Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.2011, Blaðsíða 13
samkvæmt höfundarréttarlögum samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíð- ar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvar- andi listgreinar. Handverk og hugbúnaður teljast einnig vera vernduð af höfund- arrétti. Stundum geta hönnun og höfundarrétt- ur farið saman. Það þýðir t.d. að þótt Eggið eftir Arne Jacobsen sé ekki skráð hönnun hér á landi (hönnun var fyrst skráð á Islandi árið 1994) er ósennilegt að einhver gæti framleitt og boðið til sölu eftirlíkingar af stólnum án athugasemda. Hönnun stólsins myndi að öllum líkind- um teljast nytjalist og því falla undir höf- undarrétt. Þess má geta að höfundarréttur gildir í 70 ár eftir lát höfundar. Erfmgjar hans gætu því átt réttinn að hönnuninni á grundvelli höfundarréttar. Tripp Trapp stóllinn frá Stokke og Bombo stóllinn frá Magis eru dæmi um hönnunar- og höfundarréttarmál sem hafa farið fyrir íslenska dómstóla. Eigendur hönnunarinnar kærðu þá aðila sem buðu eftirlíkingarnar til sölu. Stokke kærði sölu- aðila ^4//>/£4-barnastólsins sem þótti aug- ljós eftirlíking af Tripp Trapp. Fyrirtækið Magis stefndi söluaðila KINETIC-stólsins þar sem hann þótti sömuleiðis einkennast af hönnun Stefano Giovannoni fyrir Magis. I báðum tilfellum var viðkomandi söluaðilum meðal annars gert að eyða óseldum birgðum og greiða fyrirtækinu og hönnuðinum skaðabætur. Heimsfrægur á Islandi Hönnunarvernd er ávallt landsbundinn réttur sem gildir í þeim löndum þar sem sótt hefur verið um vernd. Hámarksverndartími er 25 ár og skiptist niður í fimm tímabil. Fyrir Islendinga er ekki skylda að skrá hönnun fyrst hér á landi til þess að geta sótt um vernd erlend- is heldur getur viðkomandi farið beint í útrás með hönnun sína. Island er meðal annarra aðili að alþjóðlegum samningi um hönnun sem gerir umsækjendum kleift að sækja um vernd í mörgum lönd- um í einu með einni umsókn. Undanfarið hefur verið fjallað um það í fréttum að íslenskri hönnun hafi verið stolið. Það er því nauðsynlegt fyrir hönn- uði að kynna sér þá skráningarmöguleika sem í boði eru. Otvíræðir kostir eru fólgnir í hönnunarvernd því með skrán- ingu getur aðili komið í veg fyrir órétt- mæta notkun annars aðila á eigin hug- verki. Skráning hönnunar er hagkvæm og einföld leið til að vernda hönnunina, veitir einkarétt til að hagnýta hana og auðveldar til muna sönnun á rétti til hennar. Fjölgun skráðrar hönnunar hjá Einkaleyfastofunni er dæmi um þá vakn- ingu sem orðið hefur í þjóðfélaginu varð- andi gildi og verðmæti hugvits. Lokaorð Það fer ekki á milli mála að mikil verð- mæti geta leynst í hugverki og hönnun. Það er því mikilvægt að hönnuðir sæki sér upplýsingar til réttra aðila og fái aðstoð til þess að vernda hugverk sitt á sem bestan hátt. Einungis hönnuður eða sá sem sækir rétt sinn til hans getur með skráningu samkvæmt lögum um hönnunarrétt öðl- ast einkarétt til hönnunar. Einkaleyfastofan hefur á undanförnum árum haft það að markmiði sínu að kynna þá skráningarmöguleika sem stofnunin hefúr upp á að bjóða. Þá má einnig finna gagnlegar upplýsingar á heimasíðu stofn- unarinnar www.els.is. Allar hönnunar-, vörumerkja- og einkaleyfaskráningar eru birtar í ELS-tíðindum, en það er rafrænt tímarit Einkaleyfastofunnar sem gefið er út 15. hvers mánaðar með nýjum skrán- ingum. Heimildir: Lög um hönnun nr. 46/2001, með síðari breyting- um; Reglugerð um skráningu hönnunar nr. 706/2001; Höfundarlög 73/1972 með síðari breyt- ingum; www.els.is;www.myndstef.is; www.honn- unarmidstodin.is Þ j óðbúningas tofan Nethyl 2E 110 Reykjavík Sími 551 8987 GSM: 898 4331/898 1573 upphlutur@simnet.is www.upphlutur.is Saumum allar gerðir íslenskra búninga. Mátum, breytum og metum eldri búninga. Tökum í umboðssölu gamla búninga og búningasilfur. HUGUROG HÖND 2011 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.