Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 35

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 35
LÆKNAblaðið 2019/105 239 kostir og gallar við bæði kerfin,“ segir Anna. „Við nutum helstu kostanna við ameríska kerfið þar sem þjálfun læknanna á háskólasjúkrahúsum er gríðarlega mikil og stór partur af spítalastarfinu.“ Fjárfest í heilbrigði Martin segir þó helsta kostinn ytra, sem mætti taka til fyrirmyndar hér, að þar sé litið á heilbrigðisþjónustu sem fjár­ festingu. „Bæði tryggingafélög og hið opinbera telja að þau séu að fá eitthvað fyrir peninginn. Hér er andinn oft sá að heilbrigðisþjónusta sé aðeins útgjöld sem ekkert fæst fyrir. Það er annar kúltur sem fylgir því,“ segir hann. „Hægt er að gera fleira í Bandaríkjun­ um með stuðningi þeirra sem greiða fyrir þjónustuna, því það borgar sig til lengri tíma litið. Það er hugsunarháttur sem okk­ ur líkaði mjög vel,“ segir Martin og Anna tekur undir. „Þá er til dæmis tryggingafélagið búið að reikna út að þótt eitthvert lyf sé dýrt, eins og í mínu fagi við Parkinson, þá skiptir svo miklu máli að sjúklingurinn haldi virkni og haldist í vinnu að það kostar tryggingafélagið minna að afgreiða lyfið þegar til lengri tíma er litið.“ Martin segir allt gert til að draga úr sjúkrahúsinnlögnum. „Öll stoðþjónusta til að stuðla að útskrift sjúklinga í einfaldari úrræði er til staðar. Það er enginn sem bíður útskriftar á bráðasjúkrahúsi því tryggingafélögin hafa reiknað út að það borgi sig ekki. Þetta gerir það því fjárhags­ lega hagkvæmt að byggja endurhæfingar­ sjúkrahús við bráðasjúkrahúsin þannig að þau taki greiðlega við sjúklingum sem hafa lokið bráðaþjónustu,“ segir hann. „Hér heima hugsa allir um sinn vasa og að Endurmenntun lækna æskileg Æskilegt væri að koma á formlegri endurmenntun lækna með stuðningi hins opinbera. Endurmenntun er forsenda þess að menn haldi sér við í sinni sérgrein. Þetta segir Martin Ingi Sigurðsson nýsettur prófessor og yfirlæknir í svæfinga­ og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskóla Íslands og á aðgerðasviði Landspít­ ala. Læknar í Bandaríkjunum endurnýi lækningaleyfi sitt árlega, en aðeins við 67 ára aldur hér á landi. „Endurmenntun krefst vilja lækna en einnig þarf vilja stjórnvalda til að standa straum af kostnaði við slíkt kerfi,“ segir hann. Endurmenntun sé mikilvæg til að viðhalda þekkingu, sérstaklega á litlu landi þar sem ný þekking komi aðeins með nýjum sérfræðilæknum. „Ég vil nota tækifærið og hvetja íslensk stjórnvöld til að huga að endurmenntun lækna. Ég veit að læknar eru áhugasamir um að komið verði á símenntunarkerfi. Ég held að þetta sé nokkuð sem sjúklingarnir geri ráð fyrir að við gerum.“ Anna og Martin hafa komið sér vel fyrir hér heima eftir krefjandi nám í Bandaríkjunum þar sem þau sóttu sérmenntun sína. Þau segja betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs hér heima en ytra. Myndir/gag

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.