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2019/105 225 Y F I R L I T S G R E I N gamalmennis, vita, að hún stenst ekki högg axarhamars“.9 Þá er einnig vert að minna á að engar frekari lýsingar eru um aflögun hauskúpunnar, né annarra beina í Egils sögu. Engar munnmæla­ sögur eru heldur í sögunni um höfuðlag Egils á efri árum né að hann hafi þurft æ stærra höfuðfat með árunum. Það er vel þekkt úr sögu einstaklinga með Pagets í hauskúpu. Eins finnst Pagets­ ­sjúkdómur í hauskúpu og í tilfelli afmyndunar hennar (leontiasis ossea) aðeins í minnihluta Pagets­sjúklinga.10 Hinir fágætu beinvaxtarsjúkdómar Þess skal getið að yfir 20 aðrar svipgerðir með fágæta afbrigðilega beinvaxtarsjúkdóma hafa verið uppgötvaðar á síðari árum vegna breytna í erfðamenginu. Þeir sjúkdómar einkennast einnig af auk­ inni beinþéttni og herðingu og er þeim nánar lýst í tímaritinu Gene.11 Þannig hefur þeirri áhugaverðu mismunagreiningu einnig verið haldið á lofti að Egill hafi verið þjakaður af Van Buchem­ sjúkdómnum.12 Með samantektarrannsóknum hefur komið fram að algengi Pa­ gets­sjúkdómsins á heimsvísu sé hæst í Bretlandi og flestar grein­ ingar í Lancashire (8,3%) rétt norðan við Wales.13 Á hinn bóginn er hinn afar fágæti Van Buchem­sjúkdómur með undir 30 sjúkratil­ felli skráð og þar af er helmingurinn af hollenskum uppruna. Sjúk­ dómurinn er þar að auki með víkjandi erfðamynstri,14 nema ef um hina enn sjaldgæfari undirgerð sjúkdómsins er að ræða (Worth­ sjúkdómur), og þannig ólíklegri til sýndar svipgerðar samanborið við Pagets­sjúkdóminn. Þar fyrir utan eru flestir Pagets­sjúklingar af engilsaxneskum uppruna eins og að ofan er getið.13,15 Algengi Pagets­sjúkdóms í upphafi Íslandsbyggðar er óþekkt. Það er talið falla fremur að skandinavískum erfðum en engilsaxneskum. Þá skal þess getið að algengið mælist 0,3% í Danmörku og Svíþjóð.16 Egill Skallagrímsson tilheyrði fyrstu kynslóð Íslendinga og átti ættir sínar að rekja til Noregs. Samkvæmt grein í Lancet hefur ný­ gengi pagetískra tilfella í Noregi mælst enn lægra en í Danmörku og Svíþjóð.17 Þótt ekki sé hægt að útiloka að ofvöxtur hafi hlaupið í bein Egils Skallagrímssonar vegna þessa sjúkdóms eða annarra fágætra og afbrigðilegra beinvaxtarsjúkdóma er hér leitast við að finna mögulegar líffræðilegar skýringar á útliti Egils og þeirri hegðun hans sem lýst er í Egils sögu. Þá er hér átt við þær skýr­ ingar sem skarast á við það hvort tilgátan um að Egill hafi verið þjakaður af Pagets­sjúkdómi hafi við rök að styðjast. Pagets-sjúkdómur Vitanlega er erfitt að ráða í allar gátur Íslendingasagna og glíman við sagnfræðina þar af leiðandi oft erfið. En það vekur óneitan­ lega athygli að pagetísk bein reynast oft viðkvæmari en heilbrigð bein.18 Þessar niðurstöður eru því í samræmi við athugasemdir Jóns Steffensen sem að ofan greinir. Í grein Zimmermann er þess hins vegar ekki getið hvort beinasýnin hafi verið á beineyðandi stigi (osteolytic phase), blönduðu (mosaic/mixed phase), eða bein­ herslisstigi (osteosclerotic phase). Ef tekið er mið af frásögninni úr Eglu um að höfuðkúpa Egils hafi staðist axarhögg má álykta að meintur Pagets­sjúkdómur Egils hafi verið á beinherslisstigi. End­ anlegt svar fæst þó varla fyrr en hauskúpa Egils finnst á ný við frekari uppgröft í Mosfellsdal. Ekki hafa fundist greinar í ritrýndum vísindatímaritum með megináherslu á fjaðurstyrkleika og beinhörku höfuðkúpu Pagets­ sjúklinga við vinnslu þessarar greinar. Á síðari árum er hins vegar orðið ljóst að Pagets­sjúkdómi má skipta í ofangreind þrjú stig.19­ 21 Sjúkdómurinn er kenndur við breska lækninn James Paget22 og lýsir sér með krónískri bólgu í beinum og óeðlilegri beinmynd­ un, einkum í mjaðmarbeini, hrygg, lærlegg og höfuðkúpu (mynd 2­3). Þá er hámarks nýgengi Pagets­sjúkdómsins á aldrinum 70­80 ára og í rétt rúmlega 72% tilfella er sjúkdómurinn staðbundinn (monostotic).23 Meinmyndun Pagets-sjúkdóms Aðalorsök meinmyndunar Pagets­sjúkdómsins er ekki skýr en vitað er að beinátfrumur skipa ákveðið grundvallarhlutverk í til­ urð og þróunarferli hans. Þá er hún af mörgum vísindamönnum sögð tengjast mislingaveirunni.24­26 Paramyxoviridae­innlyksukorn hafa til að mynda fundist í kjörnum beinátfrumna Pagets­sjúk­ linga (mynd 4­5). Það hefur síðar leitt til uppgötvunar mislinga­ veirumótandi­RNA­umrits með staðbundinni þáttapörun. Frekari nálganir þessum líkar, það er á staðfestingu veirumeinvalds, hafa verið gerðar með ónæmisvefjaefnafræðilegum rannsóknum og raðgreiningu mislingaveirna.26 Annar vaki af sama veiruuppruna, það er að segja öndunarfærasamfrymisveiran, hefur einnig fund­ ist í beinmerg Pagets­sjúklinga.27 Tekið skal fram að Ralston bendir Mynd 3. Tölvusneiðmyndir með þykktar- (sagittal) og ássniðum (axial) af höfuðkúpu án skuggaefnis (beinagluggi). Pagets-sjúkdómur (A og B) sem sýnir Tam o‘ shanter- teikn (hattur) og beinherðingarfleka (cotton wool) á milli ytri og innri hulu (theca) (hvítar pílur). Með þakklæti til prófessors Frank Gaillard, Radiopaedia.org, rID: 2639. Til samanburðar má sjá heilbrigða hvelfingu til hægri (C og D). Með þakklæti til mynd- greiningardeildar sjúkrahússins í Randers, Danmörku. Þar sem efri hluti hvelfingar- innar samanstendur af „skeljahlutum“ er við hæfi að vitna í meðhöndlun Skafta prests Þórarinssonar úr Egils sögu á beinum sem fundust við uppgröft og talið var að væru bein Egils Skallagrímssonar. En samkvæmt lýsingu í Eglu þótti „hausinn með ólíkind- um þungur og allur báróttur utan svo sem hörpuskel“.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.