Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 30

Læknablaðið - mai 2019, Síða 30
234 LÆKNAblaðið 2019/105 S J Ú K R A T I L F E L L I Þegar vel tekst til með bakskurðaðgerðir hjá Parkinson­sjúkling­ um með þykktarstöðuójafnvægi, er það vegna þess að ítarlegt mat hefur farið fram og tekist hefur að leiðrétta þykktarstöðuójafnvæg­ ið í aðgerð.12,16 Það er mikilvægt að tauga­ og hryggjarskurðlæknar þekki til stöðuskekkju hjá fólki með ýmsa tauga­ og geðsjúkdóma. Til þess að ná góðum langtímaárangri þarf því stundum umfangs­ miklar aðgerðir þar sem skornir eru fleygar úr hryggjarbolum og felldir saman til að rétta við hrygginn (osteotomy). Einnig er hægt að notast við beinfyllt búr til að rétta hrygginn af. Flestir mæla með góðri undirstöðufestingu með skrúfum frá miðju spjald­ beini inn í mjaðmagrind og að minnsta kosti til neðri hluta brjóst­ hryggjar.9.17,18 Beinmassi má ekki vera við slíkar að­ gerðir því góð festa verður að vera til staðar fyrir skrúfurnar sem eru skrúfaðar í hryggjarbolina. Margir Parkinson­sjúklingar geta sökum aldurs og annarra sjúkdóma ekki farið í slíkar aðgerðir.17 Taugahrörnunarsjúkdómurinn ákvarðar því að lokum horfur sjúklinganna sem í versta falli hafa einungis tímabundið gagn af aðgerðinni og þurfa oft á tíðum enduraðgerða við vegna þess að ígræði losnar.11­14 Oft er betur heima setið en af stað farið og það á vel um bakaðgerðir hjá sjúklingum með Parkinson­sjúkdóm. Hjá sjúklingum með Parkinson­sjúkdóm er mikilvægt að greina stöðuskekkjuna snemma svo hægt sé að beita hættuminni meðferð tímanlega með betri líkum á góðum árangri.6 Sjúkraþjálf­ un og verkjalyfjameðferð er hluti af meðferðinni. Einnig má reyna bótoxmeðferð en að okkar mati var ólíklegt að slík meðferð gæti að einhverju leyti dregið úr einkennum sjúklingsins vegna þess að slitbreytingar og taugarótarþrengsli voru komin á alvarlegt stig. Sjúklingar með camptokormiu og Pisa­heilkenni hafa stundum sára verki í maga­ vöðvum og undir rifjabarði vegna dystoníunnar. Slíkir verkir geta vel svarað bótoxmeðferð og ef til vill auðveldað sjúklingum að rétta úr sér til að byrja með en í þessu tilfelli var þó ekki um slík einkenni að ræða. Meðferð með svokallaðri djúpheilaertingu (deep brain stimulation, DBS) getur í sumum tilvikum haft áhrif á stöðuskekkjuna.9 Sum­ ir læknar hafa íhugað DBS­meðferð fyrir stórar hryggjaraðgerðir hjá sjúklingum með camptokormiu og Pisa­heilkenni. Rökin fyrir slíkri meðferð eru að með henni sé hægt að hafa áhrif á stöðvar í heilanum sem drífa stöðuskekkjuna áfram. Sú skoðun kann að þykja skynsamleg en engar rannsóknir sem við þekkjum styðja þetta. Ólíklegt verður að teljast að verkjavandamál sjúklingsins hefðu breyst til batnaðar við DBS­meðferð. Hugsanlega hefði það getað hjálpað ef meðferðin hefði hafist fyrr. Þar sem aðaleinkenni sjúklingsins voru slæm hryggskekkja, slitbreytingar, bakverkir og taugaverkir var aðgerð langlíklegast besti kosturinn. Einnig leyfði almennt heilsufar hans og beingæði aðgerð. Til að minnka áhættuna verður fyrir aðgerð að fara fram sam­ eiginlegt heildrænt mat lyf­ og taugalækna og meta verður bein­ þéttni sjúklings. Gott samstarf taugalækna með sérþekkingu á Parkinson og hreyfisjúkdómum (movement disorders) og hryggjar­ skurðlækna með reynslu af flóknum hryggjaraðgerðum er líkleg­ ast til góðs árangurs hjá þessum sjúklingum. Mynd 4a og 4b. Standandi röntgenmyndir tveimur árum eft- ir aðgerð sýna árangur hennar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.