Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - maj 2019, Side 46

Læknablaðið - maj 2019, Side 46
250 LÆKNAblaðið 2019/105 F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 9 . P I S T I L L Ávísanir ávanabindandi lyfja eftir sérgreinum lækna á Íslandi Árið 2018 drógust ávísanir ávanabindandi lyfja saman um 3,4% á Íslandi miðað við árið á undan. Munar þar mest um ávísanir á ópíóíða. Sem dæmi drógust ávísanir oxýcódón saman um 15,6%. 2112 læknar, tannlæknar og dýralæknar ávísuðu ávana­ bindandi lyfjum á árinu en aðeins um 360 læknar ávísuðu meira en 10.000 dags­ skömmtum og mega teljast virkir í ávís­ unum þessara lyfja. Fjörutíu stórtækustu læknarnir ávísuðu 26% af heildarmagni ávanabindandi lyfja og 100 stórtækustu læknar ávísuðu 47%. Það er því tiltölulega fámennur hópur lækna sem ber þungann af ávísunum ávanabindandi lyfja. Þegar ávísanir ávanabindandi lyfja eru skoðaðar eftir sérgreinum sést að hlutur heilsugæslulækna vegur þyngst, (sjá mynd). Ávísanir ávanabindandi lyfja hafa nærri tvöfaldast síðustu 15 ár, voru tæplega 10 milljón dagsskammtar árið 2003 og fóru mest í rúmlega 18 milljón dagsskammta árið 2017. Heimilislæknar og læknar með almennt lækningaleyfi ávísa 55% af öllum ávanabindandi lyfjum árið 2018 og geðlæknar ávísa 13,4%. Af þeim 100 læknum sem ávísa mest af ávanabindandi lyfjum voru 59 heimilis­ læknar, 12 geðlæknar og 11 sérfræðingar í sjúkdómum barna. Heimilislæknar eru því einna stórtækastir við ávísun ávanabind­ andi lyfja. Um 90.000 manns leystu út ávanabind­ andi lyf á árinu. Þar af fengu 302 ávana­ bindandi lyf frá 10 eða fleiri læknum. Margir hafa ekki fastan heilsugæslulækni og fá því sömu lyfin hjá fleiri læknum. Í slíkum tilvikum er erfitt að koma í veg fyrir mikla notkun ávanabindandi lyfja. Um 450 manns fengu samanlagt meira en fimmfaldan skammt ávísaðan á árinu af ávanabindandi lyfjum, sem jafngildir meira en 16 töflum af parkódín forte á dag. Lyfjateymi Embættis landlæknis: Ólafur B. Einarsson sérfræðingur, Andrés Magnússon fíknigeðlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.