Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 14

Hugur og hönd - 01.06.2011, Qupperneq 14
Guðbjörg Andrésdóttir Heimilisiðnaðarskólinn Frá skólanefnd Heimilisiðnaðarskólinn hefur boðið upp á fjölda námskeiða árið 2010 eða nánar tiltekið 34 námskeið á vorönn og 36 námskeið á haustönn þar sem alls 368 manns námu hinar ólíku listgreinar. Var fullbókað flest kvöld og allt upp í sex námskeið samtímis að Nethyl 2-E í hús- næði HFI. Oll hefðbundin námskeið hafa verið vinsæl, s.s. þjóðbúningasaum- ur og öll þau námskeið, sem fylgja þeim saumaskap. Prjón og hekl hefur haldið vinsældum sínum og má þar nefna nýtt námskeið, sem fór af stað á haustönn „rússneskt hekl“. Ný námskeið vorið 2010. Skírnar- kjólasaumur, víkingabúningasaumur, sem og tauþrykk og gimb. Öll þessi námskeið virðast eiga framtíð fyrir sér því að bókað var í þau öll á haustönn- inni. Páskaörnámskeið voru haldin sunnudaginn 21. mars frá kl. 12:00 - 16:00. Hekluð páskaegg og heklaðir servíettuhringir, þæfð páskaegg og brjóstsykursgerð. I júní var námskeið í vefnaði í sam- starfi við vefnaðarkennarafélagið fyrir kennara félagsins. Gestakennari var Lotte Dalgaard vefnaðarkennari frá Danmörku. Vorönn lauk með sýningu á verkum nemenda á Kornhúsloftinu á Arbæjarsafni á hinum árvissa HandverksdegiHeimilisiðnaðarfélagsins þann 6. júní. Níu daga sumarnámskeið barna var haldið í ágúst. Stóð það í tvær vikur frá kl. 10:00 - 16:00 og voru allir mjög glaðir og ánægðir í lokin. Þar var þæft, tálgað og gert tauþrykk þar sem þessu var fléttað saman í skemmtilegt starf. Kennarar námskeiðsins eru og hafa verið starfandi listgreinakennarar í grunn- og framhaldsskólum auk þess að vera textíllistamenn. Nýtt námskeið á haustönn var í „lissugerð“, sem er sérútsaumur sem notaður er á upphlutsskyrtur og e.t.v. á svuntur. Á haustönn voru fjögur námskeið í prjóni fyrir byrjendur fyrir Vinnumálastofnun, þar sem atvinnu- lausum var boðið upp á námskeiðin. Námskeið þessi voru í tvo daga í viku frá kl. 09:00 -14:00 í fjórar vikur, sam- tals 40 kennslustundir hvert námskeið. Haldin voru vefnaðarnámskeið, þar af eitt með Fjölmennt. Jólaörnámskeið voru haldin 13. og 20. nóvember í húsnæði skólans. Þar stóð fólki til boða að gera jólakransa, unna úr efnum úr náttúrunni í bland við ull og fleira. Þæfðar jólakúlur, tálg- aðir jólasveinar, sem var mjög vinsælt og að venju brjóstsykursgerð, sem er sívinsæl. Komin er hefð á samstarf við Árbæjarsafnájólaföstu.ÁKornhúsloftinu aðstoðuðu félagsmenn gesti safnsins við einfalt jólaföndur. Einnig gafst félags- mönnum kostur á að vera með hand- verk til sölu á sama stað. Árið 2011 eru fyrirhuguð nokkur ný námskeið . • Helgarnámskeið í saumi á mið- aldabúningi. • „Þreyjum þorrann“: baðstofumenn- ing fyrri tíma. • Nýting víðigreina þar sem gerðar eru klifurgrindur, kransar, brauð- körfur, páskaskreytingar og fleira. • Domino prjón þar sem prjónaðir eru treflar og húfur. • Re-design / endurhannað úr göml- um fötum. • Rússneskt lopapeysuhekl. • Englaprjón -Prjónaður engill úr bómullargarni og hann stífaður. Hannyrðakvöldin hafa verið haldin þriðja föstudag hvers mánaðar frá kl. 20:00 — 22:00 og virðast hafa fest í sessi, því að alltaf fjölgar í hópnum. Benda má á heimasíðu félagsins (www.heimilisidnadur.is) sem hefur fengið betri ásýnd, með henni hefur orðið bylting hvað varðar kynningu námskeiða. Formaður skólanefndar Guðbjörg Andrésdóttir 14 HUGUR 0G HÖND 2011

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.