Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 41

Læknablaðið - maj 2019, Qupperneq 41
LÆKNAblaðið 2019/105 245 umdæmissjúkrahús Austurlands (FSN) snemma árs 2002. „Við höfðum engin tengsl við Austfirðinga og höfðum aldrei komið til Neskaupstaðar en ákváðum að láta slag standa, og ég tók við stöðu skurð­ læknis. Við ætluðum okkur ekki að vera þar nema kannski tvö ár, en okkur líkaði vel og árin urðu 7,“ segir Jón, sem starfar enn á FSN en fjölskyldan býr í Hafnarfirði. „Ég er þó ekki í 100% vinnu þar, er í hlut­ falli sem gerir mér kleift að vinna þannig að ég fer austur í ákveðinn tíma og á síðan góð frí inni á milli og get verið heima með fjölskyldunni. Mér finnst þetta gott fyrir­ komulag með góðu jafnvægi milli vinnu og frítíma,“ segir Jón. Átta heilsugæslustöðvar Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) rekur heilsugæslustöðvar á Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Eg­ ilsstöðum, Seyðisfirði og Vopnafirði. Í Neskaupstað er svo sjúkrahúsið ásamt heilsugæslu í sömu byggingu. Þar er hjúkrunardeild og endurhæfingardeild og stoðdeildir, röntgendeild með CT og rannsóknastofa. Einnig er sjúkra­ og iðjuþjálfun fyrir inniliggjandi og göngu­ deildarsjúklinga. Á FSN er eina fæðingar­ deild Austurlands og aðgengi að skurð­ stofu allan sólarhringinn með skurð­ og svæfingalækni. „Við náum að sinna hlutverki okkar sem fæðingarstofnun vel og það hefur verið mikil ánægja með þjón­ ustu fæðingardeildarinnar. Það er metið í samvinnu við fæðingarlæknana á Sjúkra­ húsinu á Akureyri hvaða konum sé óhætt að fæða hjá okkur og hverjar ættu að fæða á stærri stofnun. Um 2/3 barna Aust­ firðinga fæðast á FSN,“ segir Jón. Öryggiskeðja Austfirðinga Jón segir að hlutverk FSN sé einnig að vera bráðasjúkrahús fyrir fjórðunginn. „Já, við tökum við flestum þeim vandamálum sem upp koma, en í sumum tilfellum þurfum við að senda sjúklinga á stærri spítala, þá oftast Landspítala, eftir að búið að er sjúk­ dómsgreina og veita fyrstu meðferð hjá okkur. Öll beinbrot sem þarf að gera við á skurðstofu eru þó send til Akureyrar, þar sem gert er við brotin og ef sjúkingar þurfa á frekari innlögn og endurhæfingu að halda koma þeir aftur til okkar að að­ gerð lokinni. Mér finnst við sinna okkar hlutverki vel og sjúkrahúsið er mikilvæg­ ur þáttur í öryggiskeðju Austfirðinga.“ Í þessu sambandi rifjar Jón upp blaðagrein læknis sem lýsti þeirri skoðun sinni að það væri ekki hægt að reka sjúkrahús úti á landi. Ástæðan var sú að læknismeð­ ferð væri orðin svo sérhæfð og flókin að minni sjúkrahús en Landspítali hefðu ekki bolmagn til að veita hana. „Þessu er ég hjartanlega ósammála. Algengustu lækn­ Jón stundar hestamennsku með fjöl- skyldunni. Þau eiga hesthús í Hlíðar- þúfum í Hafnarfirði. Hér er hann með Loka sínum en þeir eru mjög góðir félagar. Ljósmynd/einkasafn

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.