Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - May 2019, Page 24

Læknablaðið - May 2019, Page 24
228 LÆKNAblaðið 2019/105 Y F I R L I T S G R E I N mynduð höfuðkúpa Pagets­sjúklings geti valdið uppsöfnun heila­ og mænuvökva í kerfinu er þannig af aflfræðilegum toga í gegnum aukinn beinmassa. Eins má nefna að uppsöfnun β-amyloid getur orðið við skert flæði glymphatic­ vökva í meðframæðabrautarkerfi heilans. Vökvastreymi kerfisins er þá einnig undir áhrifum slag­ krafts hjartans.55 Þannig er ekki ósennilegt að slagkraftur hjartans og letjun afkasta þess valdi neikvæðum breytingum í sogkrafti kerfisins með frekari útfellingu β-amyloid peptíðs í heila og þar með þróun Alzheimer­sjúkdómsins. Þetta bendir Bradley á í grein sinni um flæði heila­ og mænuvökva hjá NPH­sjúklingum, það er vatnshöfuðstilfella án þrýstingsaukningar (normal pressure hydrocephalus).56 Heilabilun er vel þekkt hjá NPH­sjúklingum en hin tvö af þrennueinkennum sjúkdómsins (oft kölluð Adams eða Hakim‘s triad) eru þvagleki og gangtruflanir.57 Þá segir í Egils sögu: „Farinn ertu nú, Egill, með öllu, er þú fellr einn saman.“ Burtséð frá því hvort Egill Skallagrímsson þjáðist af teppandi eða ekki­teppandi vatnshöfði bar hann snemma einkenni reikull­ ar hegðunar. Hins vegar er afar sjaldgæft að sami einstaklingur hafi NPH­sjúkdóm og Pagets­sjúkdóm á sama tíma.58 Við það má svo bæta að vegna hins aukna beinmassa getur Pagets­sjúkdómur­ inn valdið þrengslum í mænugöngum.40,59 Það gæti útskýrt hvers vegna Egill varð þungfær og fótstirður á gamals aldri, standist tilgátan um Pagets­sjúkdóm hans. Mænuþrenging vegna slitgigt­ ar og ofvaxtar liðbands í mænugöngum (ligamentum flavum hyper- trophy) á efri árum er þó mun algengari orsök þeirra einkenna. Samantekt Síðan á landnámsöld hafa siðareglur, atferli og hegðunargildi breyst mikið en ef tekið er mið af nútímamanninum ber vígamaðurinn, bóndinn og ljóðskáldið Egill Skallagrímsson einkenni geðhvarfa­ sýki. Á síðari hluta ævi sinnar kvartaði Egill undan fótkulda, gerð­ ist þungfær og tapaði bæði heyrn og sjón. Þá hefur fornleifafundur sem getið er um í Egils sögu sýnt afmyndaða höfuðkúpu hans. Það hefur leitt til þeirrar kenningar að Egill hafi verið haldinn Pagets­sjúkdómi. Visna Egils Skallagrímssonar er hins vegar tví­ þátta tilvísun í skilning höfunda á hegðun Egils Skallagrímssonar auk líkamsástands hans, en mönnum stóð ógn af lundarfari og útliti Egils. Sama átti við um skjaldmey nokkra, Visnu, sem Saxo greinir frá.60 Með textatúlkun sinni og að teknu tilliti til misræmis í frásögn Snorra Sturlusonar af Agli hafa höfundar samtvinnað yfirferð á meinafræði og faraldsfræði Pagets­sjúkdóms. Þannig reiknast okkur til að líkurnar á að Egill Skallagrímsson hafi þjáðst af Pagets­sjúkdómi séu einungis hverfandi. Höfundar þessarar yfirlitsgreinar vilja þakka eftirtöldum aðil­ um fyrir góðar ábendingar: Eva Sonja Schiøth sérfræðingur í geð­ sjúkdómum við öldrunargeðsvið háskólasjúkrahússins í Árósum og Nils Christian Gulmann, yfirlæknir emeritus frá sömu stofnun; Peter Johannesen, yfirlæknir, PhD við vísindastofnun Danmerk­ ur um heilabilun við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, auk adj. prófessor Ulrich Fredberg frá Diagnostisk Center við Sjúkrahús­ ið í Silkeborg; Hafþór Axel Einarsson sem annaðist úrvinnslu myndefnis.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.