Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 9

Hugur og hönd - 01.06.2011, Side 9
Vigdís Stefánsdóttir „Rússnesktcc hekl Patrick Hassel-Zein Karlar með handavinnu vekja alltaf athygli kvenþjóðarinnar og maður sem situr á biðstofu, í strætó og á fundum með eitthvað sem virðist vera heklunál með langri snúru, fær óskipta athygli þeirra sem hann sjá. Patrick Hassel-Zein heklar hvar sem hann er staddur. Hann notar hverja frístund vel og ef hann er ekki að hekla, þá er hann að vinna úr hugmyndum sem hann hefur fengið. „Ég man svo vel þegar ég sá litlu systur mína koma heim með eitthvað í höndunum þegar ég var 6 eða 7 ára. Þetta var heklu- nál sem mér var fljótlega kennt að nota,“ segir Patrick sem fæddur er og uppalinn í Svíþjóð. „Fyrst í stað lærði ég bara fastalykkjur en fljótlega flóknari mynstur. Heima hjá mér var mikið af dúkum og ég hafði gaman af því að hekla dúka. Seinna lærði ég að prjóna og prjónaði þá vettlinga og húfur og fleira smálegt. Ég vann sem sagt bara einfalda hluti og lagði aldrei í stórverk eins og lopapeysur," bætir hann við og brosir. Islenskur lopi Patrick kom fyrst til Islands 1999 til að vinna fyrir sænskt hug- búnaðarfyrirtæki en hann er hugbúnaðarsérfræðingur að mennt. „Það voru ekki margir sem sýndu því áhuga að fara til Islands en mér fannst þetta skemmtilegt og var hér í tvær vikur yfir páskana. Fólkið sem ég vann með taldi þetta ganga afar vel og spurði hvort ég kæmi ekki aftur. Ur varð að ég flakkaði milli landanna í nokkur ár en flutti svo alveg hingað. Ég átti íbúð í miðbænum og gekk talsvert um bæinn því ég var stundum einmana. A ferðum mínum fann ég búð sem seldi lopa og varð alveg hissa þegar ég sá hvað hann var ódýr og til margir litir sem ég hafði aldrei séð áður. Ég mundi eftir að hafa séð hjá eldri systur minni prjónabók þar sem flíkurnar voru í víkingastíl og næst þegar ég fór heim til Svíþjóðar skoðaði ég bókina vel. Þetta er raunar ein af mjög fáum bókum sem ég hef lesið hvern staf í en ég vildi vita hvernig höfundurinn hugsaði og hannaði. Síðar eignaðist ég svo bók eftir Elsebeth Lavold og úr henni hef ég fengið gríðarlegan innblástur um það hvernig prjóna á í vík- ingastíl. í þeirri bók var bara ein uppskrift að peysu fyrir karla. Ég ákvað að prjóna eina slíka peysu í jólagjöf en lauk henni löngu fyrir jólin og vantaði þá annað verkefni. Þá fór ég að prófa mig áfram við að breyta uppskriftinni á ýmsa vegu og í fram- haldi af því að hanna á svipaðan hátt og Elsebeth.“ Patrick fékk mikið hrós fyrir það sem hann gerði og byrjaði að birta mynstur á netinu. Þetta voru helst karlmannspeysur en á þeim fannst honum skortur. Hann segir mikið í boði fyrir stelpur, garn með glimmer og uppskriftir fyrir það en karlar vilji oftast hógværari liti og mynstur. „Það var svo í janúar 2008 að ég var í prjónakaffi hjá Nálinni og sá eitthvað skrítið og merkilegt á borðinu" heldur Patrick áfram. „Þetta var hvorki prjónað né heklað og forvitni mín var vakin. Eigandinn sagði mér að þetta héti rússneskt hekl og sýndi mér nál með tveimur oddum sem notuð væri við verkið. Ég vildi að sjálfsögðu læra þetta og fékk stutt námskeið um leið. Patrick með Höttinn Hróa. Þar sem ég vissi ekki hvar ég fengi áhald til að vinna með, fór ég strax í búð og keypti mér spýtu til að fá sem lengsta heklunál og tálgaði odd á hana. Ég fór auðvitað á netið til að finna leiðbein- ingar og lærði þar grunninn. Ég gerði fjölda mistaka í byrjun eins og vera ber en í þessari leit fann ég heklunál með snúru. Mér datt í hug að hægt væri að hekla rússneskt hekl í hring og fór að prófa mig áfram því einu leiðbeiningarnar sem ég fann voru fyrir flöt stykki. “ Patrick hélt áfram að hekla og vorið 2008 var hann farinn að hekla alls konar húfur með þessari aðferð. Hann prófaði líka að gera vettlinga og í framhaldi af þeim íslenska lopapeysu. „Þá þurfti ég að reikna allt mynstrið út að nýju því í rússnesku hekli eru lykkjurnar ekki af sömu stærð og í prjóni, hlutföllin eru önnur,“ segir hann. „Þegar ég svo mætti í prjónaklúbbinn með lopapeysu, urðu konurnar mjög spenntar og tilkynntu mér að ég bókstaflega yrði að skrifa bók! Ég hélt nú ekki en fór samt að skrifa hjá mér það sem ég gerði. Þegar ég var hálfnaður með næstu peysu kom Ragga (Ragnheiður Eiríksdóttir) til mín og spurði hvort ég gæti ekki gert bók fyrir Knitting Iceland. Ég skoðaði þá það sem ég haíði gert og fór að safna hugmyndum en hafði í raun enga trú á því að ég gæti þetta.“ Karlaprjónaklúbbur Flestir þekkja prjónaklúbba og prjónakaffi en færri vita að á íslandi er líka starfræktur karlaprjónaklúbbur. Þar hittast nokkrir karlar reglulega og prjóna. Þeir ásamt nokkrum konum hafa verið Patrick innan handar við að vinna efni í bókina. „Þann 17. júní kom bókin loks út, þá taldi ég þessu lokið og að ég gæti farið að slaka á. Þvílíkur misskilningur,“ segir Patrick með tilþrifum. í kjölfarið fylgdi kynning í Norræna húsinu og námskeið í rússnesku hekli. Síðan hefur Patrick haldið ótal námskeið fyrir fólk og fyrirtæki, til dæmis hjá RARIK og Garðyrkjufélaginu. Hann segir námskeiðin veita sér orku og gleði því hann hafi svo gaman afþví að kenna. „Ég er farinn að gera næstum hvað sem er í rússnesku hekli“, segir Patrick sem raunar á uppskrift að skemmtilegri hettu £ blaðinu. „Sjöl, húfur, lopapeysur, kápur og margt, margt fleira í öllum regnbogans litum. Það er nefnilega allt hægt ef maður ætlar sér það.“ HUGUROG HÖND 2011 9

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.