Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - mai 2019, Síða 47

Læknablaðið - mai 2019, Síða 47
LÆKNAblaðið 2019/105 251 Sólveig Bjarnadóttir stjórnarmaður FL Nú á dögunum var haldin árshátíð Félags læknanema. Þar eru árlega veitt verðlaun þeim kennara og deildarlækni sem þykja hafa skarað fram úr. Í ár voru einnig veitt sérstök heiðursverðlaun. Kennsluverðlaun Handhafi kennsluverðlauna FL 2019 er Elsa Björk Valsdóttir, sérfræðingur í al­ mennum skurðlækningum og lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Elsa hefur barist ötullega fyrir því að innleiða hermi­ kennslu í læknadeild. Hún hefur skipulagt færnibúðir fyrir læknanema í upphafi 4. árs og staðið fyrir færniviku sem hluta af námskeiði í skurðlæknisfræði. Með þessu gefst nemendum tækifæri til að æfa klínísk vinnubrögð í öruggu umhverfi undir handleiðslu leiðbeinanda. Einnig hefur Elsa átt þátt í því að skipuleggja klíník um siðfræði fyrir 4. árs læknanema til að fjalla um siðferðisleg álitamál sem geta komið upp í starfi og ræða erfið atvik sem nemar kunna að hafa lent í. Deildarlæknaverðlaun Handhafi deildarlæknisverðlauna FL 2019 er Hjálmar Ragnar Agnarsson. Hjálmar hefur verið einstaklega virkur og metnað­ arfullur í því að sinna nemum og á mikið hrós skilið. Hann hefur sýnt frumkvæði í kennslu og skipulagt fræðslu utan skóla til að hjálpa við próflestur. Sérstaklega á hann heiðurinn af því að kenna 4. árs læknanemum að lesa hjartarafrit. Heiðursverðlaun Handhafi heiðursverðlauna FL árið 2019 er Gunnhildur Jóhannsdóttir. Heiðursverð­ laun eru aðeins veitt við sérstök til­ efni, gjarnan til þeirra sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu læknanema. Gunnhildur hefur með vinnu sinni sem skrifstofustjóri á skurðsviði Landspítala skipulagt og haldið utan um klínískt nám nema á 4. ári um áralangt skeið. Hún hefur þannig leitt margrar kynslóðir læknanema í gegnum sín fyrstu klínísku skref á Landspítala og kunnum við henni bestu þakkir fyrir. Þórdís Þorkelsdóttir, Hjálmar Ragnar Agnarsson og Sólveig Bjarnadóttir.Sólveig Bjarnadóttir, Gunnhildur Jóhannsdóttir, Þórdís Þorkelsdóttir og Teitur Ari Theodórsson. Stjórn Félags læknanema, frá vinstri: Krister Blær Jónsson, Þórdís Þorkelsdóttir, Teitur Ari Theodórsson, Elsa Björk Valsdóttir, Árni Johnsen, Sólveig Bjarnadóttir og Daníel Pálsson. Ljósmyndari: Jóhannes Davíð Purkhús. Árshátíð Félags læknanema

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.