Hugur og hönd - 01.06.2011, Síða 15
Rúna Gísladóttir
Verslun Heimilisiðnaðarfélagsins
Þjónustudeild
Það er alltaf gaman að koma í verslun Heimilisiðnaðarfélags
Islands, þjónustudeild, við Nethyl 2E, 110 Reykjavík.
Þangað er ýmislegt að sækja fyrir fólk með handavinnu-
áhuga. Ekki er verra að vita að þar mætir manni alltaf hlýtt
viðmót og konur með ríka þjónustulund. Og þar er jafnvel
oftar en ekki hægt að rekast á fólk - af einhverjum ástæðum
oftar konur en karla - sem er að fást við eitthvað svipað og
maður sjálfur. I þjónustudeildina/verslunina kemur fólk að
leita sér upplýsinga og aðstoðar. Leita svara við spurningum
um hefðir í handverki, möguleika, aðferðir eða vinnubrögð.
Einnig kemur þangað fólk sem hefur einhverju að miðla og
skiptist á upplýsingum. Síðast en ekki síst kemur svo auðvit-
að margt fólk til að kaupa sér efni til handverksins. Og af
nógu er að taka.
Nethylurinn er mjög djúpur og þarna er unnt að fá efni í
metratali til þjóðbúningasauma, ullarefni, skyrtuefni, silki í
svuntur og slifsi ásamt öllum borðum og böndum, knipling-
um og orkeringum sem búningum tilheyra. Þar fást útsaums-
efni, strammi og javi, jurtalitað ullargarn, útsaumspakkn-
ingar, hörbönd, bómullarbönd, vefnaðaráhöld, prjónar og
heklunálar. Þar má fá lopa af mismunandi tagi, einband,
kambgarn og nýjar gerðir af reyrðu (mislitu - tónbreytilegu)
Sjalprjónað út jurtalituðu bandi sem fast í verslun HFI
garni. Allt er þetta mjög vinsælt og freistandi fyrir áhuga-
sama handmenntaiðkendur. Einnig er unnt að fá mjög hent-
ugar töskur með hólfum og vösum fyrir prjóna og hvers kyns
fylgihluti hannyrða. Að ógleymdum bókum um hvers kyns
handavinnu með fjölbreydlegum og skemmtilegum hug-
myndum. Glæsilegust þessara bóka er auðvitað Islenska
Sjónabókin, stór og mikil, sem er og verður sígild eign með
munstrum úr íslenskri menningu aftur í aldir. Sjón er sögu
ríkari.
Verslunin er opin alla virka daga klukkan 12-18.
Heimilisiðnaðarfélag íslands
HeimilisiðnaðarskólinrL
Prjón, hekl, þjóðbúningasaumur, baldýring, útsaumur, orkering, knipl,
jurtalitun, tóvinna, gimb, vefnaður, leðursaumur, og margt fleira
Verslun
Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa, prjónum,
prjónabókum og blöðum.
Efni og tilleggfyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun.
Gjafakort.
Opið alla virka daga kl. 12 - 18
Verið velkomin.
Nethyl le
110 Reykjavík
Símar 5517800/5515500
hfi@heimilisiðnaður. is
www. heimilisidnadur. is
HUGUR 0G HÖND 2011 15