Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 12

Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 12
Camilla Udd Hönnunarvernd Hver hannaði þetta? Islendingar hafa ætíð með hugviti sínu fundið lausnir á mörgum vandamálum, allt frá geymslu matvæla, vinnslu ullar og gerð gervilima svo eitthvað sé nefnt. A sama tíma og efnahagslægð ríkir yfir land- inu og þrengir að atvinnumarkaðnum eru skapandi atvinnugreinar gríðarlega áber- andi. Ástandið hefur haft þær jákvæðu afleiðingar að margir Islendingar virkja nú hugann og skapa sína eigin vinnu. Þetta skilar sér m.a. í nýrri og umfram allt fjöl- breyttri íslenskri hönnun. En hvernig er hægt að vernda afurðir hugmyndanna? Hver á hönnunina? Hvað er hönnun? Einkaleyfastofan nálgast spurninguna frá sjónarhorni hugverkaréttar og er hönnun skilgreind sem útlit vöru eða hluta vöru sem ræðst af einstökum þáttum eða skreytingu hennar. Hönnun vísar sem sagt til þess sem hægt er að nema sjónrænt. Hún getur verið í tvívídd eða þrívídd og hún þarf ekki að vera áþreifanlegur hlutur til þess að geta notið verndar. Hönnun tekur hins vegar ekki til tæknilegrar virkni heldur tilheyra nýjar, tæknilegar uppfinn- ingar undir einkaleyfi. Hönnunarvernd tekur ekki til viðskiptahugmynda, heiti vöru eða þjónustu (vörumerki), tónverka eða bókmennta (höfundarréttur). Til þess að geta fengið hönnun skráða verður hún uppfylla tvær mikilvægar kröf- ur; hún þarf að vera ný og sérstæð. Hönnunin telst ný ef eins hönnun hefur ekki verið gerð aðgengileg almenningi fyrir þann dag sem hönnunarumsókn er Skráð hönnun nr. 32/2010, hönnuður: Elsa Steinunn Halldórsdóttir. lögð inn hjá Einkaleyfastofunni og umsóknargjöld eru greidd. Við mat á því hvort hönnun sé ný er miðað við það hvort eins hönnun hafi verið gerð aðgengi- leg almenningi en ekki hvort svipuð hönnun fýrirfinnist. Hönnunin telst sérstæð ef upplýstur notandi telur heildarmynd hennar frá- brugðna þekktri hönnun þannig að ein- hver sköpun hefur þurft að eiga sér stað. Við mat á því hvort hönnun telst sérstæð skal taka mið af því svigrúmi sem hönn- uður hefur haft við gerð hönnunarinnar. Til dæmis er formið á hjólbörðum kringl- ótt og því má ætla að allir nýir hjólbarðar verði líklega einnig kringlóttir. Varan sem slík getur verið nánast hvað sem er, húsgögn, skartgripir, matur, umbúðir, skrautmunir, munstur og skreytingar. Það eru ekki gerðar sérstakar fagurfræði- legar kröfur til hönnunar til þess að hún njóti verndar. Égá! Samkvæmt lögum um hönnunarrétt getur hönnuður eða sá sem sækir rétt sinn til hans með skráningu öðlast einka- rétt til hönnunar. Einkarétturinn tilheyr- ir hönnuði, hvort sem um er að ræða einn eða fleiri, og hönnuður getur einnig framselt hönnunina öðrum aðila. Sá aðili getur þá sótt um vernd hönnunar með samþykki hönnuðar. Hönnuður er ávallt einstaklingur þótt eigandi hönnunar geti verið fyrirtæki (hafi hönnunin verið framseld). Hönnuður þarf ekki að vera faglærður. Skilyrðið er að Skráð hönnun nr. 22/2010, hönnuðir: Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir & Kristrún Thors. hann er sá sem hannaði og kom hönn- uninni í framkvæmd. Skráð hönnunarvernd veitir eiganda einkarétt til hönnunar. Það þýðir að ekki má heimildarlaust framleiða, bjóða til sölu, markaðssetja, flytja inn eða út eða nota vöru sem einkennist af hönnuninni. I verndinni felst sem sagt rétturinn til að banna öðrum að hagnýta hönnunina. Finnska fyrirtækið Marimekko skráði á sínum tíma hið þekkta blómamynstur Unikko einnig sem vörumerki. Unikko mynstrið er hannað af Maiju Isola og var fyrst sett á markað 1964. Fyrir tveimur árum varð fyrirtækið vart við að fatnaður með sláandi líku mynstri var framleiddur af fyrirtækinu Dolce & Gabbana og var fatnaðurinn seldur í Evrópu. Marimekko krafðist þess að lögbann yrði sett á vörur Dolce & Gabbana en það síðarnefnda sendi frá sér kröfu þess efnis að skráning Marimekko yrði felld úr gildi á grundvelli þess að finnska fyrirtækið ætti ekki einka- rétt að mynstrinu. Málinu lauk með samningi fyrirtæjanna og var sölu þessa fatnaðar Dolce & Gabbana hætt. Höfundarréttur Olíkt hugverkarétti á sviði iðnaðar sem er skráður réttur er varðar hönnun, einkaleyfi og/eða vörumerki er höfund- arréttur óskráður réttur sem stofnast um leið og verk er búið til og gefið út. Mál er varða höfundarrétt tilheyra menntamála- ráðuneytinu en sérfræðingar á þessu sviði eru sömuleiðis hjá Stefi og Myndstefi. Þau verk sem tilheyra höfundarrétti eru Skráð hönnun 12/2009, hönnuður: Örn Smári Gíslason. 12 HUGUROG HÖND2011

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.