Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - maj 2019, Side 40

Læknablaðið - maj 2019, Side 40
244 LÆKNAblaðið 2019/105 ■ ■ ■ Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég ætlaði ekki alltaf að verða læknir, ég hafði gríðarlegan áhuga á flugi og ætlaði að verða flugmaður. Ég lærði að fljúga svifflugum þegar ég var 16 ára og stund­ aði það í nokkur ár. Ég var síðan byrjaður að læra að fljúga til að taka einkaflug­ mannspróf þegar fór að líða að lokum menntaskólans. Ég hafði hins vegar líka mikinn áhuga á læknisfræði og sérstak­ lega skurðlækningum sem mér fannst og finnst enn vera spennandi sérgrein. Á þessum tíma voru atvinnuhorfur fyrir flugmenn dökkar, og það varð til þess að ég hætti flugnáminu og skellti mér í lækn­ isfræðina í staðinn, með það að markmiði að verða skurðlæknir þegar ég yrði stór,“ segir Jón H.H. Sen, forstöðulæknir og sérfræðingur í almennum skurðlækning­ um á umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað þegar hann var spurður um starfsáform í æsku. Pabbi frá Kína Jón er fæddur í Reykjavík 1966 og upp­ alinn í Hlíðunum. Foreldrar hans eru Björg Jónasdóttir Sen og Jón Sen og er hann yngstur fjögurra systkina. „Mamma var íslensk, en pabbi er fæddur í Kína og ólst þar upp fyrstu 13 árin. Sagan á bak við það er sú að Oddný Erlendsdóttir amma mín fór til Edinborgar í enskunám rétt fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar­ innar og kynntist þar og giftist afa mín­ um, Kwei Ting Sen, sem var þar að læra sálfræði. Þau eignuðust einn son þar, Erlend, en hann dó úr hundaæði. Eftir að stríðinu lauk fluttist amma með honum til Kína með stuttri viðkomu á Íslandi og þau eignuðust pabba og systur hans. Þegar líða fór á fjórða áratuginn jókst ófriðurinn milli Japana og Kínverja, og þegar Japanar gerðu innrás í Kína árið 1937 fékk amma nóg og ákvað að flytja aftur heim með börnin,“ segir Jón. Systkini Jóns eru Þóra, fyrrverandi flugfreyja og skrifstofustjóri Flugfreyjufé­ lags Íslands, Oddný kvikmyndafræðingur og Jónas píanóleikari, kennari og tónlist­ argagnrýnandi. Jón er giftur Gunni Sif Sigurgeirsdóttur, myndlistarmanni og hundaræktanda, og eiga þau 5 börn. „Starfsstúlka“ á slysadeildinni Jón rifjar upp skólagöngu sína. Hann gekk í Hlíðaskóla og svo áfram upp eft­ ir Hamrahlíðinni í MH og hóf nám við læknadeild HÍ 1986. „Ég vann að sjálf­ sögðu á sumrin meðan á læknanáminu stóð. Fyrstu tvö sumrin á slysadeildinni sem „starfsstúlka“, sem var rótgróið kvennastarf og engin fordæmi fyrir því að karlmenn væru í slíkum störfum. Við vorum reyndar tveir félagar sem fórum í þetta, ég og Sigurður Böðvarsson, og brut­ um ísinn. Það var gaman að vera ferskur læknanemi á Slysó og mikið sem ég lærði á þessum tíma. Ég vann mig svo upp í að vinna við hjúkrun á Slysó eftir þriðja árið og eftir fimmta árið sem aðstoðar­ læknir. Eftir annað árið í læknadeildinni fórum við Hlynur Níels Grímsson sem skiptinemar til Ísrael í einn mánuð, nánar tiltekið á Chaim Sheba Medical Center í Tel Hashomer, sem var mikil upplifun.“ Jón hefur eins og flestir aðrir læknar starfað víða. Áður en hann hóf kandídatsárið 1993 vann hann í nokkra mánuði úti á landi, á Húsavík og á Hólmavík. Hann kláraði svo kandídats­ árið á Landspítala og fékk stöðu á skurð­ deildinni í ársbyrjun 1995 fram á haust 1996, en þá flutti fjölskyldan með tvö lítil börn til Noregs, til Haugasunds á suð­ vesturströndinni. Þau bjuggu þar fram til ársins 2000 og fluttu þá um set til Staf­ angurs svo Jón gæti klárað sérnámið sitt í meltingarskurðlækningum. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði Jón segir að stefnan hafði alltaf verið að flytja aftur til Íslands og fyrir tilviljun bauðst honum starf á Fjórðungssjúkra­ húsinu í Neskaupstað, sem nú heitir Heilbrigðisstofnun Austurlands sinnir heilbrigðisþjónustu á Austurlandi á 16.000 ferkíló- metra svæði, allt frá Bakkafirði til Álftafjarðar, frá hálendi til strandar. Íbúar á Austurlandi eru um 11.000. Á myndinni er spít- alinn í Norðfirði sem Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall teiknuðu. Ljósmynd: Hallgrímur Axel Tulinius. Gott að vinna sem læknir úti á landi – segir Jón H.H. Sen skurðlæknir á umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.